30.12.03

...Og hann litli, sniðugi...

...Nurse Óli veit hver leynivinur minn er...þið vitið sá sem gaf mér hringinn...en hann vill ekki segja mér það...

...og ég sem hélt að við værum bestu vinir...hvað er það?!
Stay black - Salinto!
...Og núna nálgast það kvöld...

...sem ég hata hvað mest á árinu...ójá...Gamlárskvöld kemur enn einu sinni...

...margir tala um að jólin séu einmitt einmanalegasta hátíð ársins...og stundum er ég sammála því og stundum ekki...þessi jól hafa verið frábær...og ég fann ekki fyrir einmanaleika...og þar get ég kannski þakkað góðum vinnufélögum (hóst hóst) og rómantískum leynivin...

...eeeen þó mér finnist jólin æðislegur tími þá kemst ég bara ekki hjá því að finnast Gamlárskvöld ömurlegt í einu orði sagt...

...ekki nóg með að maður neyðist til að skoða árið í heild sinni í endalausum fréttaannálum og minnast þess sem liðið er...heldur fer maður líka að hugsa um árið hvað varðar manns einkamál og það getur valdið bömmer dauðans...sem er aldrei gaman...því eftir allt þá vill maður nú bara detta í það og djamma fram á morgun...sem ég hef nú sjaldan gert á Gamlárskvöld því ég dett alltaf í eitthvað helvítis Gamlárs-þunglyndi...

...og ekki nóg með það heldur er búist við að maður djammi og djúsi og skemmti sér vel og var ég næstum útskúfuð úr vinahópnum á síðasta ári þegar ég var næstum því...nota bene næstum því hætt við að mæta í partí...hvað er það? Af hverju má ég ekki horfa á þetta blessaða skaup...horfa fólk skjóta upp milljónum króna...kyssa mamma og pabba gleðilegt nýtt ár og fara í háttinn...eða úða í mig nammi og vitleysu og horfa á Notting Hill og Four Weddings and a Funeral?!

...og svo þessi blessuðu áramótaheit!! Ó common...ég er hætt að nenna að setja þau...nema það að reyna að verða hamingjusamari á næsta ári en því sem er að líða...sem ég efast um að sé hægt því ég er mjög hamingjusöm...

...en þrátt fyrir að ég sé hamingjusöm þá get ég ekki að því gert að mig langar í einhvern þegar klukkan slær tólf á miðnætti og allir hafa einhvern til að kyssa...nema ég...

...einu sinni hef ég átt kærasta á Gamlárskvöld...og hann datt svo svakalega í það að hann gat varla kysst mig...meira slefaði á flotta bolinn sem ég var í og drapst í fanginu á mér...ó jibby...kannski hringi ég bara í hann á morgun ef ég verð nógu desperate...

...eeeen...in conclusion þá hata ég Gamlárskvöld...ofmetnasta kvöld ársins by far og ég neita að taka þátt í þessari vitleysu...planið er samt að fara í partí svo maður haldi nú status...og drekka sig nógu fulla af freyðivíni og Kalla að maður geri nú örugglega eitthvað sem maður sjái eftir og geti iðrast allt árið 2004...
Stay black - Salinto!
...Og lífið verður alltaf betra og betra...

...sveimérþá...

...var að fá bréf frá ungum herramanni sem er á sömu braut og ég í lífinu...þ.e.a.s. honum langar að verða leikari en getur ekki lært það hér á Íslandi vegna skipulagsleysis í menntamálum í landinu...

...hann er að biðja mig um að koma á fund með sér með alþingismönnum úr menntamálanefnd til að tala um hvernig bæta megi hag þeirra sem leggja vilja leiklist fyrir sig...

...og hvað segir Liljan?! Hell yeah...auðvitað fylgir maður sínu eftir...held maður safni þá saman undirskriftunum í leiðinni og dembi þeim á liðið...úújeee...

...lífið er sweet...og það eruð þið líka...
Stay black - Salinto!
...Og maður á bara leynivini...

...alls staðar...

...rétt í þessu var ungur herramaður að koma að mér þar sem ég sit sallaróleg í vinnunni og gefa mér geisladisk með hljómsveitinni sinni...og hann meira að segja áritaði hann...

...ég held ég sé farin sveimérþá að trúa stjörnuspánni minni fyrir árið 2004 þar sem stóð að ég myndi finna hinn eina rétta á árinu og árið yrði fullt af rómantík...

...held það sé þá bara spurning um val...hvaða leynivin ég eigi að velja mér...þar sem karlmennirnir flykkjast að mér...hmmm...spurning hvort þeir vilja ekki bara reyna að toppa hvern annan...

...smá vísbending væri þá að mér hefur alltaf dreymt um að fá sendingu í vinnuna...kannski blóm og konfekt...það er eitthvað sem mín eina sanna ást ætti að taka til greina...

...annars er maður bara hress...illt í maganum og kannski á leiðinni í bíó í kveld...
Stay black - Salinto!

29.12.03

...Og þá eru jólin búin...

...og maður er mættur aftur til vinnu...og maður fór meira að segja í ræktina í morgun...djöfulsins píning var það...jiiiidúddamía...hljóp þetta vanalega 5,5 km og var alveg gjörsamlega búin á því...en það er gott að hafa pínt sig svo að jólaspikið fjúki nú aðeins fyrir áramótin...

...oooog ég var svoooo sátt við jólin...gerði ekki rassgat nema borða og horfa á sjónvarpið og glíma við púsl dauðans sem hann Nurse Óli gaf mér...þó að þetta sé erfiðara en allt þá er þetta líklegast flottasta gjöfin mín (no offence to everyone) en hann gaf mér svona Kylie Minouge púsl þar sem hún er í Can´t get you out of my head - dressinu...úje beibí...geggjað cool...

...nenni samt ekkert að telja upp þessar jólagjafir þó þær hafi verið frábærar...bara vert að nefna eina...og það er náttlega gjöfin frá leynivininum...en ég opnaði pakkann frá honum síðast á aðfangadag og viti minn...einmitt það sem mig langaði í...voða flottur silfurhringur...újeee...eeeen vinurinn er ekki ennþá búinn að gefa sig fram en ég vona svo sannarlega að hann geri það svo ég geti kannski þakkað fyrir mig...

...eeen það eru allir svo hissa að ég skuli bera hringinn...ég skil ekki af hverju...það er ekki eins og ég sé að fara að gifta mig eða eitthvað...djísus...flottur hringur og ég ætla mér að bera hann því ég var einmitt að hugsa að ég þyrfti að fara að kaupa mér hringa á litlu, sætu, feitu fingurnar á mér...

...annars var tekið þétt djamm núna föstudag og laugardag og ég er ekki frá því að maður sé enn soldið þunnur...
Stay black - Salinto!

23.12.03

...Og máttur internetsins...

...er sko alveg magnaður...

...einhver vann verðlauninn snillingur aldarinnar rétt áðan...vandamálið er bara að ég veit ekkert hver það er...og kemst örugglega ekki að því fyrr en á morgun...

...það var nebblega bankað á dyrnar hjá mér fyrir svona hálftíma og þar stóð ungur drengur og hélt á pakka...sem var sending...til mín...frá einhverjum sem ég veit ekki hver er því það stendur ekki á merkimiðanum...baaaa...og pakkinn er svona lítill eins og skartgripakassi...váááá ég er að springa úr spenningi...deeem...

...ef einhver er að grínast í mér þá er þetta cruel djók að pulla á unga piparjónku sem er að renna út á tíma...ef á hinn bóginn þetta er alvöru gjöf þáááá....hmmm...ég held ég haldi því bara fyrir mig og hr./frú snilling ;)
Stay black - Salinto!

22.12.03

...Og nú er ég í klípu....

...því ég er að verða veik því mig langar svo í einhverja svona kærasta-gjöf...oooo...skartgripi eða nærföt eða eitthvað svona I love you - crap...þó mig langi ekkert í mann...buhuhu...getur maður ekki leigt sér kærasta bara frá Þorláksmessu og fram yfir nýja árið og hann getur gefið manni alls konar svona drasl? Eða kannski haft hann alveg frá því að fyrsti jólasveinninn kemur þannig að hann geti gefið manni í skóinn líka...now that´s a thought...

...Einhverjir sjálfboðaliðar?
Stay black - Salinto!

21.12.03

...Og ég birti aldrei próf....

...en þetta fannst mér sniðugt...

you are khaki
#F0E68C

Your dominant hues are red and green, so you're definately not afraid to get in and stir things up. You have no time for most people's concerns, you'd rather analyze with your head than be held back by some random "gut feeling".

Your saturation level is lower than average - You don't stress out over things and don't understand people who do. Finishing projects may sometimes be a challenge, but you schedule time as you see fit and the important things all happen in the end, even if not everyone sees your grand master plan.

Your outlook on life is bright. You see good things in situations where others may not be able to, and it frustrates you to see them get down on everything.
the spacefem.com html color quiz


Stay black - Salinto!
...Og ég hef tekið eftir því að undanförnu...

...hvað fólk á jeppum er ógeðslega leiðinlegt við fólk á litlum bílum...fussumsvei...

...ég er á litla yarisnum hennar mömmu og það er bara svínað á mig litla greyið hægri vinstri og þessum jeppaköddlum er bara alveg sama...

...jeppakonurnar eru nú samt verri því þær kunna bara ekkert að keyra...og hvað þá að bakka...litla áldoddlan má nú bara passa sig á betri bílastæðum borgarinnar þegar beðið er eftir ex-jeppastæði...usss...þær einhvern veginn fatta ekki stærðina á bílnum sínum...ætli þær fatti stærðina ekki heldur á köddlunum sínum? Þurfa svo sem ekkert að fatta hana þar sem þær fá ekkert að ríða þar sem þær eru alltaf að klessa bílinn...og þær eru hvort sem er orðnar sjúskaðar eftir að svitna við að bakka...málning lekur niður kinnar og fötin límast við bakið á þeim...ógeð...

...uuuurrrrg....svo er engin fjölbreytti í þessum blessuðu jeppum...allir velja sama litinn...silfurlitaður Land Cruiser, hvítur Land Rover og vínrauður eða blár Musso...how laime is that...kooooma svo...sýna smá tilbreytni...

...segir konan í fjöldaframleiddasta bíl jarðarinnar...

...ég keyri þó allavega vanalega um á Gunnari Citroen...ha ha...
Stay black - Salinto!
...Og núna getið þið byrjað...

...að óska mér til hamingju því ég er komin í jólafrí...óóóójááááá...þarf ekki að mæta í vinnuna aftur fyrr en næsta mánudag...sweeeet...

...orðið langt síðan ég fékk svona feitt jólafrí enda maður vanur því að vinna í búðargeðveikinni í Kringlunni...but not this year...ónei...er hvorki að vinna aðfangadag né gamlárs...that´s never happened...

...eeeen ég ákvað að vinna síðasta dag fyrir frí með stæl og tók að mér að bera út í gærnótt...ójá...nokkuð nett leiðinlegt en veeeel borgað þannig að ég tók mér 6 hverfi sem er slatti mikið þar sem reiknað er með 1 og hálfum tíma á hvert hverfi...Lillan lagði af stað rúmlega 01.00 og var komin heim og upp í rúm kl. 06.40...ekki slæmt það sko...var með fuddlan bíl af blöðum og gleði...slæma reyndar var að ég fæ svo hrottalegt kuldaexem á hendurnar að það blæddi úr hnúunum á mér allan tímann...þannig að maður þurfti að passa sig vel á að suddla ekki á blöðin ehehe...mmmm...jömmí...en ég var með hroll samt í mér í allan dag þó ég hafi verið massa vel klædd í gær...þá var maður samt svona soldið chilly í vinnunni...ójá ójá...mætti í vinnuna kl. 09.00 á slaginu eftir rúmlega 1 tíma svefn...aaaaa...maður er svo duglegur...nú er ég ekkert búin að sofa í næstum því sólarhring og er eiginlega bara orðin of þreytt til að sofa...oooo gaman gaman...

...eeeen gott var að ekki var mikið að gera í vinnunni í dag þannig að maður var bara nettur...ágætistörn á enda og fríið blasir við...og þrælplanað...

...á morgun verða jólakortin keyrð út...hef það til siðs að keyra þau út ef ég á annað borð hef tíma og núna hef ég all the time in the world...svo ætlum við Kertasníkir að finna á mig nærföt...úúú dirty beibí...og svo ætlum við að fara að kaupa jólaölið og svoleiðis...svo verður maður víst að kíkja við niðrí vinnu og ná í jólagjöfina sína og kyssa skvísurnar gleðilegra jóla...

...Þorláksmessa verður svo bara nett...ætla að skreyta jólatréð og pakka inn gjöfunum og hlusta á jólalagadiskinn sem hann Ogmur skrifaði handa mér...

...svo verður aðfangadagur náttlega tekinn í að keyra út jólagjafir með Evunni eins og vanalega...so brace yourself...I´m coooooooming...

...„skínandi haaaallir...úr skýjum ég smíða...ekkert mig stöðvar....ef hún viiiiill mig..."
Stay black - Salinto!

20.12.03

...Og þá er maður mættur til vinnu...

