27.6.03

...Og jæja já...

...núna sit ég hér líklegast í síðasta skiptið á internet kaffinu okkar hér í Granada...vorum að plana kveldið aðeins áðan og ég fór næstum því að gráta..án gríns...þó ég sé alveg tilbúin að fara þá eru þessir síðustu 2 mánuðir búnir að vera þeir bestu í lífi mínu...vonandi verða næstu 2 mánuðir eins góðir...það er nebblega komið nýtt ferðaplan..ég kem líklegast ekki heim fyrr en í endann ágúst / byrjun september...maður tekur Danmörk-Finnland-England (London) -Holland (Amsterdam) -Valencia-Bunol (Tómatstríðið)....en kvíðið ekki...ég kem heim fyrir ammælið mitt þannig að þið getið byrjað að safna fyrir gjöfinni minni...ef þið eruð ekki nú þegar byrjuð á því...eeen kannski maður dragi saman síðustu daga...

...á þriðjudagskveldið tókum við Bettie Hannigans á þetta...Michel fylgdi fast á eftir og svo komu Pieter og vinir hans frá Bretlandi en Pieter gaf okkur einmitt miða á Erasmus partí í Granada 10...og fyrst þetta var nú síðasta kvöld Bretanna þá ákváðum við náttlega að fara með þeim og detta í það...það var brjálað stuð á Hannigans og margar myndir teknar en Granada 10 var ekki eins gaman...samt gaman...vorum komin heim um 6 leytið en þar sem ég gat ekki sofið þá sat ég úti í smástund og hlustaði á tónlist og sofnaði um 7 leytið...frábært kveld...

...á miðvikudaginn var erfitt að vakna en ég fór í skólann og eftir skóla ætluðum við Bettie og Michel að fara til Sierra Nevada til að sjá snjóinn en það var bara ein rúta klukkan 9 um morguninn þannig að við náðum því ekki..í staðinn röltum við í Al Campo sem er stórt mall og keyptum hráefni í brjálað gott pastasalat...elduðum það í Calle de Tablas og tókum svo Golden Child og svefn á þetta...um kveldið fórum við svo út með herbergisfélögum okkar, þeim Diane og Anne sem voru að klára prófin sín...byrjuðum á Hannigans, svo Dolce Vita sem er staður með fullt af góðum skotum og síðan var Granada 10...það var voða stuð en við Bettie soldið þreyttar þannig að við vorum komnar heim um 4 leytið...gaman samt að fara með frönsku stelpunum for a change...þá getur maður líka haft læti þegar maður kemur heim því þær þurfa ekki að læra meira..veiii...

...á fimmtudaginn var erfitt að vakna en auðvitað gerði ég það og dreif mig í skólann...eftir skóla fórum við Bettie og Michel til vatnsins að njóta sólarinnar og baða okkur í vatninu með bera fólkinu og Michel æfði sig á gítar...ég held ég verði barasta að læra á gítar þegar ég kem heim...heavy gaman þegar hann var búnað kenna mér nokkra hljóma og svona...snilld...en ókosturinn við vatnið er að maður þarf að labba í 20 mínútur brjálað uppí móti til að komast í strætóinn en Lillan fór ótrúlega létt með þetta...greinilegt að maður er ekki alveg búnað drekka frá sér allt þol...þegar við komum aftur var stefnan sett strax á marókóska tapas barinn og þar borðuðum við á okkur gat...síðan var farið heim í netta sturtu og síðan Hannigans...Michel kom og hitti okkur þar en það var ekki mesta stuðið þar á bæ þannig að við kíktum yfir á Dolce Vita þar sem var brillíant gaman en þar sem Bettie var í prófi í dag þá fórum við heim um 3 leytið...en við heimkomuna elduðum við okkur bestu pizzu í heimi og horfðum á Zoolander...vöktum hálfa íbúðina og vorum við eins og ein stór hamingjusöm fjölskylda að horfa á Zoolander og möncha pizzu...ég sofnaði víst svo og hraut og var skemmtiatriði kveldsins..fyndnari en Zoolander og þá er nú mikið sagt!

...Í dag fórum við svo í skólann og sögðum bæ við alla sem við eigum ekki eftir að hitta í kveld og röltum í Corte Ingles að kaupa efni í Super nachos og elduðum það...síðan pökkuðum við því sem við gátum og sitjum hér núna að sörfa áður en við höldum í tapas hopp með Michel og síðan er smá kveðjuveisla á Hannigans...

