4.10.03

...Og lífið kemur mér sífellt...

...skemmtilega á óvart...

...ótrúlegt en satt þá skemmti ég mér vel í gær...ekki bjóst ég nú við því...það sem átti að vera kortersheimsókn á sorglegt djamm á gömlum vinnustað fór upp í næstum 6 tíma-heimsókn á sorglegt djamm á gömlum vinnustað...gaman að því...

...svona upptalningar á atburðum á svona djammi eru ekkert voða skemmtilegar þannig að ég sleppi þeim...svo sem dró ekkert til tíðinda...þær 2 manneskjur sem ég kom til að hitta komu annað hvort ekki eða fóru strax...já þig vitið hver þið eruð...eheheh...en það var í fínasta lagi...ég skemmti mér samt vel...

...eeeen djöfull er Players skítugur staður...ojbarasta...djöfulsins pakk sem hengur þarna jiddúddamía...en ég náði allavega að sýna strákunum í verki að ég dreg bara að mér svona sjúskaða fyddleríiskaddla sem geta varla talað fyrir áfengisneyslu og eina sem þeir meika að segja við mig er „Þú ert svoooo fagggleg" eða "Viltu koma að dansa?" eða þessi klassíska "Varst þú ekki kosin sætasta stelpan þarna í Séð og Heyrt um daginn"...og viti menn...ég fékk allar þessar línur í gær og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar...þessi seinasta er uppáhaldið mitt því sannar bara að þeir eru svo fuddlir að þeir sjá ekki rétt...eeeeen já...og svo er meðalaldurinn á þessum sjúskuðu nalla-köddlum svona 35-45...magnaður andskoti...eins og ég sagði við fyrrum samstarfsfélaga minn í gær þá hlýt ég að senda frá mér eitthvað svona lúserahljóð...tja eða lykt...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: