...Og jæja já...
...núna sit ég hér líklegast í síðasta skiptið á internet kaffinu okkar hér í Granada...vorum að plana kveldið aðeins áðan og ég fór næstum því að gráta..án gríns...þó ég sé alveg tilbúin að fara þá eru þessir síðustu 2 mánuðir búnir að vera þeir bestu í lífi mínu...vonandi verða næstu 2 mánuðir eins góðir...það er nebblega komið nýtt ferðaplan..ég kem líklegast ekki heim fyrr en í endann ágúst / byrjun september...maður tekur Danmörk-Finnland-England (London) -Holland (Amsterdam) -Valencia-Bunol (Tómatstríðið)....en kvíðið ekki...ég kem heim fyrir ammælið mitt þannig að þið getið byrjað að safna fyrir gjöfinni minni...ef þið eruð ekki nú þegar byrjuð á því...eeen kannski maður dragi saman síðustu daga...
...á þriðjudagskveldið tókum við Bettie Hannigans á þetta...Michel fylgdi fast á eftir og svo komu Pieter og vinir hans frá Bretlandi en Pieter gaf okkur einmitt miða á Erasmus partí í Granada 10...og fyrst þetta var nú síðasta kvöld Bretanna þá ákváðum við náttlega að fara með þeim og detta í það...það var brjálað stuð á Hannigans og margar myndir teknar en Granada 10 var ekki eins gaman...samt gaman...vorum komin heim um 6 leytið en þar sem ég gat ekki sofið þá sat ég úti í smástund og hlustaði á tónlist og sofnaði um 7 leytið...frábært kveld...
...á miðvikudaginn var erfitt að vakna en ég fór í skólann og eftir skóla ætluðum við Bettie og Michel að fara til Sierra Nevada til að sjá snjóinn en það var bara ein rúta klukkan 9 um morguninn þannig að við náðum því ekki..í staðinn röltum við í Al Campo sem er stórt mall og keyptum hráefni í brjálað gott pastasalat...elduðum það í Calle de Tablas og tókum svo Golden Child og svefn á þetta...um kveldið fórum við svo út með herbergisfélögum okkar, þeim Diane og Anne sem voru að klára prófin sín...byrjuðum á Hannigans, svo Dolce Vita sem er staður með fullt af góðum skotum og síðan var Granada 10...það var voða stuð en við Bettie soldið þreyttar þannig að við vorum komnar heim um 4 leytið...gaman samt að fara með frönsku stelpunum for a change...þá getur maður líka haft læti þegar maður kemur heim því þær þurfa ekki að læra meira..veiii...
...á fimmtudaginn var erfitt að vakna en auðvitað gerði ég það og dreif mig í skólann...eftir skóla fórum við Bettie og Michel til vatnsins að njóta sólarinnar og baða okkur í vatninu með bera fólkinu og Michel æfði sig á gítar...ég held ég verði barasta að læra á gítar þegar ég kem heim...heavy gaman þegar hann var búnað kenna mér nokkra hljóma og svona...snilld...en ókosturinn við vatnið er að maður þarf að labba í 20 mínútur brjálað uppí móti til að komast í strætóinn en Lillan fór ótrúlega létt með þetta...greinilegt að maður er ekki alveg búnað drekka frá sér allt þol...þegar við komum aftur var stefnan sett strax á marókóska tapas barinn og þar borðuðum við á okkur gat...síðan var farið heim í netta sturtu og síðan Hannigans...Michel kom og hitti okkur þar en það var ekki mesta stuðið þar á bæ þannig að við kíktum yfir á Dolce Vita þar sem var brillíant gaman en þar sem Bettie var í prófi í dag þá fórum við heim um 3 leytið...en við heimkomuna elduðum við okkur bestu pizzu í heimi og horfðum á Zoolander...vöktum hálfa íbúðina og vorum við eins og ein stór hamingjusöm fjölskylda að horfa á Zoolander og möncha pizzu...ég sofnaði víst svo og hraut og var skemmtiatriði kveldsins..fyndnari en Zoolander og þá er nú mikið sagt!
...Í dag fórum við svo í skólann og sögðum bæ við alla sem við eigum ekki eftir að hitta í kveld og röltum í Corte Ingles að kaupa efni í Super nachos og elduðum það...síðan pökkuðum við því sem við gátum og sitjum hér núna að sörfa áður en við höldum í tapas hopp með Michel og síðan er smá kveðjuveisla á Hannigans...
En þá er það líka í fréttum að það er kominn nýr meðlimur í Tablas fjölskylduna...það er hann Paul frá Englandi sem talar óskýrt og hlustar á hræðilega músík..ég meina gaurinn vissi ekki hvað Pearl Jam eða Live var...
Lilja : Do you like Pearl Jam?
Paul : What is Pearl Jam?
Lilja : A music group, rock...
Paul : Aaa...never heard of them...
Hvað meinar gaurinn!!?? Ó well...við ætlum að taka hann með okkur í kveld á Hannigans þannig að vonandi kynnumst við betri hlið á honum á þessu síðasta kveldi okkar í Granada...
Svo er það Benalmádena um helgina með Bettie og fæ ég loksins að hitta foreldra henni sem verður brjálað stuð...
En þangað til næst..hafið það gott og haldið áfram að brosa..
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli