23.4.04

...Og dagurinn í gær...

...var ef til vill sá besti sem ég hef upplifað...geng kannski ekki svo langt að segja í lífinu en allavega í langan tíma...

...byrjaði með því að ég fékk að sofa út á yndislegum sumardegi og fékk svo blóm og morgunmat í morgunsárið í tilefni dagsins frá ektamanninum...

...eftir mikið át af gómsætu brauði og kökum frá meistara Jóa Fel var haldið upp á ristjórn Fréttablaðsins og hófst þar prufudagurinn minn sem "blaðamaður" þar en það er víst það sem ég er að fara að gera í sumar...var ég send út með diktafón og ljósmyndara og vissi svo sem ekki nákvæmlega hvað ég átti að gera og reyndi bara að spinna eitthvað fram úr annarri erminni...fór í Grafarvog, Árbæ og Miðbæinn og tók tal af hressu fólki á Sumardaginn fyrsta...fór svo aftur upp á Fréttablað, skrifaði greinina og valdi mér einhverjar ljósmyndir. Auðvitað þurfti eitthvað að laga greinina til og svona áður en hún fór í blaðið...þannig að ég lærði mikið um það sem fylgir því að gera heilsteypta grein og held að mér hafi bara tekist ágætlega til...afraksturinn er svo að sjá í Fréttablaðinu í dag (Sumarið heilsaði með bros á vör)...

...eftir greinaskrifin var mér falið að þýða nokkrar stuttar, erlendar greinar og það var líka ágætisstuð líka...

...svo áður en ég fór fékk ég að sjá greinina mína uppsetta með myndum eins og hún myndi koma út í blaðinu og þá fékk maður smá fiðring í magann...ekkert smá gaman að sjá eitthvað eftir mann á prenti...magnaður andskoti...

...svo rölti ég heim til ektamannsins og hann gladdi mig með gómsætri Eldsmiðju-pizzu og bauð mér svo á Violent Femmes tónleika á Broadway...sem voru nú reyndar ekkert voðalega spes...svona la la...komu góðir punktar inn á milli en við fórum áður en þeir voru búnir því ég meikaði ekki að standa lengur og geispa í stiganum...

...þegar heim var komið var ég orðin svo ótrúlega þreytt eftir yndislegan dag þannig að ég heklaði aðeins yfir sjónvarpinu og lagðist svo í rekkju og var ekki fyrr lögst á koddann en ég sofnaði værum svefni...

...held að frumraun mín hafi nú bara verið skítsæmileg...eða hvað finnst ykkur?

...svo sem alveg sama því dagurinn var yndislegur...takk fyrir mig og góða nótt!
Stay black - Salinto!

21.4.04

...Og dagarnir...

...verða ekki mikið yndislegri held ég...

...ég vakna við hliðina á yndislegum manni á hverjum degi...var að fá yndislega vinnu í sumar og er að skella mér í leiklist með yndislegu fólki á eftir...

...lífið verður ekki yndislegra...
Stay black - Salinto!

18.4.04

...Og fyrst ferðsagan...

...er komin á alheimsvefinn þá held ég að ég greini frá geisladiskakaupum ferðarinnar...

...þau voru nú reyndar ekki stór...í heildina aðeins 3 diskar...

...byrjaði náttúrulega á því að versla meistaraverkið Fly or Die með snillingunum Pharrel og Chad Hugo í N.E.R.D...fyrsti diskurinn In Search of...er náttúrulega einn besti diskur í safninu mínu og mér leiðist að segja það að þessi er þó aðeins lakari...en maður fyrirgefur þeim það þessum elskum...mjög sátt við diskinn og var hann blastaður alla leiðina heim í flugvélinni...

...annar diskurinn sem ég keypti var Greatest Hits með Bítlunum - vol. II...minn fyrsti Bítladiskur...og braut ég þar með góðu regluna mína um að kaupa ekki fyrst Greatest Hits plötu með einhverri hljómveit...eeen ég stóðst það bara ekki...öll lögin á honum eru góð...og svo er hann tvöfaldur sem skemmir nú ekki...Boy Bandið frá Manchester getur bara ekki klikkað...All you need is love...All you need is love...All you need is love...love....love is all you need...

...þriðji og seinasti diskurinn er með Cure...Three Imaginary Boys...einn af fáum sem mig vantar í safnið...á nú reyndar eiginlega öll lögin á þessum disk á öðrum diskum...eeen þetta er náttúrulega bara skyldueign...Solid!
Stay black - Salinto!