23.11.04

...Og...

...mmmmm....mér var boðið í dýrindis máltíð í gær hjá Nurse og Whitey...nammi namm...bar litla prinsinn augum sem maður gerir sko aldeilis ekki of oft...voða krúttulegur og líkur foreldrum sínum (samt meira Hvítunni ehheeh)...

...annars er ég búin að sökkva mér djúpt ofan í skemmtiatriði fyrir jólahlaðborð Fréttar með mismunandi aðilum...sem er reyndar mjög skemmtilegt...Íris er með mér í öðru liðinu og þýðir það einungis eitt: Þetta verður eitthvað rosalegt...og flott...og náttúrulega krreeeisí....in the brainhouse sko...ekki in the pain...

...en jólin eru aldeilis komin...brjálaðar jólasíður sem við í deildinni erum að skrifa...ég hef reyndar guðblessunarlega sloppið við mikið af því...ætti ekkert að hafa hátt um það því þá er skellt á mig fullt af jólaverkefnum...mér væri reyndar sama um það þar sem ég elska jólinn...varð mikið debat í koddahjalinu í gær um hvenær ætti að kaupa jólatré...auðvitað vill ég gera það sem fyrst en það er ekki skreytt fyrr en á Þorláksmessu...ég stakk uppá þar næstu helgi...ektamaðurinn hins vegar er á því að gera hluti í stressinu...ekki tímanlega...og kaupa jólatré á Þorláksmessu...er það? Neeei...ég held ekki...þá verða bara öll góðu trén uppseld...og það er ekkert gaman...

...en ég er byrjuð í nammibindindi...ég borðaði ekkert nammi frá mánudeginum 15. nóvember og þangað til í gær...hipp hipp húrra...svona verður þetta framvegis...nammidagur á mánudögum...sem er sniðugt því þá borðar maður minna nammi en um helgar...og besides...ef ég hef nammidag á laugardegi þá teygir hann anga sína í báðar áttir...föstudagskvöld og allan sunnudaginn...ójá...þetta er allt úthugsað...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: