20.12.03

...Og þá er maður mættur til vinnu...

...ójá ójá ójá...þvílík hamingja og gleði...alveg endalaus...eina sem kemur mér í gegnum þessa helgi er sú vissa að eftir vaktina á morgun þá get ég labbað hérna út úr húsi og inn í 7 daga jólafríið mitt...ó je beeeeibí beeeeibí...

...jólin eru að koma og djöfulsins suddalega komst ég í meira jólaskap en allt í gær á tónleikum í Grafarvogskirkju með Dívunum...það var alveg magnað...reyndar fannst mér Védís Hervör ekki alveg passa þarna inní þó hún sé góð söngkona og allt það og voðalega sæt og fín...Guðrún Árný var líka svona smá odd one out en ekki alveg eins mikið...en þær stóðu sig allar með prýði en Margrét Eir og Eyvör Pálsdóttir báru náttúrulega alveg af...váááá...ég bara fékk gæsahúð...

...niðurstaðan er sú að ég fór með miklar væntingar og varð ekki fyrir vonbrigðum heldur fóru þessi tónleikar fram úr mínum björtustu vonum...hefði ég tímt að borga 3.900 krónur fyrir? Humm haaa...já ef ég ætti efni á því...en eins og staðan er í dag...nei því miður...þannig að Sigga Vala fær stórt knús og koss fyrir þennan boðsmiða...
Stay black - Salinto!

19.12.03

...Og annar snillingur dagsins er...

...án efa ég sjálf...ég er reyndar snillingur vikunnar...humm haaa gætu sumir spurt sig...

...jááá...nú í vikunni lét ég stjörnuspána mína um að leiða mig...og já...það hefði ég betur látið ógert...ætla ekkert að fara nánar út í mínar aðgerðir...en ég vil bara segja eitt...ég vona bara að þær beri ekki árangur...

...annars er vikan búin að vera aldeilis kyngimögnuð og ekkert smá skemmileg vægast sagt! Bara allt gott um þessa viku að segja (nema þá örlaga- og stjörnuspátrúna mína...sem er svo sem ekki neitt sérstaklega bundin við þessa viku...)...ég elska fólkið sem ég vinn með því það er frábært....þessi vika er búin að vera róleg og því hefur maður haft tækifæri á að actually mingla við fólkið í kringum sig...og þá barasta kemur í ljós að það rokkar feitast af öllum!

...svo er jólaskapið aaaaalveg að drepa mig!

...„...það er allt breytt vegna þíííín...þú komst með jólin til mín, til mín, til mín...nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér...nú á ég jólin með þééééér...."
Stay black - Salinto!
...Og snillingur dagsins...

...er án efa hún bestasta vinkona mín Sigga Vala V...újeee beibí...snillingur sá er að bjóða mér á tónleika í kvöld með Dívunum...ég geeeeet ekki beðið...hlakka mest til að sjá Ragnheiði Gröndal því hún er um þessar mundir að gera allt vitlaust með lagi við uppáhaldsljóðið mitt til margra ára - „Ást" eftir Sigurð Nordal...úúújeeee...hún tekur það nú örugglega ekki í kvöld en ég hlakka samt massa til...

...„...dagarnir líða...umvafnir töfrum...ef hún viiiiill mig..."
Stay black - Salinto!

18.12.03

...Og hérna kemur smá til hans...

...Steinars litla dúllu í Skýrr...hann er víst eitthvað að bauna spurningum á mig á öldum ljósvakans...

...Steinar minn...eins og ég hef sagt finnst mér 500-kaddlinn alveg dead flottur og grúví og skemmtilegur og allt það og gaman að honum...hoooowever finnst mér hann ekki alveg eiga það skilið að halda áfram þar sem mér finnst hann aldrei sýna einhverja brjálaða söngtakta...low pointið hans definately útgáfa hans á lagi Ný Danskrar hér fyrir 2 vikum...enda lagið svo sem ekki upp á marga fiska. Mér finnst að hann ætti að fara að velja sér lög sem hann getur neglt og tekið í rassinn því hann er með alveg þrusurödd...

...Steinar...ég held með henni Önnu Katrínu frá Akureyri...mér finnst hún skemmtileg...með frábæra rödd og brosið á henni lýsir upp allan heiminn...það eru nú ekki margir sem eru þeim eiginleika gæddir. Ég vil sjá hana sem sigurvegara í þessari keppni...

...eeen fyrst við erum að tala um idol þá finnst mér þetta eitthvað svo bjánalegt...það er verið að reyna að gera stjörnur úr fólki sem er ekkert merkilegra en ég og þú og ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að halda annarri svona keppni úti hér á litla Íslandinu góða...

...en Steinar þú ert sniðugur strákur og ég held að við ættum að bara að fara að halda Idol-partí saman...hafðu það gott og takk fyrir mig ;)
Stay black - Salinto!
...Og í gær fór ég á...

...fjölmiðlarennsli á jólaleikriti Borgarleikhússins...Sporvagninum Girnd...ó já ó já...

