...Og jæja...
...ég er búin að hugsa vel og lengi hvort ég eigi að demba fréttum dagsins á alheimsvefinn og er bara að spá í að gera það til að skrifa þær frá mér og halda lífi mínu áfram...
...loksins í dag fékk ég loka staðfestingu á því að ástin er ekki fyrir mig...
...mér var dömpað...og ekki nóg með það...í SMS-i...helvítis Færeyingurinn (sem er búinn að vera kærastinn minn síðasta mánuðinn og sá ekki sólina fyrir mér þangað til í dag) hafði ekki manndóm í sér til að hringja frá Færeyjum og segja mér að hann væri byrjaður með einhverri færeyskri stúlku..."Lilja...þetta gengur ekki lengur og ég get ekki logið lengur"...hmmm....en að sjálfsögðu gat hann ekki hringt...það er náttúrulega svo svakalega dýrt að hringja svona á milli landa...ódýrt og einfalt að senda SMS...þá þarf maður ekkert að eiga von á því að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar...
...eftir klukkutíma af grenji og volæði er ég búin að hugsa í allt kvöld hvað þetta þýði...og ég held að þetta hljóti bara að þýða að ég eigi að halda mig frá karlmönnum og ástinni...og greinilega ekki treysta fólki þar sem því er búið að finnast voðalega gaman að særa mig síðustu mánuðina...
...en eins og Ormur sagði þá hefur maður gott af því að vera dömpað...hef ekki verið dömpað eiginlega síðan árið 2001...og viti menn...það var líka í SMS-i! Jahérna hér...
...með höfuðverk og grenjverki í augunum kveð ég að sinni og óska ykkur gleðilegs árs...ég ætla að halda áfram að vera tilfinningalaus og köld...óglatt og bíðandi eftir öðru SMS-i sem segir: "Nei ég var bara að tvatla í þér!"
Stay black - Salinto!