12.1.05

...Og ég var beitt misrétti..

...í 10-11 á mánudaginn...sem mér finnst skrýtið því offitusjúklingar eru í meirihluta og ég var ekki með gleraugun mín...

...en já...þetta er flókið mál...á mánudögum er nefnilega nammidagur hjá mér og þá finnst mér fátt skemmtilegra en að fara út í búð og kaupa fultl af nammi sem ég get engan veginn klárað...og slíkt gerði ég á mánudaginn...einn bingókúlupoki, jógúrtnammi og snickers...nammi namm...

...maðurinn á undan mér á kassanum var með fullt af ávöxtum og skyri og svona healthy shit...sem ég borða vanalega...nema á mánudögum...anyways...þegar gaurinn á kassanum var búinn að skanna allt inn þá spurði hann með sinni íðilfögru rödd "Fannstu allt sem þig vantaði?" og maðurinn með hollustuna jánkaði því...ég meðan ég fylgdist með þessum samskiptum hugsaði ég hvað 10-11 væri frábær búð að hugsa svona um viðskiptavini sína og ég ætlaði jafnvel að hrósa afgreiðslumanninum fyrir hugulsemina...en allt kom fyrir ekki...þegar hann var búinn að skanna inn óhollstuna mína sagði hann mér verðið...sem var svimandi hátt...og horfði á mig tómum augum þangað til ég reyddi fram peninga...

...ég er sársvekkt og móðguð yfir því að ég hafi ekki verið spurð sömu spurningar og maðurinn fyrir framan...það er kannski til einhver ný gerð af snickers sem mig langaði í en fann ekki...ef hann hefði spurt mig með sömu gæsku og hann spurði manninn hefði ég bent honum á nýju tegundina...þá hefði hann talað við verslunarstjóra og verslunarstjóri pantað vöruna inn...búðinni borgað!

...en í staðinn brennur hún í helvíti...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: