28.4.04

...Og það er alveg ótrúlegt...

...hvað sumar manneskjur eru yndislegar og frábærar...eins og hún Íris sem er að vinna með mér...magnað hvað þessi stelpa kemur sífellt á óvart í framkomu og atferli...alltaf með bros á vör og svo yndisleg persónu að það hálfa væri meira en nóg...

...og ég bloggaði þetta alveg af sjálfsdáðum...það bað mig sko enginn um það...
Stay black - Salinto!

27.4.04

...Og í morgun...

...fór ég í inntökupróf á Hótel Sögu í leiklistarskóla í Kent á Bretlandi...o já já...

...var nú ekki mikið búin að æfa mig...tók smá syrpu í gær því ég náði loksins smá tíma með leiklistarleiðbeinandanum mínum honum Darren...

...heeeld svona að minn litli undirbúningur hafi alveg skinið í gegn þar sem ég held að ég komist ekki inn...sem er svo allt í lagi...var nú bara svona að prófa fyrst að þessi skóli var að halda inntökupróf hér...hafði engu að tapa og allt að vinna...held að það sem ég hafi unnið hafi verið smá reynsla...annað ekki ehehe...sem er svo sem alveg nóg...

...eeen nú er frumraun minni í áheyrnarprófum lokið og því getur maður einungis horft fram á veginn og haldið ótrauður áfram á næsta ári...þetta var skemmtilegt...lærdómsríkt og aftur skemmtilegt...

...og svona við nánari athugun hefði ég kannski átt að eyða kvöldinu fyrir prófið í eitthvað annað en að horfa á Terminator 3...sem kennir manni nú kannski ekki beint mikið um góða leiklist...en ég er skrýtin...mér fannst hún skemmtileg...ég gef henni alveg 3 stjörnur af 4 mögulegum...þetta er bara eins og með Eurovision lög...þau eru mjög slæm ef maður ber þau saman við alvörutónlist...en auðvitað getur maður ekki gert það...maður hlustar á þau með það til hliðsjónar að þetta eru Eurovision lög...ekki Bítlarnir, N.E.R.D., Cure eða Nick Cave...og hlustun með slíku hugarfari sýnir manni oftast að þessi lög eru barasta ágæt út af fyrir sig...alveg eins og T3 var góð út af fyrir sig...engin Kill Bill en skemmtanagildið alveg á við James Bond...
Stay black - Salinto!
...Og ég er búin...

...að drekka svo mikið sódavatn þessa dagana að ég man ekki lengur hvernig venjulegt vatn er á bragðið...
Stay black - Salinto!
...Og í leti minni í gærkveldi...

...smellti ég mér inn á Sýn og horfði á endursýndan leik í NBA undanúrslitakeppninni...Houston vs. Los Angeles...

...ég var mikill aðdáandi NBA þegar ég var svona 12-14 ára...uppáhaldsliðið mitt var (og er náttúrulega) New York Knicks (því ég er svo mikill celeb) og ég safnaði körfuboltamyndum með Ásu vinkonu minni eins og mér væri borgað fyrir það...og er ég horfði á leikinn í gær rifjaði ég upp gömlu idolin...Mookie Blaylook, Michael Jordan, BJ Armstrong, Scottie Pippen og sjálfan Patrick Ewing...

...og er ég rifjaði upp æskuidolin sá ég andlit koma fyrir á skjánum sem ég kannaðist aðeins of vel við miðað við að hafa ekki horft á NBA í næstum því 10 ár...það var meistarinn Karl Malone...sem sást þar að leik með LA Lakers...en eins og menn muna eftir var hann nú í Utah Jazz þegar hann var upp á sitt besta...eða það hélt ég og blótaði honum í sand og ösku fyrir að hafa ekki hætt á toppnum...en viti menn...kaddlinn kunni sko aldeilid listina að drippla bolta ennþá og var nú barasta maður leiksins fyrir þá helvítis Lakers menn sem unnu leikinn í framlengingu...

...Lengi lifir í gömlu glæðum! Lifi NBA! Lifi Karl Malone!
Stay black - Salinto!

26.4.04

...Og hann...

...Mikael Torfason lítur út eins og ný-nasisti í dag...
Stay black - Salinto!
...Og yndið mitt...

...hann Jón Ásgeir bauð mér nú barasta út að borða á föstudagskvöldið á ekki verri stað en Rossopomodoro...en þar sem hann var upptekinn í viðskiptajöfraveislu í Monakó þá leyfði hann mér að bjóða nokkrum vinkonum mínum með þannig að ég bauð stelpunum í smáauglýsingunum auðvitað með...Nonni lét mig bara fá óútfyllta ávísun og við borðuðum og drukkum eins og við ættum lífið að leysa...

...Á Rosso var margt um manninn og þegar líða fór á kvöldið kom vinafólk mitt Árni Elliot og Chloe og slógust í hópinn...en voru eitthvað hálfstúrin og ekkert voðalega hress þannig að við stelpurnar stungum þau af og fyrsti viðkomustaður var Hverfisbarinn þar sem Bjarki Sigurðsson, handboltakappi með meiru og barnsfaðir minn var í góðu stuði...ég náði nú reyndar ekkert að spjalla við hann heldur kyssti hann bara nett á kinnina og fór svo niður á dansgólfið þar sem matnum var brennt...

...eftir Hverfis var svo haldið á Ölstofuna á smá reunion þar sem við félagarnir úr Tónlistarskóla Reykjavíkur vorum búin að mæla okkur mót...þar voru margir góðir menn samankomnir eins og Egill Ólafs og Helgi Björs...en þeir voru eitthvað þreyttir þannig að ég hékk bara mest með Rúnari Frey og Ólafi Darra, en við vorum einmitt saman í uppsetningu á Línu Langsokk í Úkraínu árið '85...

...eeen maður endist nú ekki lengi þar sem Teitur Þorkels tók mann á svo langt heimspekilegtsamtal þannig að ég flýtti mér nú bara fljótt heim í bólið til ektamannsins og steinsofnaði og vaknaði svo í gómsætan mat í fermingarveislunni hjá Sindra Eldon...

...góð helgi...
Stay black - Salinto!