...ójá ójá ójá...þvílík hamingja og gleði...alveg endalaus...eina sem kemur mér í gegnum þessa helgi er sú vissa að eftir vaktina á morgun þá get ég labbað hérna út úr húsi og inn í 7 daga jólafríið mitt...ó je beeeeibí beeeeibí...

...jólin eru að koma og djöfulsins suddalega komst ég í meira jólaskap en allt í gær á tónleikum í Grafarvogskirkju með Dívunum...það var alveg magnað...reyndar fannst mér Védís Hervör ekki alveg passa þarna inní þó hún sé góð söngkona og allt það og voðalega sæt og fín...Guðrún Árný var líka svona smá odd one out en ekki alveg eins mikið...en þær stóðu sig allar með prýði en Margrét Eir og Eyvör Pálsdóttir báru náttúrulega alveg af...váááá...ég bara fékk gæsahúð...

...niðurstaðan er sú að ég fór með miklar væntingar og varð ekki fyrir vonbrigðum heldur fóru þessi tónleikar fram úr mínum björtustu vonum...hefði ég tímt að borga 3.900 krónur fyrir? Humm haaa...já ef ég ætti efni á því...en eins og staðan er í dag...nei því miður...þannig að Sigga Vala fær stórt knús og koss fyrir þennan boðsmiða...
Stay black - Salinto!

19.12.03

...Og annar snillingur dagsins er...

...án efa ég sjálf...ég er reyndar snillingur vikunnar...humm haaa gætu sumir spurt sig...

...jááá...nú í vikunni lét ég stjörnuspána mína um að leiða mig...og já...það hefði ég betur látið ógert...ætla ekkert að fara nánar út í mínar aðgerðir...en ég vil bara segja eitt...ég vona bara að þær beri ekki árangur...

...annars er vikan búin að vera aldeilis kyngimögnuð og ekkert smá skemmileg vægast sagt! Bara allt gott um þessa viku að segja (nema þá örlaga- og stjörnuspátrúna mína...sem er svo sem ekki neitt sérstaklega bundin við þessa viku...)...ég elska fólkið sem ég vinn með því það er frábært....þessi vika er búin að vera róleg og því hefur maður haft tækifæri á að actually mingla við fólkið í kringum sig...og þá barasta kemur í ljós að það rokkar feitast af öllum!

...svo er jólaskapið aaaaalveg að drepa mig!

...„...það er allt breytt vegna þíííín...þú komst með jólin til mín, til mín, til mín...nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér...nú á ég jólin með þééééér...."
Stay black - Salinto!
...Og snillingur dagsins...

...er án efa hún bestasta vinkona mín Sigga Vala V...újeee beibí...snillingur sá er að bjóða mér á tónleika í kvöld með Dívunum...ég geeeeet ekki beðið...hlakka mest til að sjá Ragnheiði Gröndal því hún er um þessar mundir að gera allt vitlaust með lagi við uppáhaldsljóðið mitt til margra ára - „Ást" eftir Sigurð Nordal...úúújeeee...hún tekur það nú örugglega ekki í kvöld en ég hlakka samt massa til...

...„...dagarnir líða...umvafnir töfrum...ef hún viiiiill mig..."
Stay black - Salinto!

18.12.03

...Og hérna kemur smá til hans...

...Steinars litla dúllu í Skýrr...hann er víst eitthvað að bauna spurningum á mig á öldum ljósvakans...

...Steinar minn...eins og ég hef sagt finnst mér 500-kaddlinn alveg dead flottur og grúví og skemmtilegur og allt það og gaman að honum...hoooowever finnst mér hann ekki alveg eiga það skilið að halda áfram þar sem mér finnst hann aldrei sýna einhverja brjálaða söngtakta...low pointið hans definately útgáfa hans á lagi Ný Danskrar hér fyrir 2 vikum...enda lagið svo sem ekki upp á marga fiska. Mér finnst að hann ætti að fara að velja sér lög sem hann getur neglt og tekið í rassinn því hann er með alveg þrusurödd...

...Steinar...ég held með henni Önnu Katrínu frá Akureyri...mér finnst hún skemmtileg...með frábæra rödd og brosið á henni lýsir upp allan heiminn...það eru nú ekki margir sem eru þeim eiginleika gæddir. Ég vil sjá hana sem sigurvegara í þessari keppni...

...eeen fyrst við erum að tala um idol þá finnst mér þetta eitthvað svo bjánalegt...það er verið að reyna að gera stjörnur úr fólki sem er ekkert merkilegra en ég og þú og ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að halda annarri svona keppni úti hér á litla Íslandinu góða...

...en Steinar þú ert sniðugur strákur og ég held að við ættum að bara að fara að halda Idol-partí saman...hafðu það gott og takk fyrir mig ;)
Stay black - Salinto!
...Og í gær fór ég á...

...fjölmiðlarennsli á jólaleikriti Borgarleikhússins...Sporvagninum Girnd...ó já ó já...

...verð ég að mæla með þessu leikriti þar sem öll uppsetningin er gjörsamlega klikkuð...

...fyrsta sem maður rekur augun í er maður kemur inn á Litla Sviðið er hinn undursamlega sviðsmynd sem á sér ekkert líkt...ekkert smá flott...svona skipulögð kaos...svo er náttúrulega leikritið eftir Tennessee Williams svo klikkað að þetta getur varla klikkað en Stefán Jónsson fer alveg á kostum í leikstjórn á þessu tilfinningaþrungna verki...

...ég fékk bara sting í hjartað oftar en einu sinni á meðan á sýningunni stóð og lá við að ég missti mig úr spenning á tímum...

...ég var alveg grútsyfjuð en samt liðu þessir 2 tímar eins og 10 mínútur, svo vel heppnað var uppsetningin...

...ætla pottþétt á þetta aftur þar sem myndast ekki mikil stemming á þessu rennsli því það voru bara nokkrir ljósmyndarar, gagnrýnendur og svo við 5 í leiklist og Hlín Agnars að horfa...

...mæli með þessu krakkar...gerið eitthvað sniðugt um jólin...farið í leikhús svona þegar þið eruð búin að troða í ykkur öllum Machintosh molunum í skálinni - meira að segja þessum vondu með jarðaberja - og appelsínukreminu inní...
Stay black - Salinto!

16.12.03

...Og núna eru víst 2 bloggarar...

...úr vinnunni búnað finna mig...andskotinn...I thought this day would never come...það eru bloggarar ALLS STAÐAR for crying out loud...

...eeeen jæja...bætti samt linkum við á þá elskurnar litlu...lifi próförk...lifi umbrot...

...Lifi Lillan...
Stay black - Salinto
...Og nú er verið að reyna að mana mig upp í...

...að bjóða strák út á deit...ooo...ég þoli ekki þegar ég er mönuð upp í eitthvað...því ég læt aldrei skora á mig án þess að ég gangist við því...Sigga Vala V ætti nú að vita það best...

...en málið er bara að ég held að ég sé orðin afhuga karlmönnum...svona án gríns...það eru nokkrir svona vænlegir piltar sem eru bráðmyndarlegir...en það er samt enginn sem fangar mig alveg 100%...sem þarf náttúrulega að vera ef maður ætlar að leggja allt í sölurnar og actually setja hjarta sitt á skerbrettið og leyfa einhverjum að hafa sjéns á að skera það í tætlur og sprengja allar slag- og bláæðar...

...ég skil þetta barasta ekki...ég er farin að halda að ég sé búin að vera single aaaaalltof lengi...mér finnst þetta samt ágætt...fínt að langa ekki í mann...þá verður maður ekki einmana...þannig að ég er kannski bara í góðum málum...

...fólk ætti þá ekkert að vera að skora á mig þegar ég er í svona góðum fílíng...
Stay black - Salinto!

15.12.03

...Og mér finnst alveg sick gaman...

...hvað maður getur ekki talað við bestu vini sína lengi og svo hitt þá og allt smellur...þó maður verði samt aðeins að catcha upp...þá einhvern veginn er allt í lagi að tala ekki oft við þá...

...eyddi seinni parti dagsins með honum Nurse Óla sem var nokkuð gaman...kíktum í Kringluna og hann keypti gjöf handa sinni heittelskuðu...svo brunuðum við á Eldsmiðjuna og borðuðum svoooooo góða pizzu...og síðan lá leiðin í Vesturbæinn í besta ís í bænum sem við tókum heim og hámuðum í okkur (mennsk hakkavél - syndrome again and again) yfir Banzai og Survivor...

...nokkuð sátt við Survivor úrslitin...who would have thought...crazy Puerto Rican mother bara vann...alger snilld...ég hélt líka með henni eftir að Batik maðurinn var kosinn út...

...þéttur dagur...gaman þegar vikan byrjar vel...vonandi endar hún líka vel...
Stay black - Salinto!
...Og hvað er að gerast...

...í heiminum í dag...47 heimsóknir og klukkan bara 14.30....

...vááááá...ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég væri skemmtileg eitthvað...

...eeeen það er dautt í vinnunni...sem er mjööööög óvenjulegt...yfirleitt sest maður niður og headsettið er gróið við mann í 8 tíma en í dag er búið að vera óvenju rólegt...eiginlega bara hræðilega rólegt...sem þýðir það að tíminn líður hææægt...á gervihnattaöld...maður meira segja bloggandi í vinnunni og alles...það gerist nú ekki á hverjum degi...er samt með samviskubit dauðans...sveik strákana í squash í gær og þá kom á daginn að hann Atli greyið var eini sem mætti og borgaði sig inn og engin Lilja...buhuhu...búin að fá illt augnaráð í allan dag frá honum þannig að ég held ég verði að fara í Kringluna eftir vinnu og kaupa eitthvað fallegt handa honum...

...annars er ég búin eftir 1 hora....újeee beibí...party time...

...„Fegurstu rósir af runnum þess liðna...færi ég henni....ef ég nenni..."
Stay black - Salinto!

14.12.03

...Og ég gleymdi alveg að minnast á...

...breytt útlit Lillunnar...

...ó je ó je...fór í klippingu skelþreytt (svona í staðinn fyrir skelþunn - mér finnst svo gaman að skeyta skel fyrir framan orð...gerir þau svo lifandi eitthvað....magical...) á laugardagsmorguninn og breytti um stíl heldur betur...ójá ójá...

...ákvað að leyfa hárgreiðslukonunni minni að ráða því hún er snillingur og hún klippti á mig topp, dekkti hárið allsvakalega og endaði svo á því að slétta á mér hárið...og váááá...mig langar alltaf að hafa hárið slétt...it´s wunderbar! Deeeem...það er svoooo flott...og mjúkt og æðislegt...og toppurinn er alveg að gera sig...maður er bara gella sko...sem er soldið gaman sveimérþá...eeeen sælan verður víst úti á morgun eftir Veggsport þegar ég bleyti á mér hárið...þá koma liðirnir í ljós...sem eru samt alveg flottir líka...

...hver pant gefa mér keramik sléttujárn í jólagjöf?
Stay black - Salinto!
...Og maður var hálfneyddur í dag...

...fram úr heita rúminu sínu uppí Heiðmörk...í nístingskulda...í leit að jólasveinum...þurfti meira að segja að cancela squash-tímanum mínum við Atla og Magga...sem mér fannst nú frekar miður þar sem er alltaf gaman að spila við þá félaga...

...eeeen allavega...þá fór ég með múttu og fatta í jólasveinaleit hjá þeim skýrrörum...ég var plötuð undir þeim forsendum að krökkum systur minnar fyndist ég svo æðisleg og meiriháttar og því væri ég ómissandi í fagnaðinn...og ég er ekki frá því að það hafi verið rétt hjá þeim...

...ég er ekki frá því að ég hafi samt fengið vægt frostbit á tásurnar mínar...ég allavega fann ekkert fyrir þeim allan tímann sem ég stóð í Heiðmörkinni að reyna að þagga niður í litla, sæta voffanum mínum sem var ekki alveg nógu sáttur við margmennið...enda vanur því að eiga heiminn allan þegar litlir krakkar eru annars vegar..nú bara stálu jólasveinarnir sviðsljósinu...myndi kalla þá öllum illum nöfnum en það vill maður nú ekki gera rétt fyrir jól...

...eftir skemmtunina var svo brunað í bæinn...hefði nú verið sniðugt að fríska sig upp og labba í Yrsufellið...en ég lét það vera þar sem dofinn í tásunum var búnað breytast í djöfullegan sting...

...ég klæddi mig svo upp þegar heim var komið...hitaði mig aðeins undir sæng og skrapp svo til litla sæta Ormsins míns sem skrifaði fyrir mig diska þessi elska...langt síðan ég hef farið í heimsókn til hans samt þar sem maður kemst varla inn í herbergið hans fyrir drasli...urrr...ég er búnað bjóðast til að hjálpa honum einhvern daginn að taka til því ég er svo meiriháttar...vonandi þiggur hann það boð...annars fer það sem er að vaxa undir rúminu hans að taka yfir herbergið...

...eeen hann Ormur skrifaði fyrir mig nýja Outkast diskinn...úúújeeee beibí...alright, alright, alright, alright...þeir verða náttlega meira cool með hverju árinu...svo húmoraði hann mig aðeins og skrifaði fyrir mig svona mixed CD með svona jóla-popplögum...that´s right...ég er með svona secret fettish fyrir jóla-popplögum...I luuuuuv it...þá sérstaklega Nú á ég jólin með þér og besta af öllu: Ef ég nenni með Helga Björs....ooooo...jáááá...

