13.12.03

...Og tjékkið á...

...þessu eeeef þið viljið halda Lillunni í lífi ykkar...
Stay black - Salinto!

...Ooooog nú er öðru staffadjammi mínu...

...hjá Fréttablaðinu og DV lokið...hallelúja eins og kóngurinn sagði og beygði sig svo niður...

...ég veit ekki hvort það var út af því að ég var edrú eða illa til höfð, með úfið hár eða einfaldlega út af því að ég er nýbúin að vera veik en ég var ekki eins og ég átti mér að vera...

...það var samt alveg gaman sko...gaman í chillinu þó að mæting hafi verið frekar dræm og bjórdrykkja ekki alveg nógu sveitt...

...lét strákana í umbroti, prófarkalestri og innlendri tónlistargagnrýni plata mig niðrí bæ...held þeir hafi bara viljað mig með því ég var keyrandi ehehe...en mér er svo sem sama...maður á alltaf að nota allt til að kaupa sér vinsældir eins og mamma mín sagði...en þeir voru hress strákarnir og ég komst meira að segja að því að einn þeirra stalkar mig á alheimsvefnum...ekki slæmt það...I´m the queen of the world...

...ég allavega fíla þessi strákadjömm...því þau minna mig svo á góða tíma með strákunum...Nurse Óla...Fancy Smancy...Össa Trukki og Gumma Gringo...aaa...those were the days...nú eru bara allir komnir á fast (nema kannski Össi því hann er trukkur) og Lillan situr ein eftir með sárt ennið...hvert hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað segi ég strákar hátt og skýrt! Gleymið ekki Lillunni sem býr í brjósti ykkar allra!
Stay black - Salinto!
...Og ég var uppi í Exo...

...áðan að kaupa jólagjöf handa henni systur minni (já já...þetta er í lagi...hún veit alveg nákvæmlega hvað hún fær...)...og ég bara meikaði ekki að vera þarna inni...allt svo ógeðslega flott...reyndar meikaði ég ekki að vera þarna inni líka út af klígjulegu sölumönnunum sem eru með svona Upper Class British hlátur og láta á sig meiri rakspíra en Frikki Weis....úúúú nei...en allavega...það er aaaaallt flott þarna inni...og þetta kostar líka allt milljón og eina krónu...buhuhu...gerði mér bara grein fyrir hvað mig langar mikið í íbúð...buuu...

...eeen þá fór ég að hugsa um það sem mig langar mest í í lífinu og sem ég er currently að safna fyrir og ákvað að mitt hlutskipti væri ekkert svo slæmt þó ég gæti ekki keypt mér íbúð og húsgögn í Exo...

...þannig að á endanum var ég ekkert voðalega döpur, settist upp í litla Yarisinn hennar múttu og skundaði heim á leið að hnýta bindishnút á nýju jólabindin mín...

...„Ef ég get slegið...einhvern...þá fær...ástin mín...gjöf...frá...méééér...úúúúúú..."
Stay black - Salinto!

11.12.03

...Og það er magnað hvað fólk hatar...

...í lífinu...sumir hata bara allt í lífinu...sumir hata það að þurfa að ganga menntaveginn...sumir hata það að vera í vinnu og sumir hata það fólk sem það lendir með alls staðar...

...ég aftur á mót hata það að taka ákvarðanir...urrrrg...ég stend frammi fyrir ákvarðanatöku sem mig langar ekki að gera...sérstaklega þegar báðir kostirnir eru rosa góðir og heillandi og freistandi og jömmí....mig langar bara að hafa allt rosa einfalt...enga ábyrgð eða solleis rugl...bara einfalt og gott...buuut nooooo...Guð vaknaði í morgun og hugsaði með sér "Hey...Lilja hefur það alltof fínt og auðvelt eitthvað...best að krydda þetta aðeins...mouhahahah"...urrrg...svo veit ég að ég á ekkert með það að kvarta því ég hef það svo gott...eeeen mig langar ekki að hlutirnir breytist...urrrg...

