6.9.03

...Og ég sem hélt að ég hefði...

...akkúrat ekkert að gera þegar ég kæmi heim...þar sem maður er ekki með neina vinnu eða neitt þannig...eeen viti menn...ég er bara ekki búnað stoppa...dagarnir eru alveg fullpakkaðir hjá mér...reyndar eru þeir nú ekki svo langir þar sem ég vakna aldrei fyrr en í fyrsta lagi um hádegisbilið (með hádegi meina ég um 14-leytið) þannig að það er ekki beint erfitt að fylla þá...en þeir eru fuddlir samt...bliiindfuddlir...eins og ég er búnað vera síðustu 2 árin...allt í móki barasta....

...eeen mamma er nú svo stolt yfir þessari edrúhelgi hjá mér að ég vil ekki spilla því með fyddleríissögum frá útlöndum...

...eeen já eins og ég segi er ég voða bissí þessa dagana...síðustu 2 daga er ég búnað vera hjálpa henni Önnu Siggu systur minni að flytja...voða stuð...fékk einmitt að vígja einhverjar voða undratuskur sem hún keypti fyrir fleiri þúsund krónur...langt síðan ég hef séð hana systur mína svona ánægða...veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta en eitt veit ég að þegar ég hoppa næstum hæð mína af ánægju yfir að hafa eytt hálfum mánaðarlaunum í tuskur og hreinsiefni þá er það sá hinn sami dagur og ég skít mig í hausinn (gömlukeddlingaraddir : "Oooo þessi ungdómur...næst segist hún aldrei ætla að eignast börn)...oooo já...meðan ég man...Ég ætla ALDREI að eignast börn...

...eeeen í gær kíkti ég svo í bæinn eftir öll þrifin...sótti hana Evu Dögg en hún var einmitt að horfa á Djúpu laugina í einhverju stúdíó...við brunuðum niðrí bæ og meeeen það var skrýtið...byrjuðum á NASA (við fengum ókeypis inn já já já...stungum fljótt af) og það er nú meiri sorgarstaðurinn...bara litlar smápíkur og gamlir, ógeðslegir kaddlar...ég meina er þetta framtíðin?! Ég er nú hrifin af eldri karlmönnum en þá meina ég bara í mesta lagi 7-8 ár...ekki 20!! O jæja...ég vona bara að ég þurfi aldrei að fara á kaddlaveiðar á NASA...reyndar vona ég að ég þurfi aldrei að fara á kaddlaveiðar punktur...en það er aldrei að vita...aldrei að segja aldrei...eeen allavega...þetta var sem sagt fyrsta "djammið" mitt á Íslandi í rúmlega 4 mánuði (Djamm er innan gæsalappa því ég var bláááááedrú) og ég byrja á því að fara á NASA...fussumsvei...ekki sterkur leikur þar sem á einu augabragði missti ég alla trú á íslensku næturlífi...eeeen ég náði að plata hana Evu og vinkonu hennar út af NASA og næsti viðkomustaður var Sólon að hitta Ólaf Skúlason (ójá...ég á sko fræga vini)...labbið uppá Sólon var kalt og var ég hissa að sjá að allt lífið virtist vera alveg niðrí bæ en ekki uppá Laugarvegi eins og í gamla daga...ojæja...hlutirnir verða víst að breytast eitthvað...eeen já...kalt var mér...brrrr...enda ekki klædd eftir veðri...eeen hvað með það...allavega...á Sólon var ekki margt um manninn þannig að við fluttum okkur yfir á Hverfisbarinn...my home...eða ég og Óli fluttum okkur...Eva og vinkona hennar fóru eitthvað annað (Held það hafi verið Nelly´s eða eitthvað álíka slísí...ójájájá...svona vini á ég eheheh)...eeeen röðin á Hverfis gekk rosa vel og kannski er það honum Ríkharði vini okkar að þakka...ég hélt nú bara að hann væri dauður eða fluttur aftur til Finnlands en þarna var hann...eins og klettur í dyrunum...langaði nú mest að smella mér á hann og prófa finnskuna mína (frasar eins og Kiitos (takk), yksi olut (einn bjór), hyva paaiva (góða kvöldið) og perkele (djöfulsins) hefðu örugglega vakið mikla lukku)...eeeen ég hélt mig í fjarlægð (eða bumban á honum gerði það) og leyfði honum að vinna sína vinnu...sem hann gerði með prýði og loksins loksins komumst við inná Hverfis...og ég held bara að augnkrókar mínir hafi vöknað af gleðitárum er ég kom inní dýrðina...bara ein setning sem komst að hjá mér..."I´m home!"...ójá...nú er ég sko komin til Íslands...þó troðið hafi verið á öllum tánum á mér....og nokkrum puttum (ekki veit ég hvernig) þá var það vel þess virði...Mama I´m coming home...