...eftir skrif mikil fór ég svo yfir til Earlie systu í ammæli til hans Palla og þar át ég eins og fyrir 3 manneskjur...ég var bara eins og mennsk hakkavél sveimérþá...og svo var maður bara nettur töffari eins og alltaf...þakkaði fyrir sig, kvaddi boðið og fór inní herbergi að leggja sig...og steinrotaðist og svaf af mér ammælið..sem var nú frekar leiðinlegt þar sem litlu snillingarnir hans Palla eru nú þekktir fyrir góða og sniðuga brandara...

...svo er maður kominn heim í heiðarbólið...ojájá...stefnan er tekin á sængina í kvöld...újeeee...reyndar ætlaði ég að skrifa á jólakort en get það ekki þar sem ég er enn að bíða eftir að fá heimilisföngin send á tölvupósti....sumt fólk virðist ekki skoða póstinn sinn nema svona 1-2 á ári þannig að ætli ég sendi ekki jólakortin út bara milli jóla og nýárs...sem er synd því þau eru svo flott...homemade og allt saman...

...annars hlakka ég til að takast á við vikuna...hún lofar góðu...

...„Gimsteina og perlur...gullsveif um enni...sendi ég heeeeenni...ástinni minni..."
Stay black - Salinto!

13.12.03

...Og tjékkið á...

...þessu eeeef þið viljið halda Lillunni í lífi ykkar...
Stay black - Salinto!

...Ooooog nú er öðru staffadjammi mínu...

...hjá Fréttablaðinu og DV lokið...hallelúja eins og kóngurinn sagði og beygði sig svo niður...

...ég veit ekki hvort það var út af því að ég var edrú eða illa til höfð, með úfið hár eða einfaldlega út af því að ég er nýbúin að vera veik en ég var ekki eins og ég átti mér að vera...

...það var samt alveg gaman sko...gaman í chillinu þó að mæting hafi verið frekar dræm og bjórdrykkja ekki alveg nógu sveitt...

...lét strákana í umbroti, prófarkalestri og innlendri tónlistargagnrýni plata mig niðrí bæ...held þeir hafi bara viljað mig með því ég var keyrandi ehehe...en mér er svo sem sama...maður á alltaf að nota allt til að kaupa sér vinsældir eins og mamma mín sagði...en þeir voru hress strákarnir og ég komst meira að segja að því að einn þeirra stalkar mig á alheimsvefnum...ekki slæmt það...I´m the queen of the world...

...ég allavega fíla þessi strákadjömm...því þau minna mig svo á góða tíma með strákunum...Nurse Óla...Fancy Smancy...Össa Trukki og Gumma Gringo...aaa...those were the days...nú eru bara allir komnir á fast (nema kannski Össi því hann er trukkur) og Lillan situr ein eftir með sárt ennið...hvert hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað segi ég strákar hátt og skýrt! Gleymið ekki Lillunni sem býr í brjósti ykkar allra!
Stay black - Salinto!
...Og ég var uppi í Exo...

...áðan að kaupa jólagjöf handa henni systur minni (já já...þetta er í lagi...hún veit alveg nákvæmlega hvað hún fær...)...og ég bara meikaði ekki að vera þarna inni...allt svo ógeðslega flott...reyndar meikaði ég ekki að vera þarna inni líka út af klígjulegu sölumönnunum sem eru með svona Upper Class British hlátur og láta á sig meiri rakspíra en Frikki Weis....úúúú nei...en allavega...það er aaaaallt flott þarna inni...og þetta kostar líka allt milljón og eina krónu...buhuhu...gerði mér bara grein fyrir hvað mig langar mikið í íbúð...buuu...

...eeen þá fór ég að hugsa um það sem mig langar mest í í lífinu og sem ég er currently að safna fyrir og ákvað að mitt hlutskipti væri ekkert svo slæmt þó ég gæti ekki keypt mér íbúð og húsgögn í Exo...

...þannig að á endanum var ég ekkert voðalega döpur, settist upp í litla Yarisinn hennar múttu og skundaði heim á leið að hnýta bindishnút á nýju jólabindin mín...

...„Ef ég get slegið...einhvern...þá fær...ástin mín...gjöf...frá...méééér...úúúúúú..."
Stay black - Salinto!

11.12.03

...Og það er magnað hvað fólk hatar...

...í lífinu...sumir hata bara allt í lífinu...sumir hata það að þurfa að ganga menntaveginn...sumir hata það að vera í vinnu og sumir hata það fólk sem það lendir með alls staðar...

...ég aftur á mót hata það að taka ákvarðanir...urrrrg...ég stend frammi fyrir ákvarðanatöku sem mig langar ekki að gera...sérstaklega þegar báðir kostirnir eru rosa góðir og heillandi og freistandi og jömmí....mig langar bara að hafa allt rosa einfalt...enga ábyrgð eða solleis rugl...bara einfalt og gott...buuut nooooo...Guð vaknaði í morgun og hugsaði með sér "Hey...Lilja hefur það alltof fínt og auðvelt eitthvað...best að krydda þetta aðeins...mouhahahah"...urrrg...svo veit ég að ég á ekkert með það að kvarta því ég hef það svo gott...eeeen mig langar ekki að hlutirnir breytist...urrrg...

...skilur einhver eitthvað í mér? Hélt ekki...
Stay black - Salinto!
...Og annað kvöld er partí...

...hjá Fréttablaðinu og DV á Kringlukránni..vibbí...auðvitað mætir maður þó ég sé að vinna til 19...mæti bara seint...svona fashionably late eins og maður segir...ég ætla nú samt að vera edrú á bíl þar sem ekkert ókeypis áfengi er í boði og ég á ekki pening til að fara á svona bar-fyddlerí...svo bara er ég ekkert voða spennt fyrir svona staffafyddleríi...endar það ekki bara alltaf með vandræðagangi eftir helgi...þó maður segi ekki einu sinni neitt sem maður átti ekki að segja þá verður fólk samt eitthvað kindarlegt við hvort annað...me not fatt...ég samt hlakka alveg slatta til sko...aðeins að chilla eftir mjööööög bissí tíma með yndislega fólkinu sem vinnur þarna...
Stay black - Salinto!
...Og jahérna...

...nú skil ég loksins fullkomlega hvað kaddlar eru alltaf að tala um...hvað konur eru skrýtnar...jáááá...þær eru skrýtnar...

...vilja eitt en svo þegar þær fá það þá viljar þær eitthvað allt annað...meeen ó meeen...er að upplifa þetta svona nett núna...eiga sjéns í eitthvað sem ég hélt mig langaði í en svo þegar á hólminn er komið þá gerir maður sér grein fyrir að manni langaði bara ekkert í það og verður hræddur...urrr...en samt...er það típísk kona? Er það ekki frekar típískur kaddl?

...erum við að tala um kynskiptiaðgerð?
Stay black - Salinto!

10.12.03

...Og mér leið sko eins og drottningu...

...á djamminu um helgina...þó ég hafi drukkið alltof alltof mikið þá náði ég að halda ró minni og vera classy (sem gerist nú ekki oft)...og plús það að allir sem ég hitti voru karlkyns...og at one point var ég umkringd karlmönnum...oooo hvar er kórónan mín ?
Stay black - Salinto!
...Og ég þoooooli ekki...

...klisjur...og ég þoli ekki fólk sem notar klisjur...og ég þoli sérstaklega ekki fólk sem notar klisjur til að láta manni líða betur með eitthvað eða reyna sannfæra sjálft sig um að það sem það hafi gert hafi verið allt í lagi...urrrrg....
Stay black- Salinto!
...Og það er nú margt búið að gerast...

...síðan ég skrifaði hér síðast...enda geri ég það voða sjaldan þessa dagana...maður er bara svo voðalega bissí...sem er fínt...get svo sem alveg lifað án þess að blogga en ég vil bara ekki að lesendur mínir verði fyrir vonbrigðum, leggist í þunglyndi og gráti hástöfum þannig að ég þurfi að kaupa handa þeim kakóbolla og vöfflu ehehe...

...ég er allavega búin á leiklistarnámskeiðinu mínu...vorum með smá sýningu síðasta laugardag og það gekk rosa vel og fékk ég góða gagnrýni þannig að ég held að það sé engin spurning um að halda áfram...kom meira að segja bandarískur leikari að horfa á okkur sem hefur leikið í West Wing og eitthvað í þá áttina...soldið cool...

...síðan er búið að koma viðtal við mig í DV út af undirskriftaherferðinni minni og Írisar sem gengur bara roknavel...fengu andsvar frá Svarthöfða í DV sem maður tekur nú bara létt því öll publicity er víst góð publicity ;)

...svo eru síðustu 2 dagar búnir að vera soldið full of surprises en ég vil helst ekki segja meira um það fyrr en það er allt komið á hreint...vil ekki jinxa neitt...eeeen lífið gæti farið að taka smá snúning...í jákvæða átt að ég held...

...annars er ég veik heima í dag...sem er ekkert voðalega gaman...ég kann ekki almennilega að liggja og gera ekkert þannig að ég er svona langt komin með snemmbúna jólahreingerningu...over and out..
Stay black - Salinto!

5.12.03

...Og er ekki nokkuð ljóst...

...að maður er samkynhneigður þegar
- hann gengur í hörbuxum
- gengur í peysu með V-hálsmáli
- hatar íþróttir ?
Stay black - Salinto!

30.11.03

...Og timi fyrir lag...

Last Dance

I'm so glad you came
I'm so glad you remembered
To see how we're ending
Our last dance together
Expectant
Too puctual
But prettier than ever
I really believe that this time it's forever

But older than me now
More constant
More real
And the fur and the mouth and the innocence
Turned to hair and contentment
That hangs in abasement
A woman now standing where once
There was only a girl

I'm so glad you came
I'm so glad you remembered
The walking through walls in the heart of December
The blindness of happiness
Of falling down laughing
And I really believed that this time was forever

But Christmas falls late now
Flatter and colder
And never as bright as when we used to fall
All this in an instant
Before I can kiss you
A woman now standing where once
There was only a girl

I'm so glad you came
I'm so glad you remembered
To see how we're ending
Our last dance together
Reluctantly
Cautiously
But prettier than ever
I really believe that this time it's forever

But Christmas falls late now
Flatter and colder
And never as bright as when we used to fall
And even if we drink
I don't think we would kiss in the way that we did
When the woman
Was only a girl

Stay black - Salinto!

28.11.03

...Og eitt í viðbót...

...1001 nóttin hafi nóg að gera á mánudaginn...

...ég vil bara monta mig aðeins...

...fyrr á þessu ári vann ég í tveim vinnum og átti því ávallt þónokkurn pening um mánaðarmót en drakk þá alla frá mér og var blönk um 20. hvers mánaðar og þá var gripið í kreditkortið góða...

...nú vinn ég eina láglaunaða vinnu...borga 2/3 af þeim í skuldir um mánaðarmót sem skilur mig eftir með ekki svo mikið á milli handanna...en nú...þegar aðeins 2 dagar eru í mánaðarmót þá á ég enn pening inn á debbanum mínum...sem dugir ekki fyrir einum, ekki fyrir tveimur heldur næstum þremur bjórum...

...geri aðrir betur...

...maður þarf nú að vera sparsamur...efast um að ég fái desemberuppbót frá Skýrr þar sem ég hef örugglega drukkið hana alla frá mér...eða einhverjir aðrir á mínu nafni...
Stay black - Salinto!
...Og ég er búin að finna draumaprinsinn minn...

...og jájá...það hlaut að koma að því...ég hef fundið hann...ekki bara búin að púsla honum saman í einhverju tölvuforriti á netinu heldur hef ég fundið hann...hann er til...og hann er lifandi..og það sem skiptir mestu máli...hann er á lausu!

...en þar sem ég er alger kjáni í samskiptum mínum við hitt kynið þá legg ég ekki hjarta mitt í sölurnar og ætla frekar að einbeita mér að frama mínum...ha ha ha ha...frama smama...neinei...ég er bara búnað horfa alltof mikið á Opruh held ég...ég ætla að play it cool og ef hann uppgötvar ekki hvað ég er sæt, meiriháttar, frábær, kynþokkafull, fyndin, brosmild, gáfuð, getnaðarleg, falleg og mikill húmoristi þá má hann bara eiga sig eins og allir aðrir kaddlar...og hana nú!
Stay black - Salinto!
...Og í kvöld...

...er maður víst að fara út á lífið...en nota bene : EDRÚ...og enn fremur nota bene : Á BÍL!

...mig langar nú samt í nokkra kalda en ég vil helst ekki vera að mæta þunn í leiklistartíma 3. tímann í röð...maður þarf nú að vera sætur fyrir strákana sko...er eina stelpan með 2 strákum...og þarf væntanlega að kyssa annan þeirra...úúú...klám...gaman gaman...er alveg búnað læra línurnar mínar að ég held þannig að það er bara gleði...

...en í kvöld er stefnan tekin á staffadjamma með 1001 nóttinni...svo ball á Gauknum með sálinni þar sem við ætlum að mæla okkur mót við LL Cool J...sem verður væntanlega í rífandi sveiflu eftir Idol-keppni þeirra skýrrara....

