14.1.05

...Og kreisí...

...bloggæði hérna yfir kvöldfréttunum...

...ég bara varð að skrifa...einhver fráhvarfseinkenni í gangi kannski...en ég var að lesa gamalt blogg...frá fyrstu vikunni sem ég bloggaði...fyrsta sem ég fattaði að ég er að verða búin að blogga í þrjú ár sem mér finnst áfangi út af fyrir sig...

...hins vegar las ég þessa færslu rétt í þessu:

"En nú víkur sögu minni að þvílíkri harmsögu í heimi tónlistarinnar því svo virðist að Aaron nokkur Lewis úr viðbjóðnum Stained (viðbjóður að mínu mati allavega) hefur tekið uppáhaldslagið mitt í öllum heiminum, með einmitt Pearl Jam (snillingar!), keflað það niður, rimmað það aðeins með smá rjóma og hreinlega riðið því í rassgatið og það er byrjað að fossblæða...þetta er einmitt lagið Black sem hann ekki aðeins jarmar til að reyna líkjast Eddie Vedder heldur meira að segja getur ekki einu sinni farið rétt með textann bölvaður! Ég efni til landsmótmæla á morgunn, föstudaginn 08.04 2002 á Ingólfstorgi stundvíslega kl. 06.30...mæting með þokulúðra og þess háttar æskileg...Pearl Jam aðdáendur allra hverfa sameinist!"

...þá rifjaðist upp fyrir mér sögnina að rimma sem er svo snilldarlega notuð í þessum pistli...að rimma var afar vinsælt orð meðal mín og félaga í Costa del Sol ferð svokallaðri árið 2002...ég er að hugsa um að útlista þýðingu orðsins ekkert frekar ef þið, kæru lesendur, kannist ekki við það en ég fullvissa ykkur um að ég mun nota það meira næstu daga...you can figure it out...
Stay black - Salinto!
...Og vááá...

...hvað þessi stelpa hérna er rosalega sæt...

...hún mun vinna þessa keppni...ég er viss um það...ég held allavega með henni...

...en kvöldið lofar góðu...íris smellir sér á Flókann fyrir idolið...og ég búin að leigja dirty dancing 2...usss...stelpukvöld dauðans...sem er yndislegt...ektamaðurinn ætlar meira að segja að flýja...óumbeðinn...það segir meira en mörg orð um það þegar tvær stúlkur koma saman yfir söng, dans og gleði...og með tvær stúlkur meina ég ég og íris...þar er aldrei hljóð...
Stay black - Salinto!
...Og...

...hvar er ég að vinna? jú...hjá 365 - prentmiðlum...það er óneitanlega svolítið skrýtið...

Stay black - Salinto!

12.1.05

...Og ég var beitt misrétti..

...í 10-11 á mánudaginn...sem mér finnst skrýtið því offitusjúklingar eru í meirihluta og ég var ekki með gleraugun mín...

...en já...þetta er flókið mál...á mánudögum er nefnilega nammidagur hjá mér og þá finnst mér fátt skemmtilegra en að fara út í búð og kaupa fultl af nammi sem ég get engan veginn klárað...og slíkt gerði ég á mánudaginn...einn bingókúlupoki, jógúrtnammi og snickers...nammi namm...

...maðurinn á undan mér á kassanum var með fullt af ávöxtum og skyri og svona healthy shit...sem ég borða vanalega...nema á mánudögum...anyways...þegar gaurinn á kassanum var búinn að skanna allt inn þá spurði hann með sinni íðilfögru rödd "Fannstu allt sem þig vantaði?" og maðurinn með hollustuna jánkaði því...ég meðan ég fylgdist með þessum samskiptum hugsaði ég hvað 10-11 væri frábær búð að hugsa svona um viðskiptavini sína og ég ætlaði jafnvel að hrósa afgreiðslumanninum fyrir hugulsemina...en allt kom fyrir ekki...þegar hann var búinn að skanna inn óhollstuna mína sagði hann mér verðið...sem var svimandi hátt...og horfði á mig tómum augum þangað til ég reyddi fram peninga...

...ég er sársvekkt og móðguð yfir því að ég hafi ekki verið spurð sömu spurningar og maðurinn fyrir framan...það er kannski til einhver ný gerð af snickers sem mig langaði í en fann ekki...ef hann hefði spurt mig með sömu gæsku og hann spurði manninn hefði ég bent honum á nýju tegundina...þá hefði hann talað við verslunarstjóra og verslunarstjóri pantað vöruna inn...búðinni borgað!

...en í staðinn brennur hún í helvíti...
Stay black - Salinto!

11.1.05

...Og af hverju...

...hendir fólk jólatrjánum sínum út á miðja gangstétt?! Hvað er það?!

...ég datt í morgun og ég er pirruð...helvítis jólatré!
Stay black - Salinto!