...verð ég að mæla með þessu leikriti þar sem öll uppsetningin er gjörsamlega klikkuð...

...fyrsta sem maður rekur augun í er maður kemur inn á Litla Sviðið er hinn undursamlega sviðsmynd sem á sér ekkert líkt...ekkert smá flott...svona skipulögð kaos...svo er náttúrulega leikritið eftir Tennessee Williams svo klikkað að þetta getur varla klikkað en Stefán Jónsson fer alveg á kostum í leikstjórn á þessu tilfinningaþrungna verki...

...ég fékk bara sting í hjartað oftar en einu sinni á meðan á sýningunni stóð og lá við að ég missti mig úr spenning á tímum...

...ég var alveg grútsyfjuð en samt liðu þessir 2 tímar eins og 10 mínútur, svo vel heppnað var uppsetningin...

...ætla pottþétt á þetta aftur þar sem myndast ekki mikil stemming á þessu rennsli því það voru bara nokkrir ljósmyndarar, gagnrýnendur og svo við 5 í leiklist og Hlín Agnars að horfa...

...mæli með þessu krakkar...gerið eitthvað sniðugt um jólin...farið í leikhús svona þegar þið eruð búin að troða í ykkur öllum Machintosh molunum í skálinni - meira að segja þessum vondu með jarðaberja - og appelsínukreminu inní...
Stay black - Salinto!

16.12.03

...Og núna eru víst 2 bloggarar...

...úr vinnunni búnað finna mig...andskotinn...I thought this day would never come...það eru bloggarar ALLS STAÐAR for crying out loud...

...eeeen jæja...bætti samt linkum við á þá elskurnar litlu...lifi próförk...lifi umbrot...

...Lifi Lillan...
Stay black - Salinto
...Og nú er verið að reyna að mana mig upp í...

...að bjóða strák út á deit...ooo...ég þoli ekki þegar ég er mönuð upp í eitthvað...því ég læt aldrei skora á mig án þess að ég gangist við því...Sigga Vala V ætti nú að vita það best...

...en málið er bara að ég held að ég sé orðin afhuga karlmönnum...svona án gríns...það eru nokkrir svona vænlegir piltar sem eru bráðmyndarlegir...en það er samt enginn sem fangar mig alveg 100%...sem þarf náttúrulega að vera ef maður ætlar að leggja allt í sölurnar og actually setja hjarta sitt á skerbrettið og leyfa einhverjum að hafa sjéns á að skera það í tætlur og sprengja allar slag- og bláæðar...

...ég skil þetta barasta ekki...ég er farin að halda að ég sé búin að vera single aaaaalltof lengi...mér finnst þetta samt ágætt...fínt að langa ekki í mann...þá verður maður ekki einmana...þannig að ég er kannski bara í góðum málum...

...fólk ætti þá ekkert að vera að skora á mig þegar ég er í svona góðum fílíng...
Stay black - Salinto!

15.12.03

...Og mér finnst alveg sick gaman...

...hvað maður getur ekki talað við bestu vini sína lengi og svo hitt þá og allt smellur...þó maður verði samt aðeins að catcha upp...þá einhvern veginn er allt í lagi að tala ekki oft við þá...

...eyddi seinni parti dagsins með honum Nurse Óla sem var nokkuð gaman...kíktum í Kringluna og hann keypti gjöf handa sinni heittelskuðu...svo brunuðum við á Eldsmiðjuna og borðuðum svoooooo góða pizzu...og síðan lá leiðin í Vesturbæinn í besta ís í bænum sem við tókum heim og hámuðum í okkur (mennsk hakkavél - syndrome again and again) yfir Banzai og Survivor...

...nokkuð sátt við Survivor úrslitin...who would have thought...crazy Puerto Rican mother bara vann...alger snilld...ég hélt líka með henni eftir að Batik maðurinn var kosinn út...

...þéttur dagur...gaman þegar vikan byrjar vel...vonandi endar hún líka vel...
Stay black - Salinto!
...Og hvað er að gerast...

...í heiminum í dag...47 heimsóknir og klukkan bara 14.30....

...vááááá...ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég væri skemmtileg eitthvað...

...eeeen það er dautt í vinnunni...sem er mjööööög óvenjulegt...yfirleitt sest maður niður og headsettið er gróið við mann í 8 tíma en í dag er búið að vera óvenju rólegt...eiginlega bara hræðilega rólegt...sem þýðir það að tíminn líður hææægt...á gervihnattaöld...maður meira segja bloggandi í vinnunni og alles...það gerist nú ekki á hverjum degi...er samt með samviskubit dauðans...sveik strákana í squash í gær og þá kom á daginn að hann Atli greyið var eini sem mætti og borgaði sig inn og engin Lilja...buhuhu...búin að fá illt augnaráð í allan dag frá honum þannig að ég held ég verði að fara í Kringluna eftir vinnu og kaupa eitthvað fallegt handa honum...

...annars er ég búin eftir 1 hora....újeee beibí...party time...

...„Fegurstu rósir af runnum þess liðna...færi ég henni....ef ég nenni..."
Stay black - Salinto!