...annars ætla ég að enda þetta föstudagsromsublogg á spakmælum vikunnar...sumir hard core aðdáendur muna kannski eftir að maður var alltaf með flöskudagsmynd hérna áður fyrr...eeeen nú er ég hætt að vera alki og því byrja ég helgina með spakmæli...og í dag varð þetta fyrir valinu:

...Aldrei að treysta manni sem á hund með flösu...
Stay black - Salinto!
...Og ég barasta gleymdi...

...að skrifa skýrslu og segja frá tónleikunum sem ég fór á um daginn...

...þið verðið að afsaka en ég ber fyrir mig þessari klassísku afsökunarsetningu..."ég hef bara svo mikið að gera..."

...en já...tónleikarnir með Heru voru snilld...reyndar fannst mér nú mesta snilldin við þessa tónleika ekki Hera sjálf heldur upphitunarsveitin Súkkat og meðspilarar Heru, þeir Megas og KK...það fer bara um mig sæluhrollur þegar ég hlusta á KK spila...úúúú...hann hefur þennan grófa kynþokka sem ég leita að...*sleeeev*...

...eeeennníveis...tónleikarnir voru yndislegir enda er varla hægt að finnast annað um Heru þar sem hún er svo barnalega, saklaus og sæt...ojájá..músí músí...

...eeen það sem spillti soldið stemmingunni voru sjóararnir þarna á hægri kantinum í salinn...með brennivín í vatn í annarri og grásleppu og harðfisk í hinni...usss...þvílíkur lýður...og ekki batnaði það þegar hún Hera blessuninn ákvað að taka vel valin lög með Bubba...þá ræsktu sjóararnir sig...skyrptu harðfiskinum út...brutu glasið á enninu á sér og byrjuðu hástöfum..."OG ÉG GEEEET EKKI...OG ÉG GEEEEEEEEEEEEETTTT EEEKKI...." *brennivínsdauði* *læti* og *almenn óhamingja viðstaddra*...en hún Hera lét þetta ekki á sig fá og á endanum var lýðurinn farinn að róast...fyrir utan þegar blessunin var klöppuð upp og kom aftur upp á svið þá heyrðist í einum vakna til lífsins og stynja með loðnuna í augunum: "Hún er algjööört gúddl þessi delpppa!" *haus oní klósett* *æl*

...allt í allt góðir tónleikar og vonandi fer maður að sjá meira af snillingunum í Súkkat sem einmitt tóku lag sem samið er um okkur Siggu Völu V at hotmail punktur com..."Sódavatnssystur"....tælingaraðferð nútímans...
Stay black - Salinto!
...Og jiiii...

...hvað ég vorkenni krökkunum hans Jóa Fel ef öll barnaammælin þeirra eru svona stirð, leikin og leiðinleg...jiddúddamía...

...gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Eldsnöggt með Jóa Fel hérna síðastliðið miðvikudagskvöld en ég gafst upp...sveimérþá...missti bara alla trú á þessum annars gullfallega manni...ojjjjbarasta..."Jæja krakkar...hérna koma pulsur og túnfisksamlokur"...er hægt að vera samkynhneigðari?! Tja ég held barasta ekki...minnti mig nú bara á barnaammæli hjá Jackó Wacko þar sem allir krakkarnir sátu grafkyrrir af ótta við að fá eitthvað beinstíft og lítið utan í sína óæðri parta...

...ég lét nú einu sinni hafa það eftir mér að mér findist Jói Fel það getnó að mig langaði að sleikja bringuna mína...Já Nei....baaaa...curse the day I said that...eftir að hafa séð manninn opna munninn og actually tala þá hef ég misst kynhvöt mína að eilílfu...

...amen...
Stay black - Salinto!

26.11.03

...Og dagurinn í gær...

...var án efa sá besti í mínu lífi...

...í gær fékk ég góða hugmynd...

...í gær talaði ég við besta vin minn...

...í gær var mér sagt að ég væri með fallegan líkama...

...í gær fannst mér í fyrsta skipti gaman að Ísland í bítið...

...í gær fékk ég mér smákökur...

...í gær kom Leoncie í heimsókn...
Stay black - Salinto!

23.11.03

...Og djöfull var...

...Idol þátturinn á föstudaginn misheppnaður!! Ó guð minn góður...ég var svo sem alveg sátt við úrslitin því gaurinn er foxí en djöfull fannst mér haddló að bara endursýna allt dæmið og ekkert leyfa þeim að spreyta sig aftur! Jiddúddamía...svona álíka spennó eins og að reykja hass eða horfa á málningu þorna...

...ég vildi samt Tinu Turner gelluna inn...finnst hún alger snillingur...og ekki spillar nafnið..."all maruud"...

...eeeen það er alveg magnað hvað ég valdi vitlausa tímasetningu til að læra söng...allir eru húmoristar og eru með sama brandarann..."á að fara í idol á næsta ári?!" ha ha ha...ooooo.... svo fyndið...svona álíka jafnfyndið og þegar fólk var endalaust að kommenta á vatnsdrykkjuna mína hérna um árið...ha ha ha ha...sorry the laughing choked me...
Stay black - Salinto!
...Og það hringdi nú barasta...

...blaðamaður í mig áðan...habba habba hei! Spennó....
Stay black - Salinto!

22.11.03

...Og þá er fyrsta...

...staffadjamminu á Fréttablaðinu - DV lokið...og það var líka svona sérdælis prýðilegt...

...mjöööög ólíkt þeim staffadjömmum sem ég hef vanist og ég er ekki frá því að þetta hafi verið það skemmtilegasta...

...alveg laust við svitalyktakaddla sem gætu verið pabbar mínar sem reyna við mann allt kvöldið og reyna að stinga tungunni oní kok á manni...

...fullt af vín...

...missniðugar samræður...

...og verð ég að segja að ég var afskaplega fyndin og reitti af mér brandara miðað við bjórafjölda...reyndar fór aðeins að síga undir hjá mér þegar maður reyndi fyrir sér í mismælisbröndurum sem algerlega floppuðu og þá lét ég gott heita...
Stay black - Salinto!

20.11.03

...Og ég er að fara á tónleika...

...í kvöld og ég get ekki beðið...

...langt síðan ég hef farið á almennilega tónleika...ekkert síðan á Airwaves sveimérþá! Jiddúdda mía...maður bara veit ekkert hvernig maður á að haga sér...

...en ég er sem sagt að fara með minni yndisfögru systur og ektamanninum hennar á útgáfutónleikana hennar Heru...sem að heillar mig kannski ekki mest af öllu...mér finnst hún alveg frábær og yndisleg...eeeeeen...raunverulega heillar mig upphitunarhljómsveitin og hinir listamennirnir sem troða upp...hini kyngimagnaða hljómsveit Súkkat hitar nebblega upp og svo troða Megas og KK líka þarna upp...þvílík endemissnilld og ég get ekki beðið!

...ég er kúkurinn í lauginni...og ég fæ aldrei bréf...

...litlir sætir strákar...

...beeeeein leeeeeið...gata liggur greið!
Stay black - Salinto!
...Og ég vaknaði upp í morgun...

...og fékk sting í hjartað, fiðring í magann og tár í augun...


...það er ömurlegast af öllu...
Stay black - Salinto!

16.11.03

...Ooooog...

...núna er maður fluttur upp í Skaftahlíð...eða Skaftaklíð eins og stendur framan á Fréttablaðinu í dag...gaman gaman að því...

...ég er alltaf svo heppin með borð ef ég er að flytja svona...ég er ekkert smá ánægð með borðið mitt sko...úje beibí...sit við hliðina á Írisi og svona sem ég sat við hliðina á Suðurgötu þannig að ég er bara sátt...með stórt skribborð og sonna...weeee...

...en sveimérþá held ég að ég sé ennþá þunn...mammamía...rotaðist eldsnemma í gærkvöldi og get ekki beðið eftir að eiga 2 næstu daga í fríi...úúú mama ;)
Stay black - Salinto!

15.11.03

...Ooooog enn einn gaurinn...

...hefur bæst í "strákarnir sem Lilja er skotin í"-hópinn í dag...

...úúúfff þetta er að verða erfitt...en gott samt að þetta eru allt nýir strákar...reyndar datt einn út sko í síðustu viku vegna hjúskaparstöðu þannig að þessi nýi kemur þá bara í staðinn...

...maður verður kannski að fara að gera eitthvað í þessum málum í staðinn fyrir að vera alltaf að skrifa um þau...
Stay black - Salinto!
...Og oj bara...

...hvað ég var fuddl í gær...

...það er fín lína á milli þess að vera dannaður og að vera meðaumkunarverður...

...í gær drakk ég fullt af bjór...

...í gær spjallaði ég full við litla krakka...

...í gær fór ég í ammæli...

...í gær kom ég heim snemma og fór að horfa á sjónvarp...

...í gær keypti ég mér inneign í símann...

...í gær fór ég yfir þessa línu...

...í dag er nýr dagur og enginn tími fyrir fyddleríismóral...
Stay black - Salinto!

12.11.03

...Og djöfull finnst mér...

...nýjasta bloggið hans Guðjóns æðislegt...oooo mig langar að knúsa hann þegar ég les það!
Stay black - Salinto!
...Og núna er ég orðin skotin í...

...ekki einum, ekki tveimur...heldur þrem strákum...ooooo það er eitthvað mikið að...

...hehehe...neeeei...þetta er ekkert alvarlegt...bara skot...og því verður haldið þannig...

...gaman að vera með fiðring í maganum...
Stay black - Salinto!
...Og mér finnst frekar...

...fúlt að við séum að flytja...ég er orðin geggja heimakær niðrí bæ...

...jafnframt er rosa gaman að taka þátt í þessu ævintýri sem definately er skráð á spjöld fjölmiðlasögu Íslands...

...oooo maður er nú bara klökkur sveimérþá...

...eeen núna get ég aldrei kommentað á neinn á Fréttablaðinu/DV því nú er lítil, sæt krúttelína byrjuð að lesa síðuna mína...við getum þá jafnvel kommentað á einhvern í sameiningu...heheh...hver veit...annars er það ekkert gaman og solleis djók fer nú bara út í rugl...

...eeeen já...flutningar á föstudag...

...snöööökt...

...Mikki og Illugi...við elskum ykkur allar!

...Lifi byltingin! Lifi Fréttablaðið - DV!
Stay black - Salinto!
...Og sveimérþá...

...á steingleymdi ég alveg að fagna lesendabréfinu mínu hérna sem birtist í Fréttablaðinu mínu ástsæla síðasta föstudag...ooooo

...þið sem eigið ekki blaðið en viljið samt gleðjast með mér, klippa það út, líma það uppá ísskáp, plasta það, ramma það og hengja það upp á vegg getið komið til mín á Suðurgötu 10 (Skaftahlíð eftir næstkomandi föstudaginn) og náð í eitt eintak af þessu undursamlega föstudagsblaði...nú eða nálgast það á veraldarvefnum með því að smella hér og hlaða inn blaðinu...en eingöngu ef þið búið svo vel að vera með Acrobat Reader...

...Lifi byltingin! Lifi andstaða við stjórnvöld í þessu dapurlega þjóðfélagi!
Stay black - Salinto!
...Og það er alveg magnað...

...að DV auglýsingin sem ég lék í um daginn verður líklegast ekkert sjónvarpað...

...æji það var svo sem við því að búast...maður er hreinlega of kynþokkafullur og frábær fyrir sjónvarp...maður verður víst bara að bíta í það súra epli...
Stay black - Salinto!

11.11.03

...Og ég var í leiklist á laugardaginn...

...sem er svo sem ekki frá sögu færandi...mér gekk vel og allt það sem er alltaf plús...eeen gellan fór að tala um að fylgjast með fólki og að það væri mjög mikilvægt að gera ef manni langaði að verða góður leikari...

...allavega...þá fór hún að tala um messur hjá Krossinum og Hvítasunnusöfnuðinum til dæmis...og ég er ekki frá því að ég skelli mér þangað...örugglega ein þar sem ég efast um að neinn vilji koma með mér...en endilega ef þið hafið áhuga þá hafið þið bara samband ;)

...eeen það er soldið magnað að vera á svona námskeiði...þá svona með svona mikilli alvöru í...því við erum jú meirihlutinn þarna því okkur langar að læra leiklist...og þó ég sé alveg harðákveðin í því að þetta sé það sem mig langi til að læra þá er samt soldið erfitt í sumum tímunum þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað það er mikið sem maður hefur aldrei lært og er ekkert voðalega góður í...þá verður maður soldið down og svona...og byrjar að efast um að maður geti þetta...og hugsa svo sem að maður geti alveg eins bara farið að vinna á kassa í Bónus..það er svo sem ekkert verra en hvað annað...

...eeeen svo birtir til...og fuglarnir fara að syngja...ég labba niðrá strönd (og með strönd meina ég Nauthólsvík...ok ok ...strönd slash fjara)...heyri börnin hlæja og veit að ég á eftir að fljúga hátt...hátt hátt uppí skýin þar sem enginn getur angrað mig...og ég og Jói Fel sitjum á hamingjuskýi og rennum saman út í elífðina...

...nákvæmlega svona ömurlegur húmor sem bjargar manni frá því að verða geðveikur í þessum efaköstum...man nokkur hvað ég byrjaði að tala um? Hélt ekki...
Stay black - Salinto!

