31.10.03

...Og ég pantaði mér gleraugu...

...um daginn og fæ þau eftir svona 2 vikur...sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema hvað þau kostuðu...samtals þarf ég að borga krónur 50600...mér finnst þetta ekki fyndið og fór ég út úr búðinni gráti næst...bara fokkín sjónskekkjuglerin mín kosta 38200...djíses...þetta er svona í fyrsta sinn í sögu lífsins sem mig langar að drepa mig fyrir það eitt að sjá illa...

...bara svo þið gleymið því ekki þá er styrktarsjóður minn opinn 0537-26-851044...

...ég treysti á ykkur að treysta á mig...
Stay black - Salinto!
...Og...

...lífið er yndislegt...

...vissuð þið það?

...er maður ekki bara ógeðslega heppin að vera á lífi, fá alltaf nóg að borða, ganga um í hreinum, óslitnum fötum, hafa aðgang að tölvu á hverjum degi, hafa aðgang að bíl á hverjum degi, sofa í hreinu, hlýju, mjúku rúmi, eiga nóg að vinum sem þykir vænt um mann, eiga fjölskyldu á lífi sem þykir vænt um mann, eiga hund sem er mesta dúlla í heimi, missa aldrei af strætó, vera að læra söng, vera að læra leiklist, eiga líkamsræktarkort, vera í góðri, skemmtilegri vinnu, eiga fullt af fallegum eyrnalokkum, eiga fullt af fallegum töskum, vera laus við alla fyrrverandi-kærasta sem eru aumingjar, vera laus við biturleika, geta fengið sér í glas um helgar, vera fótógenískur, eiga vini í útlöndum frá útlöndum, eiga vini sem senda manni email, eiga GSM síma sem virkar, eiga úr sem virkar, búa í húsi sem er ekki að hrynja, lifa í landi þar sem sprengjuárásir eru ekki daglegt brauð, búa á landi sem svona að meðaltali 2 manneskjur eru drepnar á hverju ári, eiga ekki við fíkniefnavanda að stríða, vera ekki veikur á geði eða líkama, eiga popp í búrskápnum, eiga ís í frystinum, eiga maltabita upp í skáp, eiga sér draum sem getur ræst, vera góður í því sem maður vill gera í lífinu, kynnast nýju fólki á hverjum degi, eiga fullt af geisladiskum sem maður fær aldrei leið á, eiga næstum allar Friends spólurnar sem maður fær aldrei leið á, vinna með skemmtilegu fólki, hafa verið alltaf að vinna með skemmtilegu fólki, vera með það marga MSN contacta að það er alltaf einhver online, eiga ferðageislaspilara, eiga dvd spilara, eiga vídjó, eiga sjónvarp, eiga græjur...

...einhvers staðar annars staðar í heiminum væri ég rík rík manneskja...en ekki á Íslandi...er ekki eitthvað soldið mikið að í þeim heimi sem við lifum í í dag...
Stay black - Salinto!

30.10.03

...Og mér þykir svo obboslega vænt um...

...vinahót...líka þessi pínkulitlu...þegar vinur þinn gerir eitthvað og lætur þig vita af því að honum þykir vænt um þig og að honum langi að vera vinur þinn...

...eins og þegar einhver fær sér símanúmer og má velja eitt frí-símanúmer...og velur þig...

...mér var lagt vinahót í té í dag...

...takk fyrir mig og góða nótt...(því internationalinn...mun tengja strönd við strönd...og fara yfir strikið á fleiri stöðum en í Köben ;)
Stay black - Salinto!
...Og djöfull er magnað...

...að mér var að berast póstur rétt í þessu...sem er svo sem ekki frá sögu færandi en þessi póstur kom frá Hverfisbarnum til að segja mér hvernig helgin verður þar og hvetja mig að kíkja...

...well...núna man ég ekkert eftir að hafa skráð mig á neinn Hverfisbars-póstlista...getur kannski verið að maður hafi slefað þetta út úr sér yfir einum köldum Kalla eitthvað mánudagskvöld?

...ætti maður að fara í meðferð?
Stay black - Salinto!
...Og „helgin" byrjar nú bara með flashbacki...

...í gamla tíma sveimérþá...

...kíkti með Siggu Völu V at hotmail punktur com og LL Cool J at skýrr punktur is á gamla vinnupöbbinn Jensen (eða Wall Street eins og sumir kjósa að kalla hann)...það var mögnuð stemming...þokkalega þung og sveitt og bara ekki alveg sami fílíngur þegar maður er byrjaður að vinna annars staðar og svona...