14.12.03

...Og ég gleymdi alveg að minnast á...

...breytt útlit Lillunnar...

...ó je ó je...fór í klippingu skelþreytt (svona í staðinn fyrir skelþunn - mér finnst svo gaman að skeyta skel fyrir framan orð...gerir þau svo lifandi eitthvað....magical...) á laugardagsmorguninn og breytti um stíl heldur betur...ójá ójá...

...ákvað að leyfa hárgreiðslukonunni minni að ráða því hún er snillingur og hún klippti á mig topp, dekkti hárið allsvakalega og endaði svo á því að slétta á mér hárið...og váááá...mig langar alltaf að hafa hárið slétt...it´s wunderbar! Deeeem...það er svoooo flott...og mjúkt og æðislegt...og toppurinn er alveg að gera sig...maður er bara gella sko...sem er soldið gaman sveimérþá...eeeen sælan verður víst úti á morgun eftir Veggsport þegar ég bleyti á mér hárið...þá koma liðirnir í ljós...sem eru samt alveg flottir líka...

...hver pant gefa mér keramik sléttujárn í jólagjöf?
Stay black - Salinto!
...Og maður var hálfneyddur í dag...

...fram úr heita rúminu sínu uppí Heiðmörk...í nístingskulda...í leit að jólasveinum...þurfti meira að segja að cancela squash-tímanum mínum við Atla og Magga...sem mér fannst nú frekar miður þar sem er alltaf gaman að spila við þá félaga...

...eeeen allavega...þá fór ég með múttu og fatta í jólasveinaleit hjá þeim skýrrörum...ég var plötuð undir þeim forsendum að krökkum systur minnar fyndist ég svo æðisleg og meiriháttar og því væri ég ómissandi í fagnaðinn...og ég er ekki frá því að það hafi verið rétt hjá þeim...

...ég er ekki frá því að ég hafi samt fengið vægt frostbit á tásurnar mínar...ég allavega fann ekkert fyrir þeim allan tímann sem ég stóð í Heiðmörkinni að reyna að þagga niður í litla, sæta voffanum mínum sem var ekki alveg nógu sáttur við margmennið...enda vanur því að eiga heiminn allan þegar litlir krakkar eru annars vegar..nú bara stálu jólasveinarnir sviðsljósinu...myndi kalla þá öllum illum nöfnum en það vill maður nú ekki gera rétt fyrir jól...

...eftir skemmtunina var svo brunað í bæinn...hefði nú verið sniðugt að fríska sig upp og labba í Yrsufellið...en ég lét það vera þar sem dofinn í tásunum var búnað breytast í djöfullegan sting...

...ég klæddi mig svo upp þegar heim var komið...hitaði mig aðeins undir sæng og skrapp svo til litla sæta Ormsins míns sem skrifaði fyrir mig diska þessi elska...langt síðan ég hef farið í heimsókn til hans samt þar sem maður kemst varla inn í herbergið hans fyrir drasli...urrr...ég er búnað bjóðast til að hjálpa honum einhvern daginn að taka til því ég er svo meiriháttar...vonandi þiggur hann það boð...annars fer það sem er að vaxa undir rúminu hans að taka yfir herbergið...

...eeen hann Ormur skrifaði fyrir mig nýja Outkast diskinn...úúújeeee beibí...alright, alright, alright, alright...þeir verða náttlega meira cool með hverju árinu...svo húmoraði hann mig aðeins og skrifaði fyrir mig svona mixed CD með svona jóla-popplögum...that´s right...ég er með svona secret fettish fyrir jóla-popplögum...I luuuuuv it...þá sérstaklega Nú á ég jólin með þér og besta af öllu: Ef ég nenni með Helga Björs....ooooo...jáááá...

...eftir skrif mikil fór ég svo yfir til Earlie systu í ammæli til hans Palla og þar át ég eins og fyrir 3 manneskjur...ég var bara eins og mennsk hakkavél sveimérþá...og svo var maður bara nettur töffari eins og alltaf...þakkaði fyrir sig, kvaddi boðið og fór inní herbergi að leggja sig...og steinrotaðist og svaf af mér ammælið..sem var nú frekar leiðinlegt þar sem litlu snillingarnir hans Palla eru nú þekktir fyrir góða og sniðuga brandara...

...svo er maður kominn heim í heiðarbólið...ojájá...stefnan er tekin á sængina í kvöld...újeeee...reyndar ætlaði ég að skrifa á jólakort en get það ekki þar sem ég er enn að bíða eftir að fá heimilisföngin send á tölvupósti....sumt fólk virðist ekki skoða póstinn sinn nema svona 1-2 á ári þannig að ætli ég sendi ekki jólakortin út bara milli jóla og nýárs...sem er synd því þau eru svo flott...homemade og allt saman...

...annars hlakka ég til að takast á við vikuna...hún lofar góðu...

...„Gimsteina og perlur...gullsveif um enni...sendi ég heeeeenni...ástinni minni..."
Stay black - Salinto!