En þá er það líka í fréttum að það er kominn nýr meðlimur í Tablas fjölskylduna...það er hann Paul frá Englandi sem talar óskýrt og hlustar á hræðilega músík..ég meina gaurinn vissi ekki hvað Pearl Jam eða Live var...

Lilja : Do you like Pearl Jam?
Paul : What is Pearl Jam?
Lilja : A music group, rock...
Paul : Aaa...never heard of them...

Hvað meinar gaurinn!!?? Ó well...við ætlum að taka hann með okkur í kveld á Hannigans þannig að vonandi kynnumst við betri hlið á honum á þessu síðasta kveldi okkar í Granada...

Svo er það Benalmádena um helgina með Bettie og fæ ég loksins að hitta foreldra henni sem verður brjálað stuð...

En þangað til næst..hafið það gott og haldið áfram að brosa..
Stay black - Salinto!

24.6.03

...Og jááá...

...í þessum skrifum skiptast á skin og skúrir...ég byrja á skini...svo kemur góður skúr og svo kemur skúr sem var samt brjálað skin...ef þetta meikar engan sens þá endilega lesið áfram þar sem útskýringar fylgja hér á eftir...en ef ykkur finnst ég vera leiðinleg þá endilega ýtið bara strax á delete...

...Á sunnudaginn ætluðum við Ash að kíkja í söfnin en þau voru öll lokuð þegar við komum þangað um 3 leytið...hefðum ekki átt að sofa svona lengi fussumsvei...eeeen í staðinn röltum við í subway-ið því ég hafði aldrei tekið subway og tókum nokkrar subway...það var voða stuð...síðan röltum við í flottasta garð sem ég hef séð sem heitir El parque de buen retiro...alger snilld...þar var nóg að gera enda sunnudagur og við urðum smá túristar og leigðum okkur bát og vorum úti á honum í klukkutíma eða svo...svo röltum við um og það var fullt af spákonum, sölumönnum og tónlistarmönnum að gera góða hluti...slöppuðum svo aðeins af á bekk nokkrum og röltum svo áleiðis á hótelið þar sem við lögðum okkur aðeins og kíktum svo út að borða...vorum komin tiltölulega snemma heim en fórum seint að sofa því við gátum ekki haldið kjafti...

...Og á mánudaginn var komið að dökka blettinum á minni dvöl hér á Spáni...ég þurfti að vakna tæplega sex um morguninn og Ash fylgdi mér útí leigubíl...allt gott með það nema ég lenti á ógeðslegum leigubílstjóra dauðans sem alltaf þegar við stoppuðum mældi mig út og sagði mér hvað ég væri súper falleg og falleg og æðisleg og bla bla bla...og spurði mig hvort ég ætti kærasta í Granada og ég ætti nú að eiga einn þar til að skemmta mér á næturnar og þetta var allt svona...nett ógeðslegur fimmtugur kaddl þannig að ég ákvað að hringja í Ash því mér var ekki alveg sama...en þá fattaði ég að ég hafði gleymt símanum mínum hjá honum þannig að ég þurfti að snúa við...þá bauðst leigubílaógeðið að bíða eftir mér og ekki setja mælirinn í gang en ég sagði honum bara vinsamlegast að fara...þá varð hann bara reiður og öskraði á mig að fara úr bílnum...og auðvitað gerði ég það...síðan flýtti ég mér á hótelið og mætti Frakka sem reyndi að tala við mig en ég ignoraði hann bara...þá byrjaði hann að öskra eitthvað á eftir mér þannig að ég reyndi að hlaupa með töskuna mína á hótelið...komst loksins þangað og hringdi bjöllunni en ekkert svar...þannig að ég þurfti að hringja á hótelið á hæðinni fyrir neðan og þar tók við mér annar pirraður nánungi sem öskraði og öskraði á mig fyrir að hringja ekki á rétt hótel en hleypti mér samt inn..loksins náði ég þá á Ash og hann með símann minn og hann fylgdi mér á stöðina og beið með mér eftir rútunni því ég var gráti næst...svaf svo úr mér alla hræðslu á leiðinni til Granada og var komin þangað um hálf eitt...hálf tvö fór ég síðan í skólann og það var voða stuð...

..Og nú er komið að mestu snilld sem ég hef nokkurn tímann upplifað! Ég, Bettie og Michel tókum rútu í gær til lítils bæs rétt hjá Granada sem heitir Lanjarón því í gærnótt var nótt San Juan og vatnsstríð í Lanjarón...og það var sko vatnsstríð...við reyndar komum til Lanjarón um sex leytið en stríðið byrjaði á miðnætti...en við bara chilluðum þar...svo byrjuðu herlegheitin og deeeem...ég hef aldrei upplifað annað eins...þúsundir manna á götunum með fötur, flöskur, vatnsbyssur og brunaslöngur og það var sko ekki eitt hár á mér sem var þurrt...þetta stóð í klukkutíma og það var vatn alls staðar frá sem skall á manni og svo dansaði maður og söng með Spánverjunum eins og maður átti lífið að leysa og hvaðeina! Jeddúdda mía...ég er enn að jafna mig sveimérþá...svo þegar allt var búið náðum við að húkka far til Granada og beint uppí rúm að hlýja sér...eeen ég get bara ekki lýst gærnóttinni með orðum...þetta er svona atburður sem ekki er hægt að taka mynd af né lýsa með orðum...you had to be there! Besta var samt þegar einhver gaur tók mig í svona snjóþotu og dró mig í gegnum þúsund fötur og slöngur og endaði ég svo í polli einhvers staðar í andskotanum ehehe...alger snilld og klikkuð stemming og allt það!!!!

En núna í dag er maður bara búnað fara í skólann og þurfti ég náttlega að segja öllum bekknum frá...Bettie er að leggja sig fyrir kvöldið því við verðum eiginlega að taka Hannigans á þetta því ég er ekkert búnað fara í laaangan tíma...alveg síðan síðasta fimmtudag...hneisa!

Hafið það gott og haldið áfram að brosa...
Stay black - Salinto!

22.6.03

...Ogggg....

...neeeiii...ég er ekki dauð...bara eitthvað óvenjulega mikið að gera hjá mér þessa dagana...en ég skal reyna að rifja upp þessa síðustu daga fyrir ykkur því ég veit að ykkur finnst svo óstjórnlega gaman að lesa um hvað ég skemmti mér vel á meðan þið sitjið á litla sæta Íslandi (sumir samt í Danmörku eða eitthvað þannig...)

Á miðvikudagskveldið kíktum við með José, Dan og vinum hans á Dolce Vita og svo skelltum við okkur á feríuna því það átti að vera eitthvað stærsti dagurinn eða eitthvað...réttara sagt nóttin en jæja...þar kíktum við í klessubílana og það var náttlega snilld eins og alltaf....svo kíktum við í Havana Club tjaldið og kíktum á Pieter og vini hans frá Bretlandi ehehe...þeir örugglega orðnir leiðir á okkur núna en jæja...svo kíktum við Bettie, Ruth (systir Bettie sem kom einmitt þennan dag), Michel, Ana og Camilla aftur út og við Bettie og Ruth fórum í snilldartæki þar sem maður hengur á hvolfi í loftinu og það er sprautað vatni á mann og svo fer maður í afturábak og áfram í hringi og brjálað stuð...eitthvað skrýtið að gerast fyrir Lilluna því hún varð ekkert hrædd...fannst bara ógeðslega gaman...lýst vel á þessa þróun...svo kíktum við aftur í Havana Club og djömmuðum þar þangað til 8 um morguninn með Bretunum og það var voða stuð....komum svo heim með látum um 9 leytið félögum okkar í íbúðinni til mikillar lukku...

Á fimmtudaginn var svo vaknað eftir góðan 4 tíma svefn og skelltum okkur til Almunecar að hitta Diane, Dan og vini hans á ströndinni...það var voða fínt...maður bara flatmagaði í sólinni og svaf...vorum reyndar ekki það mikið í sólinni en ég náði þokkalegum lit samt...vorum samt nettmyglaðar eitthvað og umferðarteppann lagaði það ekki...en um kveldið var svo smá kveðjupartí á BMC fyrir Chiaru og Önu og við skelltum okkur þangað og síðan flúðum við yfir á Hannigans því BMC er ekki bestasti staðurinn í Granada sko...á Hannigans hittum við svo Bretana enn og aftur og settumst ekki hjá þeim þar sem við vildum hvíla þá aðeins eheheheh...spiluðum actionary í smá stund og fórum svo bara snemma heim um 4 leytið...