...og þó að maður hafi nú ekki hitt neina skýrrara eða neitt þannig þá saknaði ég samt stundana okkar þrenningarinnar á hverfispöbbnum hérna í denn...það var alltaf að gaman að skella sér eftir vinnu í einn kaldan og spjalla um daginn og veginn og náttlega mest vinnuna...og fá sér svo kannski annan...og hjóla svo heim...tja eða mæta í hina vinnuna...

...kannski er það bara gott að maður hætti meðan maður hafði ennþá ferskt andlit og svona...maður vill nú ekkert verða neitt sjúskaður af drykkju...maður vill halda úthaldinu í lagi og hárinu fínu...
Stay black - Salinto!

29.10.03

...Og ég var ekki alveg nógu sátt í dag...

...þegar grunur minn var staðfestur í sambandi við inntöku í leiklistardeild Listaháskóla Íslands...

...það er bara ekkert tekið inn á þessu ári eins og ég vissi reyndar...eeeen ég ákvað að senda þeim bréf og spyrja af hverju...þá kemur í ljós að stjórnvöld borga eina milljón með hverjum nemenda sem er tekinn inn í skólann eeeen þeir vildu ekki gera það fyrir næsta ár...svo er húsnæðið svo lélegt að það virðist ekki rýma fleiri nemendur með góðu móti...

...djöfulsins helvítis rugl er þetta! Þetta væri kannski í lagi ef fleiri skólar væru til á landinu sem maður gæti fengið leiklistarmenntun á háskólastigi í en svo er nú aldeilis ekki og virðist maður þurfa að flýja land til að láta drauma sína rætast! Er ástandið í þjóðfélaginu orðið svona hart? Ég tala nú bara fyrir mig en ég á ekki beint pening til að eyða 2 milljónum í skóla á ári næstu 4 árin þegar ég ætti að geta það hér heima fyrir 120 þúsund per annum...og ég tala nú ekki um þá fjölmörgu sem hafa ekki annað tungumál á sínu valdi og geta hreinlega ekki lagt í það að ferðast erlendis í nám sem er ekki á þeirra móðumáli...

...mér finnst þetta til háborinnar skammar og ég skora á íslensk stjórnvold og Tómas Inga Olrich þá fremstan í flokki að gera eitthvað í málunum áður en Ísland glatast í menningarsnauðan og dimman pitt! Og hana nú!
Stay black - Salinto!
...Og ég verð alltaf...

...ákveðnari og ákveðnari í því að næla mér í mann sem spilar á píanó þegar ég hlusta á ljúfa píanótóna Nick Cave...mmmm...nammi namm...bíður sig einhver fram?
Stay black - Salinto!

27.10.03

...Og djöfull er það skemmtilegra en allt...

...þegar maður kemst að því hvað manni langar virkilega að gera í lífinu...og þegar maður losnar við efann og gerir sér grein fyrir því að maður geti það virkilega...og þegar maður fyllist ánægju og gleði í hvert skipti sem maður kemst í tæri við það sem maður vill gera...þó ekki sé nema að horfa á það...

...og á sama tíma er það óstjórnlega pirrandi þegar maður vaknar á morgnana og er ekki að vinna við það sem maður vill gera og veit að maður á ekki eftir að gera það í nánd...þegar maður sér ekki einu sinni á byrjunina...hvað þá á endann...

...eeeen bjartsýninn lifir...ég er fátæk, ferðast um með strætó og eini maðurinn sem elskar mig er pabbi minn...
Stay black - Salinto!
...Og ég var að spá í því áðan...

...að nú er ég búnað vera heima í næstum því 2 mánuði og ég er ekki búnað eiga krónu allan þennan tíma...samt er ég á djamminu hverja einustu helgi...í squashi...í leiklist...og í söng og ekki að horast úr hungri...því miður...

...ég held að ég verði nú að þakka foreldrum mínum innilega fyrir þennan stuðning...þó að þetta sé nú bara allt eitt stórt lán...en þau fá samt smá virtual knús frá mér þó þau lesi þessa síðu aldrei því það virðist eitthvað flækjast fyrir þeim að kveikja á tölvu blessununum...en ég elska þau samt...
Stay black - Salinto!
...Og mig langar að sjá...

...Mótmælanda Íslands bara út af þeim fleygum orðum sem hann lét falla í Kastljósinu um daginn...sem gera hann líka að hetjunni minni...

...„...ég geri engan mun á kúk og skít..."

Snillingur!
Stay black - Salinto!