9.11.03

...Og maður er búnað halda sér þurrum...

...alla helvítis helgina...ég skil ekki hvað er í gangi...ég komst ekki einu sinni niðrí bæ...stoppaði bara þegar ég var komin niðrí Mjódd og skellti mér í bíó...en don´t get me wrong...það var voða gaman...ég fór sko ekki ein...það hefði nú bara verið sad...reyndar var þetta soldið sad þar sem mér finnst gaman að drekka og djamma og mjög leiðinlegt í bíó...en samt eyði ég laugardagskvöldi í bíó...hmmm...er maður eitthvað að eldast? Eða kannski bara að vitkast? Hvað finnst ykkur? Sjálfri finnst mér þetta soldið pathetic...eeeeen maður getur víst ekkert verið að breyta þessu...what´s done is done...

...eeeen held ég hverfi aftur á vit heim mini-celebanna með ljóskastara í augunum og myndavélina svo langt upp í rassgatinu að hún sér sætu hálskirtlana mína..æj já...erfitt að vera svona fallegur og ómótstæðilegur...fólk bara hringjandi í mann alla daga og biðja mann um að koma hingað og þangað og leika í auglýsingum...æj já...líf fallega fólksins er bara soldið erfiðara en ljóta fólksins...
Stay black - Salinto!
...Og rétt í þessu...

...sit ég uppí DV húsi og er verið að fara að mynda mann í sjónvarpsauglýsingu fyrir nýtt og endurbætt DV...úje...verður lífið eitthvað meira sweet?!
Stay black - Salinto!

5.11.03

...Og getur einhver sagt mér...

...af hverju mér finnst Jói Fel það getnaðarlegur að ég froðufelli og svitna alltaf þegar ég sé hann og langar helst að rífa hann úr fötunum og sleikja á honum brjóstkassann...

...what is wrong with me?!
Stay black - Salinto!

3.11.03

...Og nú er ég alveg búnað komast að því...

...að sunnudagsstrætóinn er sko rónastrætóinn...meeen ó meeen...bara svona miðaldra fyddleríiskaddlar í svona köflóttum flauelisjökkum með leðurbótum á olnbogunum, með poka í hendinni sem gæti verið allar veraldareigur þeirra og lykta svoleiðis af brennivíni og taumlausri gleði...greinilega mikil partí alltaf um helgar...

...sunnudagsstrætóinn uppí Fell hlýtur þó að vera laaaangverstur því þar er náttlega Ghettóið...

...það er þá kannski ekkert mikið mál ef ég fer í meðferð...því það gera það hvort sem er allir sem með mér eru í sunnudagsbíltúr...
Stay black - Salinto!

31.10.03

...Og ég pantaði mér gleraugu...

...um daginn og fæ þau eftir svona 2 vikur...sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema hvað þau kostuðu...samtals þarf ég að borga krónur 50600...mér finnst þetta ekki fyndið og fór ég út úr búðinni gráti næst...bara fokkín sjónskekkjuglerin mín kosta 38200...djíses...þetta er svona í fyrsta sinn í sögu lífsins sem mig langar að drepa mig fyrir það eitt að sjá illa...

...bara svo þið gleymið því ekki þá er styrktarsjóður minn opinn 0537-26-851044...

...ég treysti á ykkur að treysta á mig...
Stay black - Salinto!
...Og...

...lífið er yndislegt...

...vissuð þið það?

...er maður ekki bara ógeðslega heppin að vera á lífi, fá alltaf nóg að borða, ganga um í hreinum, óslitnum fötum, hafa aðgang að tölvu á hverjum degi, hafa aðgang að bíl á hverjum degi, sofa í hreinu, hlýju, mjúku rúmi, eiga nóg að vinum sem þykir vænt um mann, eiga fjölskyldu á lífi sem þykir vænt um mann, eiga hund sem er mesta dúlla í heimi, missa aldrei af strætó, vera að læra söng, vera að læra leiklist, eiga líkamsræktarkort, vera í góðri, skemmtilegri vinnu, eiga fullt af fallegum eyrnalokkum, eiga fullt af fallegum töskum, vera laus við alla fyrrverandi-kærasta sem eru aumingjar, vera laus við biturleika, geta fengið sér í glas um helgar, vera fótógenískur, eiga vini í útlöndum frá útlöndum, eiga vini sem senda manni email, eiga GSM síma sem virkar, eiga úr sem virkar, búa í húsi sem er ekki að hrynja, lifa í landi þar sem sprengjuárásir eru ekki daglegt brauð, búa á landi sem svona að meðaltali 2 manneskjur eru drepnar á hverju ári, eiga ekki við fíkniefnavanda að stríða, vera ekki veikur á geði eða líkama, eiga popp í búrskápnum, eiga ís í frystinum, eiga maltabita upp í skáp, eiga sér draum sem getur ræst, vera góður í því sem maður vill gera í lífinu, kynnast nýju fólki á hverjum degi, eiga fullt af geisladiskum sem maður fær aldrei leið á, eiga næstum allar Friends spólurnar sem maður fær aldrei leið á, vinna með skemmtilegu fólki, hafa verið alltaf að vinna með skemmtilegu fólki, vera með það marga MSN contacta að það er alltaf einhver online, eiga ferðageislaspilara, eiga dvd spilara, eiga vídjó, eiga sjónvarp, eiga græjur...

...einhvers staðar annars staðar í heiminum væri ég rík rík manneskja...en ekki á Íslandi...er ekki eitthvað soldið mikið að í þeim heimi sem við lifum í í dag...
Stay black - Salinto!

30.10.03

...Og mér þykir svo obboslega vænt um...

...vinahót...líka þessi pínkulitlu...þegar vinur þinn gerir eitthvað og lætur þig vita af því að honum þykir vænt um þig og að honum langi að vera vinur þinn...

...eins og þegar einhver fær sér símanúmer og má velja eitt frí-símanúmer...og velur þig...

...mér var lagt vinahót í té í dag...

...takk fyrir mig og góða nótt...(því internationalinn...mun tengja strönd við strönd...og fara yfir strikið á fleiri stöðum en í Köben ;)
Stay black - Salinto!
...Og djöfull er magnað...

...að mér var að berast póstur rétt í þessu...sem er svo sem ekki frá sögu færandi en þessi póstur kom frá Hverfisbarnum til að segja mér hvernig helgin verður þar og hvetja mig að kíkja...

...well...núna man ég ekkert eftir að hafa skráð mig á neinn Hverfisbars-póstlista...getur kannski verið að maður hafi slefað þetta út úr sér yfir einum köldum Kalla eitthvað mánudagskvöld?

...ætti maður að fara í meðferð?
Stay black - Salinto!
...Og „helgin" byrjar nú bara með flashbacki...

...í gamla tíma sveimérþá...

...kíkti með Siggu Völu V at hotmail punktur com og LL Cool J at skýrr punktur is á gamla vinnupöbbinn Jensen (eða Wall Street eins og sumir kjósa að kalla hann)...það var mögnuð stemming...þokkalega þung og sveitt og bara ekki alveg sami fílíngur þegar maður er byrjaður að vinna annars staðar og svona...

...og þó að maður hafi nú ekki hitt neina skýrrara eða neitt þannig þá saknaði ég samt stundana okkar þrenningarinnar á hverfispöbbnum hérna í denn...það var alltaf að gaman að skella sér eftir vinnu í einn kaldan og spjalla um daginn og veginn og náttlega mest vinnuna...og fá sér svo kannski annan...og hjóla svo heim...tja eða mæta í hina vinnuna...

...kannski er það bara gott að maður hætti meðan maður hafði ennþá ferskt andlit og svona...maður vill nú ekkert verða neitt sjúskaður af drykkju...maður vill halda úthaldinu í lagi og hárinu fínu...
Stay black - Salinto!

29.10.03

...Og ég var ekki alveg nógu sátt í dag...

...þegar grunur minn var staðfestur í sambandi við inntöku í leiklistardeild Listaháskóla Íslands...

...það er bara ekkert tekið inn á þessu ári eins og ég vissi reyndar...eeeen ég ákvað að senda þeim bréf og spyrja af hverju...þá kemur í ljós að stjórnvöld borga eina milljón með hverjum nemenda sem er tekinn inn í skólann eeeen þeir vildu ekki gera það fyrir næsta ár...svo er húsnæðið svo lélegt að það virðist ekki rýma fleiri nemendur með góðu móti...

...djöfulsins helvítis rugl er þetta! Þetta væri kannski í lagi ef fleiri skólar væru til á landinu sem maður gæti fengið leiklistarmenntun á háskólastigi í en svo er nú aldeilis ekki og virðist maður þurfa að flýja land til að láta drauma sína rætast! Er ástandið í þjóðfélaginu orðið svona hart? Ég tala nú bara fyrir mig en ég á ekki beint pening til að eyða 2 milljónum í skóla á ári næstu 4 árin þegar ég ætti að geta það hér heima fyrir 120 þúsund per annum...og ég tala nú ekki um þá fjölmörgu sem hafa ekki annað tungumál á sínu valdi og geta hreinlega ekki lagt í það að ferðast erlendis í nám sem er ekki á þeirra móðumáli...

...mér finnst þetta til háborinnar skammar og ég skora á íslensk stjórnvold og Tómas Inga Olrich þá fremstan í flokki að gera eitthvað í málunum áður en Ísland glatast í menningarsnauðan og dimman pitt! Og hana nú!
Stay black - Salinto!
...Og ég verð alltaf...

...ákveðnari og ákveðnari í því að næla mér í mann sem spilar á píanó þegar ég hlusta á ljúfa píanótóna Nick Cave...mmmm...nammi namm...bíður sig einhver fram?
Stay black - Salinto!

27.10.03

...Og djöfull er það skemmtilegra en allt...

...þegar maður kemst að því hvað manni langar virkilega að gera í lífinu...og þegar maður losnar við efann og gerir sér grein fyrir því að maður geti það virkilega...og þegar maður fyllist ánægju og gleði í hvert skipti sem maður kemst í tæri við það sem maður vill gera...þó ekki sé nema að horfa á það...

...og á sama tíma er það óstjórnlega pirrandi þegar maður vaknar á morgnana og er ekki að vinna við það sem maður vill gera og veit að maður á ekki eftir að gera það í nánd...þegar maður sér ekki einu sinni á byrjunina...hvað þá á endann...

...eeeen bjartsýninn lifir...ég er fátæk, ferðast um með strætó og eini maðurinn sem elskar mig er pabbi minn...
Stay black - Salinto!
...Og ég var að spá í því áðan...

...að nú er ég búnað vera heima í næstum því 2 mánuði og ég er ekki búnað eiga krónu allan þennan tíma...samt er ég á djamminu hverja einustu helgi...í squashi...í leiklist...og í söng og ekki að horast úr hungri...því miður...

...ég held að ég verði nú að þakka foreldrum mínum innilega fyrir þennan stuðning...þó að þetta sé nú bara allt eitt stórt lán...en þau fá samt smá virtual knús frá mér þó þau lesi þessa síðu aldrei því það virðist eitthvað flækjast fyrir þeim að kveikja á tölvu blessununum...en ég elska þau samt...
Stay black - Salinto!
...Og mig langar að sjá...

...Mótmælanda Íslands bara út af þeim fleygum orðum sem hann lét falla í Kastljósinu um daginn...sem gera hann líka að hetjunni minni...

...„...ég geri engan mun á kúk og skít..."

Snillingur!
Stay black - Salinto!

23.10.03

...Og ég er ekki skotin í...

...neinum strák eins og er...mér finnst það heavy leiðinlegt..það er alltaf svo gaman að vera skotin í einhverjum...buuuuhuuuu...
Stay black - Salinto!
...Og langt líður á milli blogga...

...í heimi stúlkunnar sem er aldrei heima hjá sér...meeen ó meeen...leiklist, söngur, squash, ræktin og vinna svona þegar ég hef tíma...ussss...og maður er alltaf þreyttur...eeen þetta er sko alveg þess virði...

...kíkti í fyrsta tímann minn í dramasmiðjuna á þriðjudagskvöldið (þar sem ég var svo þunn síðasta laugardag, kom ekki heim fyrr en að ganga 8 um morguninn og svaf þ.a.l. yfir mig - skrifaði svo meil til kennaranna að "það kom soldið óvænt uppá"...ætti maður að fara í meðferð?)...já...tíminn var helvíti þéttur og leggst þetta rosa vel í mig...aldrei að vita nema hópurinn láti svo sjá sig á skjánum...fylgist endilega með því...en hópurinn er einmitt rosa skemmtilegur og góður og það kom mér á óvart þar sem við erum bara 3 sem erum eldri en 20 ára...

...svo er það blessaður söngurinn sem gengur líka bara svona vel...maður er nú engin söngkona ennþá en ég er búnað læra að beita röddinni rétt og næ svona aðeins uppá háa C-ið þegar ég er í stuði...maður er nú samt alltaf með vískíröddina sína...ætti maður að fara í meðferð?

...svo er það squashið...sem gengur svona upp og ofan...reyndar fengum við systa hrós um daginn frá einum góðum sem sagði að okkur hefði farið fram...mér finnst ég samt ekki standa mig eins vel og ég gerði hérna einu sinni...ætti maður að fara í meðferð?

