8.10.04

...Og jahérna...

...hér...ég byrjaði mánuðinn á því að gefa út þá yfirlýsingu að ég ætlaði að spara...það á maður aldrei að gera...

...ég fór í Kringluna í gær og beint í Centrum því það er uppáhaldsbúðin mín...and as it so happens...mjög dýr...auðvitað stóðst ég ekki mátið...tók þrjá kjóla með mér inní búningsklefann og mátaði...en ég náði bara að máta einn því hann var svo flottur og The Dress að ég varð að kaupa hann...alveg opinn í bakið og fleyginn niður á mitti...maður er nú búinn að vera duglegur í ræktinni þannig að maður nær að fela mestan hluta af göllum sínum með beinu baki og hertum maga...oooo...það er líka svo gaman að vera fínn í svona boði...besides...ég get réttlætt þessi kaup fyrir mér því þetta fyllerí verður nánast ókeypis...

...enníhús...keypti líka smá í afmælisgjöf handa ektamanninum en stóri dagurinn hans rennur upp 25. október næstkomandi...jibbý!!

...en núna er það vinna...síðan út að borða í hádeginu og því næst Jónsi, Jón Ásgeir og Björgólfur á Nasa...
Stay black - Salinto!

5.10.04

...Og...

...ég var að sörfa á netinu í gær...gera hápunkt í Fréttablaðið fyrir America´s Nex Top Model og viti menn...serían er búin útí löndum...og núna veit ég hver vinnur :(

...þetta er svo ömurlegt að mig langaði að grenja...hástöfum...oní glas og drekka það síðan...eins og í Cry Baby...snilld...enníhús...ég ætla ekki að upplýsa sigurvegarann þar sem ég vil að fólk njóti einhvers góðs af þessum þáttum...og gamans...ég vildi að þeir væru á hverjum degi þeir eru svo skemmtilegir...

...annars hitti ég Írisi í Smáralind eftir vinnu í gær...mátaði 12.000 króna kjól og núna langar mig í hann...buhu...það væri nú gaman að vera fancy á Norðurljósa-djamminu um helgina...eeen ó well...ætli maður láti ekki gömlu larfana duga...
Stay black - Salinto!