26.11.04

...Og ég er...

...enn í vinnunni...en það er fínt...byrjaði daginn á skemmtilegu viðtali...voða stuð...

...en í kvöld er idolið...veiiii...idolið er svo góð ástæða fyrir því að nenna ekki að elda en ég ætla að taka nettan Albert á þetta og fá mér fajitas...jafnvel tortillas eða enchilada...og munurinn á þessu þrennu er? Ég hef ekki grænan grun...en þetta er gott...

...held samt ekki með neinum í Idolinu sem stendur...nema náttúrulega sætu, sætu stelpunni sem vann í síðasta þætt...úff hvernig er hægt að vera svona sætur...ég er reyndar það heppin að ég veit það en ég vorkenni öllum öðrum þarna úti sem hafa ekki hugmynd...og klóra sér bara í hausnum yfir þessari fegurð...svona svona...þetta er bara meðfætt..
Stay black - Salinto!

25.11.04

...Og ég datt inn í...

...Opruh Winfrey þátt í gær...god knows why...held ég hafi aldrei horft á heilan þátt nema fyrir tilstilli eigingjarnra einstaklinga í Veggsport sem heimta að hafa á Stöð 2 í morgnana...mér finnst nefnilega Oprah ein sjálfselskasta manneskja í heimi...þátturinn er eingöngu um hana...usss...

...eeen í gær var frábær þáttur...liðið úr Bridget Jones...Renée Zellweger, Hugh Grant og Colin Firth...úfff...Renée er náttúrulega alltaf eins og hún sé nýbúin að stinga uppí sig súrustu sítrónu í heimi...greyið stúlkan...afskaplega ólöguleg...Hugh Grant verður aftur á móti sætari með hverri mínútunni...váááá...og hann er fyndinn...kaldhæðinn og með milljón trilljón krónu bros...en ég er ekki að kveikja á Colin...hann er reyndar með afskaplega falleg og djúp augu en ég sé ekki þetta sex appeal...ég vil greinilega slæmu strákana...

...on second thoughts...góðu strákarnir láta manni líða vel...þeir hvetja mann ekki til að fara í sjúklega vangefna megrunarkúra né brjóta mann niður vegna útlits...og góðu strákarnir "like us just the way we are"...
Stay black - Salinto!

23.11.04

...Og...

...mmmmm....mér var boðið í dýrindis máltíð í gær hjá Nurse og Whitey...nammi namm...bar litla prinsinn augum sem maður gerir sko aldeilis ekki of oft...voða krúttulegur og líkur foreldrum sínum (samt meira Hvítunni ehheeh)...

...annars er ég búin að sökkva mér djúpt ofan í skemmtiatriði fyrir jólahlaðborð Fréttar með mismunandi aðilum...sem er reyndar mjög skemmtilegt...Íris er með mér í öðru liðinu og þýðir það einungis eitt: Þetta verður eitthvað rosalegt...og flott...og náttúrulega krreeeisí....in the brainhouse sko...ekki in the pain...

...en jólin eru aldeilis komin...brjálaðar jólasíður sem við í deildinni erum að skrifa...ég hef reyndar guðblessunarlega sloppið við mikið af því...ætti ekkert að hafa hátt um það því þá er skellt á mig fullt af jólaverkefnum...mér væri reyndar sama um það þar sem ég elska jólinn...varð mikið debat í koddahjalinu í gær um hvenær ætti að kaupa jólatré...auðvitað vill ég gera það sem fyrst en það er ekki skreytt fyrr en á Þorláksmessu...ég stakk uppá þar næstu helgi...ektamaðurinn hins vegar er á því að gera hluti í stressinu...ekki tímanlega...og kaupa jólatré á Þorláksmessu...er það? Neeei...ég held ekki...þá verða bara öll góðu trén uppseld...og það er ekkert gaman...

...en ég er byrjuð í nammibindindi...ég borðaði ekkert nammi frá mánudeginum 15. nóvember og þangað til í gær...hipp hipp húrra...svona verður þetta framvegis...nammidagur á mánudögum...sem er sniðugt því þá borðar maður minna nammi en um helgar...og besides...ef ég hef nammidag á laugardegi þá teygir hann anga sína í báðar áttir...föstudagskvöld og allan sunnudaginn...ójá...þetta er allt úthugsað...
Stay black - Salinto!

22.11.04

...Og...

...helgin var dásamleg...ég fór ekkert á fyddlerí eða neitt...maður verður eiginlega að prófa þetta oftar...sofa út og vakna endurnærður...ekki með hausverk eða bömmer eða milljón missed call á símanum frá fuddlum vinum sínum...

...annars var ég að vinna allan sunnudaginn sem var svo sem ágætt...segi það ekki...hefði getað verið verra...slapp allavega við að tala við allar sætu löggurnar á landinu...sem er plús...ú beibí...

...en í dag er ég ekki búin að borða nammi í viku og því er nammidagur...og svo heppilega vildi til að Brynhildur fékk sent fullt af Mackintoshi...veeeii...dagurinn er búinn að vera góður en ég saknaði nammisins ekkert svakalega...mér líður mun betur í munninum til dæmis...maður verður alltaf svo morkinn í munninum af of miklu nammi...

...eeen í kvöld er það lasagna og hvítlauksbrauð hjá Óla hjúkku og spúsu hans...mmmm...verður örugglega eitthvað magnað...sleppi dansi og horfi á Survivor með þeim...þetta er sannarlega dagur syndanna...
Stay black - Salinto!