...og svo eru það leiðu fréttir dagsins...ég skellti mér til augnlæknis í góðum fílíng...ekki búnað fara soldið lengi en ég var alltaf sko með mínum 7,25 og mínus 6...hann Guðmundur Viggósson augnlæknirinn minn sendi mig hins vegar út í heiminn aftur í dag með resept uppá mínus 9 og mínus 8! ! ! Trúið þið þessu ? ! ? Ég er búnað vera í nettu þunglyndi yfir þessu í dag en það er nú allt að lagast...björtu hliðarnar eru samt að ég hef afsökun til að eyða pening í ný gleraugu loksins loksins...en djöfull er ömurlegt að sjónin sé búnað versna svona...ætti maður að fara í meðferð?

...hve oft er ég búnað spyrja ykkur hvort ég ætti að fara í meðferð? Er einhver að telja?
Stay black - Salinto!
...Og vissuð þið...

...að Gunnar Smári á hund sem er með flösu? Ullabjakk...
Stay black - Salinto!
...Og talandi um glæsimenni...

...þá varð hún Sigga Vala dirty-doo síðasta mánudag og auðvitað kíkti maður í kristal og kökur í tilefni dagsins og gaf henni ammælisgjöf sem hún gleymir seint...segjum bara að ISO hafi verið gert ódauðlegt í minningunni...

...til hamingju með daginn sem var Sigga mín...luv ya Beautiful...
Stay black - Salinto!
...Og ég verð nú að segja frá...

...White Russian sem ég fékk síðustu helgi þó að það séu heilir 5 dagar síðan...hann var einfaldlega svo góður...og aldrei hefur mér verið boðið í glas af þvílíkri fegurðar- og sómamanneskju...og það skemmdi nú ekki...

...Sigga Vala nebblega datt í lukkupottin í spilakassa á Gauknum og græddi heilan helling...þar af leiðandi bauð hún uppáhaldsLillunni sinni í glas á ónefndum stað...sem ég verð eiginlega að nefna...ok ok...það var Dubliners...enníhú...þetta er sá allra beeeeesti White Russian sem ég hef nokkurn tímann smakkað...og hef ég þá smakkað þá oft og víða...úffff...þessi slær sko Vegamót alveg út og heldur toppsætinu sem besti White Russian á Íslandi og þó víðar væri leitað...nema náttlega sá sem ég mixa sjálf sem er nú alltaf í mínu uppáhaldi...mmm...sleeeev...en allavega...langt síðan einhver hefur verið svona grand á því að bjóða mér í glas og er ég eilíflega þakklát fyrir þetta...auðvitað fær hún þetta þúsund sinnum borgað til baka...
Stay black - Salinto!

19.10.03

...Og djöfull var helgin...

...mögnuð...

...Airwaves...

...Bjór...

...White Russian...

...Frægt fólk...

...Tapas...

...Bleikar netasokkabuxur...

...Bestu vinir...

...Og fyrrverandi kærastar...

Stay black - Salinto!

16.10.03

...Oooog...

...Gleðilega Airwaves...
Stay black - Salinto!
...Og diskur vikunnar er tvímælalaust...

...Mixed up með The Cure...reyndar búnað hafa þennan disk lengi...já hafa...ekki eiga...en ég held ég eigi hann núna...systa nebblega lánaði mér hann og mér skildist á henni um daginn að hún ætlaði beinlínis að gefa mér þessa snilld...auðvitað segir maður ekki nei við því...

...eeen ég hlusta obboslega mikið á þennan disk og hann varð fyrir valinu í spilarann í strætó þessa vikuna þar sem ég er of þreytt á morgnanna eftir Veggsport til að lesa alla leiðina...oooog vá þessi diskur verður bara ekki þreyttur...þó að þetta sé svona safndiskur eiginlega þá eru þetta samt remix og hann er svo geðveikt skemmtilegur...held ég verði bara að segja að þetta er með bestu diskum sem ég á...alger snilld...reyndar er allt með The Cure snilld...en þessi er svona extra snilld..tjékkið á því...
Stay black - Salinto!
...Og mér finnst fyndið...

...að yfirleitt alltaf þegar ég er í strætó þá er þroskaheft fólk með mér í strætó...og yfirleitt alltaf bíður það mér tyggjó...hmmm...á ég að lesa eitthvað út úr þessu...
Stay black - Salinto!

15.10.03

...Og hvað er málið með að setja...

...Ásgeir Kolbeins í 70 mínútur?! Er einhver að reyna að vera rosa cruel með því að sýna alþjóð að þessi maður er akkúrat ekkert fyndinn...hann er bara svona nörd sem varð geðveikur tjokkó töffari...náði sér einu sinni ekki í stelpu og veður núna í kvenfólki bara út á ljósu strípurnar og þríhöfðann...baaa...sóóó sorrí en mér finnst hann bara meira en misheppnaður...sérstaklega eftir að hann hljóp við hliðina á mér á hlaupabretti einu sinni og talaði alltaf í símann á meðan...hvað er það?!

...eeen ok ok...það er náttlega ekki hægt að fylla skó Sveppa og Audda...auðvitað er það rosa pressa...en það afsakar samt ekki léleg djók og tilgerðarleika...held að Geiri Kolbeins ætti bara að halda sig í ræktinni og úr stúdíó 70 mínútna...það er bara alltof töff fyrir hann...
Stay black - Salinto!

14.10.03

...Oooog núna er ég búnað fá...

...2 pósta frá honum Fancy og ég sakna hans...buhuhu...mig langar bara að taka næstu flugvél út til hans og gefa skít í allt hérna heima...oooo það væri draumurinn...
Stay black - Salinto!
...Og ég var að kíkja á...

...heimsóknirnar á þessa síðu og ég er með svona 20 á dag...og vil ég bara segja TAKK og gefa ykkur öllum stórt knús og koss...hvernig þið nennið að kíkja is beyond me en endilega haldið því áfram því mér finnst það svo gaman...þig eruð æðisleg...við bara sláum á létta strengi á þessum gráa degi og skellum 'Part time lover' í tækið...úúújeee...
Stay black - Salinto!
...Og núna er ég búnað vera í...

...tveggja daga vaktafríi og deeem hvað það verður erfitt að fara að vinna á morgun...eeen það er víst bara vinna í 3 daga og svo fer maður aftur í frí þannig að það gæti ekki verið meira sweet...

...eeen þetta eru búnir að vera góðir 2 chill dagar...sérstaklega dagurinn í dag...búnað rekast á Lalla Johns 3 sinnum og allt saman...traustur vinur getur gert kraftaverk eins og segir í laginu...

...eeeen í kvöld byrja ég í Dramasmiðjunni...úúú get ekki beðið...fyrsti tíminn fer reyndar bara í smá kynningu og svo förum við öll saman í leikhús að sjá Kwetch...íha...mér finnst svo endalaust gaman í leikhúsi þannig að það verður bara stuð sko...reyndar ekki alveg í svona sósjalæsing-fílíng akkúrat núna en það reddast...leið og maður er kominn í góðan félagskap og vonandi með einhverjum ungum, myndarlegum folum...
Stay black - Salinto!

12.10.03

...Og ég var edrú...

...ALLA helgina...mouhahahahahaha...ég vissi að ég gæti þetta....þetta er upphafið á einhverju stórkostlegu...
Stay black - Salinto!

11.10.03

...Og það var svo sorglega lítið...

...að gera í vinnunni í dag að ég las allt Fréttablaðið...og þá meina ég sko ALLT Fréttablaðið...hverja einustu litlu grein...meeen ó meeen...en það var rosa stuð...gerði góða hluti í Photoshop þess á milli og fiktaði í Lotusnum...allt í góðum gír...

...eeeen mér finnst leiðinleg þessi tilfinning sem er að hellast yfir mig...ég nenni ekki út...langar bara að liggja uppí rúmí í Gap gallabuxunum mínum og Fréttablaðsbolnum og úða í mig nammi og kúra með voffa...eeeen í staðinn ÞARF ég að fara í partí...oooo þetta er svo erfitt líf...ég er bara engan veginn í skapi fyrir það og vill frekar fá eitthvað suðrænt og seiðandi uppí rúm til mín...það er jú sjónarmið...
Stay black - Salinto!
...Og mér finnst brillíant...

...þegar er verið að kalla á Ryan O í Sörvævor þá er alveg eins og verið sé að kalla á 'Rænó' ha ha ha...
Stay black - Salinto!

10.10.03

...Og ojjjj barasta....

...þetta er ein versta mynd af mér sem ég hef séð...
Stay black - Salinto!
...Ooooog...

...djöfull er sorglegt að maður saknar litla bloggsins síns...úff mar...vissi ekki að maður væri svona rosalega mikill tölvunörd...ég hef einmitt haft það orð á mér að vera tölvublind...reyndar líður mér eins og tölvusnillingi uppá FBL en það er nú annað mál...

...ég samt kem alltaf svo seint heim á kvöldin og stundum ekki fyrr en um nótt því maður ku jú eiga sér líf eftir vinnu og því er ég aldrei í tölvunni...hef ekki skrifa tölvupóst síðan á síðasta ári eða eitthvað og núna hrannast upp kveðjur alls staðar að úr heiminum...maður vill jú halda sambandi við sem flesta í þeirri veiku von að einhvern tímann komi einhver til Íslands...ójá það er veik von...

...eeen í næstu viku verður bloggstatusinn minn skárri...er þá á vaktinni 9-17 og frí mánudag og þriðjudag þannig að það er gott mál...

...annars er manni boðið í 2 partí annað kvöld og að vinna eldsnemma á sunnudag...maður verður víst að velja og hafna...oooo...edrúlífið er ekkert skemmtilegt...
Stay black - Salinto!
....Og módelferill Lilju Gnarr aldeilis...

...blómstrar þessa dagana...maður er bara bæði í efnisyfirliti nýjustu Birtu og svo aftur á bls. 30...magnaður andskoti...

...já nei það næst ekki í mig í síma um helgina...ég verð í photo-shoot í New York fram á mánudag...
Stay black - Salinto!
...Og mér finnst alveg ótrúlegt...

...hvað ég er með mikið af fóbíum miðað við lágan aldur...

...ég er með fóbíu fyrir því að fitna...eeen það er svo sem ekki hægt að taka það með...það eru allar stelpur með fóbíu fyrir því að fitna...

...ég er með fóbíu fyrir því að missa hárið mitt...núna er ég búnað vera að safna í 3 ár...byrjaði með hárið alveg styttra heldur en vel sæmir ungri stúlku og er nú komin með þetta fína, síða hár...og það er alltaf að síkka...ooog ég er endalaust með þá fóbíu að einhver komi inn til mín á næturna og klippi það allt af...eeeða eitthvað hrikalegt gerist og það detti af...þess vegna þori ég ekki að lita það...

...ég er með fóbíu fyrir speglum á almenningssalernum...og það myndi ég segja að væri stærsta fóbían mín...meeen ó meeen...ég held alltaf að það séu svona myndavélar inní speglunum og þori aldrei að spegla mig neitt...

...ég er með fóbíu fyrir því að þegar ég fer á klósstið þá heyra allir fyrir utan nákvæmlega hvað ég er að gera....ég er með rosalega fælni að fólk heyri mig pissa...ég bara meika það ekki...

...oooog ég er með fóbíu fyrir karlmönnum þessa dagana...reyndar meira svona ofnæmi...
Stay black - Salinto!

8.10.03

...Og í dag...

...var ég tekin fram yfir eiturefnaleka í Sundahöfn...oooo...manni hlýnar bara um hjartarætur...
Stay black - Salinto!
...Og jahérna...

....Núna hefur maður bara ekki haft neinn tíma til að pirra heiminn og nærsveitamenn með bloggi og bulli...en nú verður sko gerð breyting á...

...maður er bara að vinna á svo óguðlegum tímum núorðið að þegar heim kemur þá kemst ekkert annað að en að borða og sofa...sem er ekki nógu gott...þannig á ekki að lifa lílfinu...en maður verður víst að taka því...

...eeeen fyrst að líf mitt snýst um að vakna í ræktina, fara í vinnuna, fara í ræktina, borða og sofa þá get ég ekki sagt að ég hafi neitt sérstaklega skemmtilegt til að blogga um...

...Airwaves á næsta leyti og ætli maður reyni ekki að skella sér á eitthvað þar...þó ekki allan pakkann en eitthvað samt...

...svo var hún Anna Sigga systir mín að bjóða mér á Broadway á föstudagskvöldið á einhverja Motown sýningu sem ég er mjöööög svo spennt yfir...

...svo á laugardagskvöldið er ammælispartý hjá henni Freyju minni...

...þannig að fólk sem þekkir mig myndi nú halda að dottið yrði ærlega í það um helgina í kæruleysi og vitleysu...eeeen þar kemur Lillan á óvart...hún er nebblega að vinna báða dagana frá 9-17 þannig að maður reynir bara að fara snemma í háttinn báða dagana og halda sér edrú á bíl...ooooo hve oft hefur maður lofað slíku upp í ermina á sér...
Stay black - Salinto!

5.10.03

...Og djöfull var nú gaman...

...í gær...meeen...lenti á alveg óvæntu djammi og skreið ekki heim til mín fyrr en klukkan 17 í dag...