Á föstudaginn svaf ég út alveg til hádegis og klukkan eitt komu Ana og Michel og við keyrðum til áar sem er 20 mínútur frá Granada...alveg yndislegt...hægt að synda og allt og það var nett snilld og klikkuð stemming því við hittum þar þýsku stelpuna, Sebastian, Camillu og Chiaru....nutum sólarinnar í góðum fílíng og fórum svo á bar rétt hjá og fengum ódýrasta mat í heimi og ekki þann versta ...um kvöldið var svo matarboð heima hjá Chiaru því hún er að fara og þar var samankomið allt skemmtilega fólkið...Marco og vinkonur hans frá Grikklandi og Spáni, Ana, Michel, Sebástian, argentísku strákarnir, Camilla oooog einhver í viðbót sem ég man ekki hver var...um 1 leytið stungum við Bettie og Ruth af og fórum á feríuna því fólk var almennt ekki í djammstuði heima hjá Chiaru eftir rosa gott ítalskt pasta...á feríunni byrjuðum við Bettie á að fara aftur í vatnstækið og það var snilld eins og fyrri daginn...svo kíktum við í nokkur tjöld og drukkum smávegis og svo kom Lillan með uppástungu ársins..."Hey Bettie...eigum við að fara í kúluna sem skýtur fólki upp í loftið eins og byssukúlu!?" (á ensku náttlega)...já that´s right...maður hefur fengið kjark hér í Granada og því gerði ég það sem ég gerði ekki á Costa del Sol í fyrra...ég fór í þessu fjandans kúlu og þetta er það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tímann gert! Djöfulsins argasta snilld...og maður fékk líka gott útsýni yfir Granada á meðan maður snerist hring eftir hring...alveg 9 evru virði...svo hittum við Pieter og bresku vini hans seinna um kveldið (surprise surprise) og djömmuðum með þeim þangað til um 8 leytið um morguninn...þá var haldið heim og aftur var mikil gleði í íbúðinni....

Á laugardaginn var ég svo vakin við símann en það var nú ánægjulegt því það var gamli góði vinur minn hann Ash að hringja og bjóða mér til Madrid...sagði fyrst nei og fór aftur að sofa en ákvað svo að skella mér og tók rútuna klukkan 15 og var komin kl.20 (sorrí Perla að ég hef ekkert haft samband en síminn minn er batteríislaus og ég kemst ekki inní símaskrána)...og magnað var að ég var búnað heyra um tónlistarbúð hér sem er voða ódýr sem heitir Madrid Rock og mig langaði að kíkja í hana en ég hafði ekki hugmynd hvar hún var...en þegar ég hitti Ash og við löbbum uppá hostalið haldiði ekki að þetta sé fyrsta búðin sem ég sé!!! Djöfulsins tilviljun og snilld og allur pakkinn! Ég verslaði mér þar 2 Nick Cave diska (safnið alveg að verða fullkomnað), 3 Cure diska og einn Rolling Stones disk...svo fjárfesti ég í einni DVD mynd...The Golden Child með Eddie Murphy...gaman að versla DVD myndir hér...þeir eru með svo heavy gamlar myndir...en fyrir allt þetta borgaði ég um 6500 íslenskar krónur sem er akkúrat ekki neitt...maður er bara í tónlistarhimnaríki...svo kíktum við út á lífið...fengum okkur að borða á örugglega versta veitingastað í Madrid...hittum skemmtilegan belgískan strák...kíktum svo á nokkra bari og svo heim snemma um 2 leytið...

Í dag er svo planið að kíkja í Reina Sofía safnið og athuga hvort einhverjar búðir eru opnar því ég þarf að fara aftur heim mjöööög snemma á morgun því ég er í tíma og svo er ég að fara í vatnsstríð í litlum bæ sem heitir Lanjarón með Bettie og Michel...gaman gaman...

Og Eva Ósk..heldurru ekki að ég hafi kennt krökkunum hérna rassadansinn...alger snilld!

En hafið það gott og ég reyni svo að skrifa ykkur einstaklingsbréf ef ég hef einhvern tíma núna í vikunni...annars þá bara þegar ég kem til Danmerkur sem er eftir rétt rúmlega viku...vei vei...

Koss og knús
Stay black - Salinto!