...skilur einhver eitthvað í mér? Hélt ekki...
Stay black - Salinto!
...Og annað kvöld er partí...

...hjá Fréttablaðinu og DV á Kringlukránni..vibbí...auðvitað mætir maður þó ég sé að vinna til 19...mæti bara seint...svona fashionably late eins og maður segir...ég ætla nú samt að vera edrú á bíl þar sem ekkert ókeypis áfengi er í boði og ég á ekki pening til að fara á svona bar-fyddlerí...svo bara er ég ekkert voða spennt fyrir svona staffafyddleríi...endar það ekki bara alltaf með vandræðagangi eftir helgi...þó maður segi ekki einu sinni neitt sem maður átti ekki að segja þá verður fólk samt eitthvað kindarlegt við hvort annað...me not fatt...ég samt hlakka alveg slatta til sko...aðeins að chilla eftir mjööööög bissí tíma með yndislega fólkinu sem vinnur þarna...
Stay black - Salinto!
...Og jahérna...

...nú skil ég loksins fullkomlega hvað kaddlar eru alltaf að tala um...hvað konur eru skrýtnar...jáááá...þær eru skrýtnar...

...vilja eitt en svo þegar þær fá það þá viljar þær eitthvað allt annað...meeen ó meeen...er að upplifa þetta svona nett núna...eiga sjéns í eitthvað sem ég hélt mig langaði í en svo þegar á hólminn er komið þá gerir maður sér grein fyrir að manni langaði bara ekkert í það og verður hræddur...urrr...en samt...er það típísk kona? Er það ekki frekar típískur kaddl?

...erum við að tala um kynskiptiaðgerð?
Stay black - Salinto!

10.12.03

...Og mér leið sko eins og drottningu...

...á djamminu um helgina...þó ég hafi drukkið alltof alltof mikið þá náði ég að halda ró minni og vera classy (sem gerist nú ekki oft)...og plús það að allir sem ég hitti voru karlkyns...og at one point var ég umkringd karlmönnum...oooo hvar er kórónan mín ?
Stay black - Salinto!
...Og ég þoooooli ekki...

...klisjur...og ég þoli ekki fólk sem notar klisjur...og ég þoli sérstaklega ekki fólk sem notar klisjur til að láta manni líða betur með eitthvað eða reyna sannfæra sjálft sig um að það sem það hafi gert hafi verið allt í lagi...urrrrg....
Stay black- Salinto!
...Og það er nú margt búið að gerast...

...síðan ég skrifaði hér síðast...enda geri ég það voða sjaldan þessa dagana...maður er bara svo voðalega bissí...sem er fínt...get svo sem alveg lifað án þess að blogga en ég vil bara ekki að lesendur mínir verði fyrir vonbrigðum, leggist í þunglyndi og gráti hástöfum þannig að ég þurfi að kaupa handa þeim kakóbolla og vöfflu ehehe...

...ég er allavega búin á leiklistarnámskeiðinu mínu...vorum með smá sýningu síðasta laugardag og það gekk rosa vel og fékk ég góða gagnrýni þannig að ég held að það sé engin spurning um að halda áfram...kom meira að segja bandarískur leikari að horfa á okkur sem hefur leikið í West Wing og eitthvað í þá áttina...soldið cool...

...síðan er búið að koma viðtal við mig í DV út af undirskriftaherferðinni minni og Írisar sem gengur bara roknavel...fengu andsvar frá Svarthöfða í DV sem maður tekur nú bara létt því öll publicity er víst góð publicity ;)

...svo eru síðustu 2 dagar búnir að vera soldið full of surprises en ég vil helst ekki segja meira um það fyrr en það er allt komið á hreint...vil ekki jinxa neitt...eeeen lífið gæti farið að taka smá snúning...í jákvæða átt að ég held...

...annars er ég veik heima í dag...sem er ekkert voðalega gaman...ég kann ekki almennilega að liggja og gera ekkert þannig að ég er svona langt komin með snemmbúna jólahreingerningu...over and out..
Stay black - Salinto!