...kvöldið byrjaði snemma þegar Eva og Gunni komu að sækja mig um 21-leytið og Gunni skutlaði okkur Evu niðrí bæ og við settumst inn á Ara í Ögri í rólegt spjall og kaldan Kalla í glasi...en ekki hvað...svo joinaði Sigga Vala í rólega spjallið og hélt sig bara í sódavatninu stúlkan...gott hjá henni...vildi að ég væri svona skynsöm...

...eeen þegar líða fór á kvöldið hópuðust strákar að okkur og fjör fór að færast í mannskapinn...Sigga Vala stakk nú reyndar af en ég og Eva sátum áfram með vinum hennar Evu frá Þingeyri og víðar sem voru svona misskemmtilegir...

...sátum alveg heillengi á Ara og röltum svo yfir á Felix...god knows why og vorum í meira en góðu stuði...

...við hefðum getað djammað í alla nótt eeeen því miður þá var bara allt lokað svona um 6-leytið...þvílíkur bömmer í partíborginni Reykjavík...ég er ekki stolt af mínum höfuðstað í dag...þannig að við Eva stungum strákana af þegar Brasilíu manninum var orðið kalt og ég fékk að gista heima hjá Evu sinni í Skógarásnum...

...dagurinn í dag fór svo bara í þynnku í bíltúr um Suðurnesin...ójájá...við hættum okkur í Reykjanesbæ að kíkja á listasýningu sem amma hennar Evu var að halda og tókum svo rúntinn á etta...skoðuðum bílasölur í Njarðvík og keyptum okkur ís í Grindavík...og ein spurning...hver vill eiginlega búa á Suðurnesjum?!
Stay black - Salinto!
...Og váááá...

...hvað Simmi verður myndarlegri með hverjum Idol þættinum sem líður...ég held varla vatni yfir manninum...úje beibí beibí...

...eeen annars fannst mér Idol þátturinn á föstudaginn ekkert spes og ekki hló ég mikið...eiginlega bara ekki neitt...fyrir utan í endann þegar þeir sýndu gaurinn sem er greinilega frá annarri plánetu...sumt fólk...vááá hvað það getur verið veruleikafirrt....

...eeen ég held að öll launin mín fari í það að kaupa spólur undir þessa þætti þar sem ég ætla að taka þá alla upp og ég er ekki rosalega mikið fyrir að vera alltaf að taka yfir spólur og þess háttar rugl...það er ekki töff og ég reyni jú eftir bestu getu að vera soldið töff...þó það gangi ekkert obboslega vel...but I´m getting there...slowly...
Stay black - Salinto!

4.10.03

...Oooog minn kæri vinur...

...Fannar er nú farinn af landi brott....og ekki laust við að nokkur tár renni niður vanga manns þegar maður gerir sér grein fyrir að ekki er lengur hægt að grípa í símann og hringja í Fannar sinn án þess að borga milljón og eina krónu fyrir...eeen hann er hverrar krónu virði svo sem og þó hann sé staddur í öðru landi þá hindrar það mann nú ekki...sérstaklega ekki ef maður er nú aðeins hífaður ehehe...

...eeen það er leiðinlegt að geta bara ekki farið með stráknum...eeen jæja...maður verður nú eiginlega að koma fjármálunum í lag og heimsækja strákinn þegar hann er búnað koma sér fyrir og svona...en gott er að hann er að fara að uppfylla drauminn sinn og honum á eflaust eftir að ganga allt í haginn enda alltaf ligeglad og hress...

...sendum Fannar kveðjur um gott gengi hugleiðis...
Stay black - Salinto!
...Og ef þið lítið á blaðsíðu...

...41 í Fréttablaðinu í dag þá getið þið litið á ein fallegustu augun hérna megin við Nýja Sjáland...
Stay black - Salinto!
...Og mig langar soldið að vita...

...hver er í vinnunni á hádegi á laugardegi...var nebblega að fá hit áðan frá skyrr.is...magnaður andskoti...hver sem þú ert...FARÐU HEIM!!
Stay black - Salinto!
...Og lífið kemur mér sífellt...

...skemmtilega á óvart...

...ótrúlegt en satt þá skemmti ég mér vel í gær...ekki bjóst ég nú við því...það sem átti að vera kortersheimsókn á sorglegt djamm á gömlum vinnustað fór upp í næstum 6 tíma-heimsókn á sorglegt djamm á gömlum vinnustað...gaman að því...

...svona upptalningar á atburðum á svona djammi eru ekkert voða skemmtilegar þannig að ég sleppi þeim...svo sem dró ekkert til tíðinda...þær 2 manneskjur sem ég kom til að hitta komu annað hvort ekki eða fóru strax...já þig vitið hver þið eruð...eheheh...en það var í fínasta lagi...ég skemmti mér samt vel...

...eeeen djöfull er Players skítugur staður...ojbarasta...djöfulsins pakk sem hengur þarna jiddúddamía...en ég náði allavega að sýna strákunum í verki að ég dreg bara að mér svona sjúskaða fyddleríiskaddla sem geta varla talað fyrir áfengisneyslu og eina sem þeir meika að segja við mig er „Þú ert svoooo fagggleg" eða "Viltu koma að dansa?" eða þessi klassíska "Varst þú ekki kosin sætasta stelpan þarna í Séð og Heyrt um daginn"...og viti menn...ég fékk allar þessar línur í gær og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar...þessi seinasta er uppáhaldið mitt því sannar bara að þeir eru svo fuddlir að þeir sjá ekki rétt...eeeeen já...og svo er meðalaldurinn á þessum sjúskuðu nalla-köddlum svona 35-45...magnaður andskoti...eins og ég sagði við fyrrum samstarfsfélaga minn í gær þá hlýt ég að senda frá mér eitthvað svona lúserahljóð...tja eða lykt...
Stay black - Salinto!

2.10.03

...Og í dag byrjaði ég glæstan feril minn...

...sem fyrirsæta...ojájá...ekkert minna...og augnafyrirsæta...það eru sko ekki allir sem ná að höndla þá frægð skal ég segja ykkur en ég reyni...

...fylgist með á síðum Fréttablaðsins næstu daga...viss augnhár munu verða brettuð á öldum ljósvakans...
Stay black - Salinto!
...Oooooog...

...var ég búnað minnast á hvað mér finnst gaman í vinnunni minni? Ég held barasta ekki...ooooo...það er svo gaman...

...eeen það er svona þegar ein hurð opnast þá opnast nokkrar í viðbót og gera manni lífið soldið erfitt...

...fer í vinnuviðtal á morgun fyrir aðra mjög spennandi vinnu og það verður erfitt að velja...ef ske kynni að ég myndi fá hina vinnuna...oooog ég held barasta að þó ég fengi lof um hærri laun þá myndi ég ekki skipta...en ég veit ekki...oooo...

...það gengur allt upp þessa dagana og maður verður eiginlega að bara að fara að kaupa sér kaddl...fyrst maður er nú farinn að fá reglulega útborgað og svona...sveimérþá...spurning hvað þeir kosti...hmmm...ég ætti kannski að setja inn smáauglýsingu...„Óska eftir reyklausum, lágvöxnum, grönnum manni til að elda og þrífa hjá mér. Má ekki drekka kaffi, verður að vera ólofaður, má ekki eiga nein börn, má helst ekki eiga bíl og ekki drekka. Hjálpa myndi ef hann klæddi sig aldrei snyrtilega og væri svolítið úfin svona endrum og sinnum. Svar sendist Fréttablaðinu merkt "Mín týpa" ."
Stay black - Salinto!

30.9.03

...Og enn er verið að bjóða mér...

...í staffadjamm...en ekki í vinnunni minni...ooo neeeei svo heppin er ég ekki...heldur hjá gömlum vinnustað...

...oooog enn hugleiðir maður nú ekki hvort það sé svoldið sorglegt að mæta...

...oooog pælir í því hvort eigi að láta freista sín með flæðandi áfengi eða vera á bíl...

...oooog pæla hvort maður eigi nú ekki bara að láta hér við sitja og halda áfram...á nýjum stað eins og ljóðskáldið sagði...

...öll álit vel þegin...

...
Stay black - Salinto!
...Og í dag fékk ég nú bara hrós...

...frá landsþekktri manneskju...það er svona að vera að vinna með mini-celebum...ég var svona að spá hvort ég ætti að birta nafn þessa einstaklings og ég er bara að hugsa um að gera það þar sem ég hef aldrei fengið hrós frá neinum sem fleiri en svona 3 manneskjur þekkja...og ég bara varð að monta mig því ég fæ líka ekkert obboslega oft hrós...og þá næstum aldrei um útlit mitt eða fas...

...ooooog já...þessi manneskja hrósaði mér fyrir afar fallegt pils sem ég skartaði í morgun....þá er bara komin pressa á mig að vera alltaf í fallegum fötum...úffff...ég held ég ráði nú varla við það en ég reyni eftir bestu getu til að þóknast manneskjunni...aldrei að vita nema hún kannski semji um mig lag...„Stelpan í afgreiðslunni í fallega pilsinu" gæti það heitið...

...góðir gestir...manneskja þessi er Biggi í Maus...(ég hefði átt að gera aðeins meira úr þessu bloggi...þá ætti ég akkúrat ekkert líf ;)
Stay black - Salinto!

29.9.03

...Og ég varð ekkert smá upp með mér...

...áðan þegar ég signaði mig inná Yahooið mitt og sá að ég hafði fengið 22 bréf aðeins í dag...22 jahá...og ekkert af þessum bréfum var spamm...ooo neee...bara endalausar bréfaskriftir fram og til baka frá gömlum vinnufélögum frá Skýrr og ég var svo heppin að vera í cc...veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta...hlægja því ex-vinnufélagarnir eru svooo sniðugir...og gráta því það tekur mig góðan klukkutíma að fara í gegnum þessi bréf í réttri röð á þessari hægari en allt tölvu...en takk fyrir mig krakkar...gaman að þessu...
Stay black - Salinto!

28.9.03

...Og lag þetta gerir mig óða...

...ég bara botna ekkert í því sko...alltaf þegar ég heyri þetta lag þá langar mig að gera óguðlega hluti...bara með næsta manni sem ég sé næstum því...ó jiddúddamía...ég bíð ekki í það ef ég heyri þetta á skemmtistöðum borgarinnar...æj æj æj...
Stay black - Salinto!
...Og...

...er þessi maður getnaðarlegri en allt eða er ég kannski búnað vera single alltof lengi?!
Stay black - Salinto!
...Og ég kíkti áðan uppá Fréttablað...

...í smá svona starfskynningu í 2 tíma áður en vikan byrjar og maður stimplar sig inn heila 8 tíma á dag...já já já...þetta leggst bara hrikalega vel í mig...fæ að vera með headset og svara í símann sem mér finnst bara töff...já...spurning hvort maður setji ekki bara heimsmet í því...

...eeeen ég tók niður einhverjar 3 smáauglýsingar sem birtast í blaðinu á morgun...oooo hvað ég er stolt...maður verður barasta að klippa þær út ehehe...klippa bara út allar smáauglýsingar sem ég tek niður...hvernig væri það hó hó hó...jááá nei engan sjúkleika í þessari vinnu takk...

...eeen fólkið er fínt og ég fæ að vera í mínum eigin fötum...þá er ég ánægð...gleðilega vinnuviku!
Stay black - Salinto!

27.9.03

...Og djöfull er ég ánægð...

...með Skjá einn núna...sem við erum by the way búnað fá í hús loksins loksins...og Popp tíví...jú mikið rétt...Popp tíví hefur aldrei náð fótfestu í sjónvarpi heimilisins en núna góðir hálsar er allt komið í gott lag ;)

...eeen eins og ég segi er ég ánægð með Skjá einn...og af hverju gætuð þið spurt ykkur...jú...ég skal svara þeirri spurningu með bros á vör...einfaldlega vegna þess að þeir eru búnir að taka þáttinn Malcom in the Middle og döbba hann...það finnst mér brillíant framtak...fyrst var ég ekki alveg viss...ég reyndar horfi ekki á þennan þátt þannig að þetta skiptir mig engu stórmáli...en ég var samt ekki viss hvort þetta væri töff...eeeen mér finnst þetta rosalega sniðugt...auðvitað eigum við að gera meira af þessu...og jú auðvitað vakna raddir núna sem finnst þetta haddló og eitthvað þannig en mér finnst þetta bara mikilvægur liður í því að viðhalda íslenskunni sem á á brattann að sækja...slangur er orðið alltof stór partur af daglegu tali og ýmis slanguryrði eru farin að festast í íslensku máli alltof fljótt...og án íslenskra séreinkenna...mér finnst þetta skelfileg þróun miðað við bókmenntaflóru og -sögu Íslendinga og því finnst mér Skjár einn algjör meistari og frumkvöðull...og það er nú ekki auðvelt að hætta á það að vera ekki töff núna á 21. öldinni þannig að ég styð þetta heils hugar og ég er ekki frá því að mig langi frekar til að horfa á 'Malcom in the Middle' hér eftir...eða ætti ég kannski að segja „Magnús í miðjunni"...
Stay black - Salinto!
...Og gærkveldið...

...var nú bara þónokkuð gott...fyrsta sinn í langan tíma þar sem ég hitti ekkert sveitt fólk...klöppum fyrir því...bara matarboð hjá Fancy og svo bara niðrí bæ...komin heim um 6-leytið...mjög þétt og gott og góður félagsskapur...