...eeen eftir kvöldið í kvöld þá hef ég misst trú á íslenskum karlmönnum og held ég leiti út yfir landsteinana...ég held ég hafi séð hálfan myndarlegan karlmann í gær (hálfan því ég sá bara aftan á hann)...hvað er málið með þetta "ég var að vakna og nennti ekki að hafa mig til"-look?! Mér finnst ekkert sexí við úfinn karlmann...tja...nema hann liggi upp í rúminu mínu...en þar sem þessir ungu herramenn og gömlu voru bara í góðum fílíng í bænum að reyna að komast á sjéns þá kveikti það ekki beint í mér...ætli útlöndin hafi gert mig picky?! Eða var ég bara búnað gleyma hvað íslenskir karlmenn eru ómyndarlegir (upp til hópa...ekki allir)...maður er svo góður vanur úr útlandinu...ojæja...ég man þá tíð sem sjúskaðir, úfnir karlmenn gerðu eitthvað fyrir mig...því miður er sú tíð liðin...nú þarf ég að fara að leita mér að karlmönnum í Dressman...bíðið þið meðan ég æli...

...eeen voðalega læt ég gamminn geysa...usss...maður verður nú aðeins að æfa sig í íslenskunni þar sem allt sem ég læt út úr mér hljómar eitthvað skringilega í hausnum á mér...mig langar aftur út...eeen fyrst eru það skuldir og svo eru það meiri útlönd...eeeeen ég skil samt ekki hvernig ég hef orku til að blaðra svona mikið því ég er búnað vera að baka í ALLAN dag...það er víst efnt til kökuboðs hér á morgun og er ég gestgjafinn þannig að ég þurfti að drulla mér fram úr rúminu klukkan 11.00 (sem er náttlega ekki guðslegur tími) og byrja að baka...guuuðð hvað verður erfitt að þurfa að fara að vakna upp við vekjaraklukku...

...eeen í kvöld er það annað edrúkveld á bíl þó búið sé að freista mín með miklu áfengi og ég veit ekki hvað...eeen skynsemin ætlar að fá að ráða...hún fær aldrei að ráða og er orðin soldið pirruð...eeen núna hefur hún vinninginn þar sem ég á 930 krónur í veskinu mínu (jammmsa...aleigan punktur is) og nenni ekki beint að vera skraufþunn á morgun að gera krem og gúmmulaði...eeen ég mæti nú víst í þetta partí sem mér er boðið í með bros á vör og reyni að skemmta mér innan um eftirlifandi og brautskráða meðlimi handsprengjuhornsins gamla í FB...stuuuuð...
Stay black - Salinto!

4.9.03

...Og í gær fór ég barasta og lét...

...loka kreditkortinu mínu...o jæja...gaman að því...ég er einmitt búnað komast að því að það er ömurlegt að vera hérna ef maður á ekki pening...og sérstaklega ef maður á mínus pening...eeeen ég held að það sé leiðinlegt hvar sem maður er...það er bara að ná í rassgatið á manni núna...

...eeen ég er samt glöð í bragði því í gær fór ég á skólasetningu hjá Nýja Söngskólanum og er því oficially byrjuð að læra söng...þó ég sé ekki búnað fara í neinn tíma...fer í tónfræði á mánudaginn og byrja svo í hálftíma tímum í einsöng eftir það í hverri viku...roooosa stuð...held ég verði soldið bissí ef ég fæ þessa vinnu...þá verður það bara sund...vinna...squash og söngskóla...og ég sem ætlaði líka að fara að æfa dans...tjaaa það verður víst að bíða...maður er jú svo góður dansari frá náttúrunnar hendi hvort sem er ehehehe...

...eeen já...ég held að ég sé uppáhaldssystir/vinur/kunningi þessa dagana því ég hef voðalega lítið að gera...tja nema hanga í tölvunni, skanna inn myndir og borða nammi með hundinum mínum þannig að nú í þessum skrifuðu orðum er ég að fara að sækja hana Önnu Siggu systur mína sem var að kaupa sér hús og er að fara að flytja og er ég að fara að hjálpa henni að þrífa úr skápum og svona herlegheit...og ekki nóg með það heldur svo klukkan 17.00 fer ég að sækja hina systur mína sem er betur þekkt undir nafninu Keikó alla leið uppá Fróða...ég held að ég sé bara draumur í dós..fiskibolludós jafnvel...
Stay black - Salinto!

