27.7.04

...Og ég þoli barasta ekki...

...þegar ég verð að vera svona PC (politically correct)...þið vitið...nota rétta orðið til að tala um fólk frá Asíu eða Afríku og vera vingjarnleg við fólk sem ég þoli ekki...

...eins og að vera PC við leigubílstjóra...fuss...lenti á tveimur leigubílstjórum áðan...annar vissi greinilega sín takmörk en hinn alls ekki...blaðraði endalaust um allt og ekkert og var grútleiðinlegur í þokkabót...ég ákvað að vera ekki PC og bara þegja...hummaði af og til en talaði aldrei neitt af ráði...og samt hélt hann áfram...hinn gaurinn var með þetta alveg á hreinu...yrti ekki á mig þar sem ég var svo snilldarleg að byrja ferðina á að tala í símann og endaði hana á að stara út um gluggann og enduruppgötva Garðabæ og Hafnarfjörð...

...en svo er málið að ef maður er ekki PC þá er tekinn feill á manni og einhverri ógeðslegri og ókurteisri manneskju...sem ég er í rauninni ekki...ég kýs bara frekar Mac...

Stay black - Salinto!