...eeeeen ég vaknaði í morgun og horfði á Idol sem ég hafði tekið upp kvöldið áður á meðan ég var að drekka mig fuddla...og ég verð að segja að þessi þáttur var miklu miklu betri...og ó mæ god ég varð ástfangin af gaurnum sem söng haddna Sabiu-lagið inná klóssti...mmmm...ég er búnað raula það í allan dag bara út af honum...úúú...ef einhver þekkir hann endilega hook me up sko því jú mikið rétt...maður er enn á lausu...deitið mitt stóð sig nú ekkert alltof vel í gær...gaf mér engan bjór, káfaði ekkert á mér, hló ekki að bröndurunum mínum og lét mig svo detta á rassinn...takk fyrir það...
Stay black - Salinto!

26.9.03

...Og hvað er málið með...

...Birgittu Haukdal og vera alltaf með sólgleraugu inni....usss...þetta er bara alls ekki töff...og náttlega ekki bara sólgleraugun hennar Birgittu...heldur bara allra sem eru með sólgleraugu inni...og þá sérstaklega á skemmtistöðum...

...Oooog svo er líka óstjórnlega óþægilegt að tala við fólk sem er með sólgleraugu...usss...það er bara eins og maður sé að tala við sjálfan sig sveimérþá...og svo er líka varla þörf fyrir sólgleraugu á Íslandi um vetur...

...Ég held ég sé bara bitur af kuldanum...
Stay black - Salinto!
...Og...

...ég sá svo mikið af míní-celebum í gærkveldi að mér er bara illt í maganum...
Stay black - Salinto!

25.9.03

...Og ég er farin að kvíða...

...óstjórnlega fyrir því að byrja að vinna aftur...úúúfff...actually fara í vinnu í 8 tíma samfleitt...það hljómar hálfhræðilega eftir dýrindismánuðinn sem maður er búnað eiga hér á klakanum...núna er ekkert elsku mamma lengur...engin seta á kaffihúsum borgarinnar klukkutímum saman...neeeei...það er bara harkan sex...eeen náttlega góða við það er að maður fer að meika einhvern monní aftur...sem verður nú ljúfara en allt...það er ekkert sem skemmir stoltið meira en að lifa á lánum frá foreldrum sínum...fussumsvei...alveg mannskemmandi það...

...eeen til að fagna betri tímum þá ætlum við Sigga Vala að skella okkur út á lífið í kvöld...og ég segi sko ekki hvert því ég er ekki stolt af því hvert ferðinni er heitið...eeeen ekkert verður nú drukkið af áfengi að ráði því á morgun er ferðinni heitið í kveðjuhóf Fannars og þar verður fríhafnarveigunum sturtað í sig...

...eeen ég finn að betri tímar eru í uppsiglingu og veturinn verður sko sannarlega betri en í fyrra...og mannbætandi...
Stay black - Salinto!
...Og ég bara steingleymdi að heiðra...

...átrúnargoðið mitt í vikunni...usss...það ætti nú aldeilis að flengja mig fyrir það...eeen jæja...þannig er nú mál með vexti að mesti töffari í heimi, hann Nick Cave, átti ammæli í vikunni...nánar tiltekið á mánudaginn síðasta....og sannar það forkveðna að allir snillingar í heiminum eru meyjur...ja nema þeir sem eru vogir...við látum þá fljóta með líka...

...eeen hann Cave fæddist í bænum Warracknabeal í Ástralíu á þessum degi árið 1957...sem gerir hann 46 ára í dag kaddlinn...og verð ég að segja að hann lítur stórfenglega vel út miðað við dópneyslu og fyrri störf...

...ég vil hér með biðja herra Cave formlega afsökunar á því að hafa gleymt að blogga um þennan merkisdag...ég gleymdi deginum sjálfum auðvitað ekki...svo er systur minni að þakka sem glaðlega minnti mig á hann...

...eeen ég held bara uppá daginn í dag frekar og kveiki kannski á kertum...eitt fyrir hvert ár...og svo náttlega skellir maður sér út á lífið í tilefni dagsins...og auðvitað í tilefni nýrrar vinnu og betri tíma...halleluja God is in the house under fifteen feet of pure white snow where the wild roses grow when I first came to town and the ass saw the angel...

Feliz cumpleanos senor Cave...



Stay black - Salinto!

24.9.03

...Og lífið er aldeilis að glæðast...

...hjá Lillunni þessa dagana...sveimérþá...

...í gær hringdi ungur maður í mig og bauð mér út á deit...mangað fannst mér það og litla piparjónkuhjartað á mér tók nú bara kipp eftir margra mánað vonleysi og þunglyndi...reyndar var þetta nú bara hann Nurse Óli...sem er reyndar ekkert bara...að bjóða mér með sér sem date í matarboðið hans Fannars á föstudag...sem mér er by the way líka boðið í...eeeen samt fallegt af honum Óla að hugsa svona til sín þegar hann hefur engan annan kost þar sem kærastan hans kemst ekki...awwww...svona er sannur vinur...

...svooooo eru nú aðalfréttir dagsins þær að maður er hreinlega kominn með vinnu...jahérna og sveiattan...fór í vinnuviðtal í morgun og var ráðin eftir hádegi...sniiilld...og hvar eruð þið (þeir fáu sem lesa þetta bull) kannski að spyrja ykkur...júúú á þeim stórgóða og handbæra fjölmiðli Fréttablaðinu...ojájá...ég byrja á mánudaginn og leggst þetta bara andskoti vel í mig...svo ef þið eruð góð þá get ég kannski reddað ykkur Fréttablaðinu á góðum díl...aldrei að vita í hvaða spotta maður getur togað...
Stay black - Salinto!
...Og lag dagsins í dag er tvímælalaust...

...tileinkað henni Siggu Völu snillingi...þetta lag minnir mig bara á allar stundirnar sem við áttum saman...og eigum enn þann dag í dag...og enn fremur á allan húmorinn og skrýtlurnar sem mynduðust á ótrúlegustu tímum og sem við hlægjum enn að í dag...þetta er fyrir þig Sigríður Vala...takk fyrir mig...(og auðvitað góða nótt)

Tale as old as time
True as it can be
Barely even friends
Then somebody bends
Unexpectedly

Just a little change
Small to say the least
Both a little scared
Neither one prepared
Beauty and the Beast


Ever just the same
Ever a surprise
Ever as before
Ever just as sure
As the sun will rise

Tale as old as time
Tune as old as song
Bittersweet and strange
Finding you can change
Learning you were wrong

Certain as the sun
Rising in the east
Tale as old as time
Song as old as rhyme
Beauty and the Beast

Tale as old as time
Song as old as rhyme
Beauty and the Beast

Stay black - Salinto!

23.9.03

...Og hvað er málið með...

...að það sé svona erfitt að skrá sig atvinnulausan...og fussumsvei...
Stay black - Salinto!

22.9.03

...Oooog ég hata að eiga ekki pening...

...til þess að kaupa mér pláss fyrir myndirnar mínar...því í dag fór ég og sótti síðustu filmurnar í framköllun og hugsaði mér nú gott til glóðarinnar að fara að skanna herlegheitin inn...og viti menn...þá er dótið mitt útrunnið hjá pbase þannig að ég get ekkert öpplódað meiri myndum hér heldur þurfti ég að stofna nýjan reikning fyrir restina af myndum...sem eru hér by the way...enjoy!
Stay black - Salinto!
...Oooog ég sá...

...myndarlegasta mann sem ég hef séð í laaaangan tíma í dag...og auðvitað var hann með nothing-stelpu...
Stay black - Salinto!
...Og vááááá...

...hvað tónlestrarkennarinn minn er leiðinlegur...meeen ó meeen...svona eldri kona sem gengur um í kaðlaprjónspeysu...ullabjakk...og svo er hún alltaf að reyna að vera svona geðveikt sniðug og solleis...sem gæti alveg verið krúttlegt ef hún væri bara nógu gömul en þetta er eiginlega bara vandræðalegt því svo þorir enginn að segja neitt og það er eiginlega bara þögn...nema maður verður eiginlega að hlægja af sögunum hennar annars er andrúmsloftið alveg óbærilegt þannig að þetta er eins konar vítahringur og ég er viss um að engum líður vel þarna inni...og sérstaklega ekki mér þar sem auk þess að hlægja af misjöfnum sögum kennarans míns þá þarf ég að syngja fyrir framan fólk...og ég kann nú bara akkúrat ekkert að syngja...ennþá allavega...þannig að ofan á vandræðalega andrúmsloftið bætist svona "það kunna allir að syngja betur en ég" complex...

...eeen tímarnir eru voða skemmtilegir og líða hratt þrátt fyrir þessa hryllingslýsingu...
Stay black - Salinto!
...Oooog ég hata...

...fólk sem lýgur...
Stay black - Salinto!
...Og mamma og systa eru búnað vera að fá það...

...yfir einhverju nýju Engjaþykkni með unaðsbragði (úúú þetta er nú bara í nafninu...) og er mamma búnað vera að pressa á mig síðan ég kom heim að prófa það...það eru by the way akkúrat 3 vikur í dag síðan ég kom heim ;)...eeeenníveis...áðan þegar ég kom úr göngutúr með Hnoðrann minn þá ákvað ég að smakka...og ekki get ég nú sagt að ég hafi fengið það við þessa smökkun...og ætti ég nú að geta það þar sem ástarlíf mitt er álíka spennandi og horfa á málningu þorna...en já..ágætismjólkurafurð er þetta nú samt...soldið mikið fitandi en ég læt það liggja milli hluta...morgunkornið er nú samt það gott eintómt að ég gæti alveg fengið það í réttu hugarástandi...ég þarf kannski að grennslast fyrir um hvernig blóðættingjar mínar hafa farið að þessu...
Stay black - Salinto!
...Og það er nú bara ókeypis...

...í strætó í dag...jáhérna hér...mér finnst að allir ættu að fara í strætó í dag...þó að það sé nú soldið risky þar sem strætóbílstjórar Reykjavíkurborgar og nágrennis keyra eins og svín...manni er nú stundum ekki alveg sama...eeeen jæja...allt sem er ókeypis hlýtur samt að vera gott ehehe...og ekki nóg með að það sé bara ókeypis heldur hanga bækur á hverjum stól...maaagnað...ég lenti í sama strætó úr og í Veggsport í morgun þannig að ég hefði getað lesið bókina þarna um af hverju konur geta ekki bakkað í stæði og það (man ekki alveg titilinn) en ég lagði ekki í það þar sem ég hef nógu litla trú á karlpeningnum eins og er...vil nú ekki minnka hana neitt frekar með því að lesa kynjahlutverkabók...
Stay black - Salinto!

21.9.03

...Og er ég skrýtin...

...að þykja Jóhannes í Bónus mjöööög myndarlegur maður?
Stay black - Salinto!
...Og maður er nú bara nærri því sprunginn...

...eftir kvöldmatinn heima hjá Annie Siggie systu...úff mar...það var sko Tandori kjúlli með grænmeti og uppáhaldinu mínu...mmm...jógúrtsósu...sveimérþá ég gæti borðað hana eintóma...mmm...nan brauð og jógúrtsósa á Austur Indía fjélaginu er náttlega bara best...buhuhu....af hverju bíður mér aldrei neinn út að borða?!

...svooo fékk ég annað uppáhaldið mitt í eftirrétt...sem er nú eiginlega uppáhald númer 1 sko...og það er náttlega blessaður ísinn...ekki frá því að mér finnist betra að borða ís þegar er svo kalt að maður heldur að fingurnir á manni séu að detta á...sveimérþá og jahérna...

...eeeen umræðan við matarboðið var nú frekar grá og heit verð ég að segja...en alkóhólismi var svona aðalumræðuefnið...og hvernig maður skilgreinir alkóhólisma...og eftir skilgreiningu móður minnar þá gæti ég alveg titlað mig alkóhólista...eða gat...núna á ég náttlega engan pening til að vera alkóhólisti...og ég á engan suger daddy niðrí bæ sem býður mér White Russian...eeeen ég á þó heilmikið af áfengi...og ekki drekk ég það ein heima þannig að ég er þó ekki langt leidd...eeeen æjjj ég veit ekki hvar maður dregur línuna og því leiddist þessi umræða fljótt út í eitthvað annað...

...eeeen Annie lánaði mér bók...Dauða rósir eftir Arnald Indriðason...þykir víst alger hneisa að ég hafi bara lesið eina bók eftir hann...og enn meiri hneisa þykir það að ég varð fyrir vonbrigðum og fannst mér hún frekar fyrirsjáanleg...allavega endirinn...jú þá er ég að tala um þá ágætisbók Grafarþögn...eeen mér finnst Arnaldur eiga allt gott skilið því bókin er vel skrifuð og heldur manni alveg í spenningi...eeen samt fyrirsjáanleg...að mér finnst...ég má samt ekki láta Dauða rósir og Arnald skemma sistemið mitt því ég er með sér strætóbók sko...þannig að Dauða rósir verður svona heimaaðkúramigákvöldinoghugsaafhverjuégáekkikærasta-bókin...

...ooog ég skil ekki af hverju ég var að blogga þessi ósköp um ekki neitt...
Stay black - Salinto!