2.9.03

...Og rétt í þessu var ég að skanna...

...inn myndir frá Spáni...endilega tjékkið á því...en þetta er bara brot af því sem koma skal og þar sem mér finnst óskaplega leiðinlegt að skanna þá bíðið þið bara spennt...
Stay black - Salinto!
...Og núna er maður endanlega...

...lentur á klakanum og í þessari líka bongó blíðu...eða þannig...brrrr...kaaaalt...

...kaaannski maður ætti aðeins að update-a....

...weeeell...ég lenti í Keflavík á fimmtudagskveldið og er ég kom úr tollinum þá biðu mínir yndislegu foreldrar þar eftir mér...ég var reyndar tekin í tollinum...töskurnar mínar gegnumlýstar og læti...þeim hefur greinilega fundist ég svona grunsamleg...eins gott að ég átti ekki meiri pening því ég ætlaði að smygla Tía María inn...*þurrkasvitaafskalla*...en já...þá brunuðum við í bæinn og þar beið mín dýrindistúnfisksalat a la Earlie Pearlie Sis...svo var Lillan smá þreytt þannig að hún pakkaði og afpakkaði smá og skellti sér svo í bælið...bælið sitt nota bene í fyrsta sinn í 4 mánuði...ljúúúft...

...svoooo var það föstudagurinn tekinn með trompi...vaknað eeeeld eeeeldsnemma og farið í vinnuviðtal á Landspítalanum...sem gekk bara ágætlega held ég...fæ að vita hvort ég fæ vinnuna um miðjan mánuðinn þannig að maður bara krossleggur puttana og vonar það besta...eftir viðtalið hafði ég ekkert að gera þannig að ég hringdi í hana Annie Siggie systur mína þar sem planið var nú að fljúga til Boston þennan sama dag þannig að mér fannst skemmtilegra að heyra í henni...þá bauð hún mér upp í minn ilhýra og ástsæla ex-(thank god) vinnustað í morgunkaffi...ég var nú reyndar ekkert svöng en fór samt og afþakkaði allar veitingar og stóð heldur á spjallinu í góðan hálftíma...fyndið að koma aftur...ekkert og enginn breyttur og eins og maður hafi aldrei farið...gaman að því...alltaf gaman að heimsækja vinnustaði á morgnana...allir svo úldnir og sætir og ógreiddir...eeeeen þar sem ég vildi nú vera flott í hárinu í Boston þá dreif ég mig í klippingu og permanent hjá henni Báru á Wink og talaði greyið stúlkuna í hel...það er svona þegar maður hefur ekki talað málið sitt í lengri tíma...ég vorkenni ykkur þarna úti sem eigið eftir að lenda í mér mouahahah (fórnarlambið í kvöld verður engin önnur en Sigríður Vala Vignisdóttir mouhahahaha)...eftir Winkið fór ég heim og pakkaði og svo sóttum við mútta Annie Siggie í vinnuna og brunuðum uppí Leifstöð...sem er á hraðri leið að verða lögheimili mitt þar sem ég er búnað eyða meiri tíma þar en heima hjá mér undanfarna daga....oooog þá lá leiðin til Boston...

...Nenni nú ekkert að filla ykkur inn í details um Boston ferðina...þar var gaman að koma til Bandaríkjanna og tónleikarnir voru geggjaðir...er ekki nóg fyrir ykkur að vita það...ef ég monta mig svo þá get ég sagt að við vorum á gestalista þannig að við þurftum ekkert að bíða í röð og fengum klikkuð sæti í svona boxi með borð og alles og hefðum ekki getað verið meira fyrir miðju...aaaalger snilld...tónleikarnir voru mergjaðri...brjáluð stemming og allir óðir í Björk...annað en við Íslendingarnir þar sem við vorum 4 mætt á þá...ekkert nema hneisa ussumbuss...

...En núna er ég komin heim aftur...er komin vel á leið að taka til í herberginu mínu og búnað raða öllum geisladiskunum mínum í rétta tímaröð eftir tónlistarmanni...ó já...ég veit að ég er sjúk...
Stay black - Salinto!