31.10.03

...Og...

...lífið er yndislegt...

...vissuð þið það?

...er maður ekki bara ógeðslega heppin að vera á lífi, fá alltaf nóg að borða, ganga um í hreinum, óslitnum fötum, hafa aðgang að tölvu á hverjum degi, hafa aðgang að bíl á hverjum degi, sofa í hreinu, hlýju, mjúku rúmi, eiga nóg að vinum sem þykir vænt um mann, eiga fjölskyldu á lífi sem þykir vænt um mann, eiga hund sem er mesta dúlla í heimi, missa aldrei af strætó, vera að læra söng, vera að læra leiklist, eiga líkamsræktarkort, vera í góðri, skemmtilegri vinnu, eiga fullt af fallegum eyrnalokkum, eiga fullt af fallegum töskum, vera laus við alla fyrrverandi-kærasta sem eru aumingjar, vera laus við biturleika, geta fengið sér í glas um helgar, vera fótógenískur, eiga vini í útlöndum frá útlöndum, eiga vini sem senda manni email, eiga GSM síma sem virkar, eiga úr sem virkar, búa í húsi sem er ekki að hrynja, lifa í landi þar sem sprengjuárásir eru ekki daglegt brauð, búa á landi sem svona að meðaltali 2 manneskjur eru drepnar á hverju ári, eiga ekki við fíkniefnavanda að stríða, vera ekki veikur á geði eða líkama, eiga popp í búrskápnum, eiga ís í frystinum, eiga maltabita upp í skáp, eiga sér draum sem getur ræst, vera góður í því sem maður vill gera í lífinu, kynnast nýju fólki á hverjum degi, eiga fullt af geisladiskum sem maður fær aldrei leið á, eiga næstum allar Friends spólurnar sem maður fær aldrei leið á, vinna með skemmtilegu fólki, hafa verið alltaf að vinna með skemmtilegu fólki, vera með það marga MSN contacta að það er alltaf einhver online, eiga ferðageislaspilara, eiga dvd spilara, eiga vídjó, eiga sjónvarp, eiga græjur...

...einhvers staðar annars staðar í heiminum væri ég rík rík manneskja...en ekki á Íslandi...er ekki eitthvað soldið mikið að í þeim heimi sem við lifum í í dag...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: