....Og ég setti mér...
...smá markmið...skemmtilegt markmið....
...að reyna að horfa á sem flestar myndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna í hinum ýmsu flokkum áður en sjálf Óskarsverðlaunin fara fram...
...því það er alltaf þannig að maður þekkir ekki helminginn af myndunum sem tilnefndar eru...
...hingað til er ég búin að horfa á No Country For Old Men, Juno, Away From Her, Michael Clayton, Eastern Promises, Ratatouille, Atonement og Charlie Wilson's War...
...verð ég að segja að No Country For Old Men stendur upp úr...algjör snilld sem hélt mér vakandi um miðja nótt...Javier Bardem hefur verið kærastinn minn síðan ég sá Días Contados árið 1994 og hann er fer á kostum...Coen bræður klikka ekki frekar en fyrri daginn...snillingar!
...Juno kom skemmtilega á óvart...frábær mynd sem ég hló yfir og grét úr mér augun...mæli með henni...
Stay black - Salinto!