31.7.07

...Og áðan...

...fékk ég besta hrós sem ég hef nokkurn tímann fengið...

...Erla systir hringdi í mig og sagði mér að hún hefði sagt við Glódísi, þriggja ára dóttur sína, að hún væri að fara að hringja í Lilju Katrínu frænku...þá sagði Glódís þessa yndislegu setningu: "Hún er rosalega falleg"..

...mér hlýnaði svo um hjartaræturnar og ekki skemmdi fyrir að þegar Erla var að segja mér þetta í símann þá heyrðist í Glódísi á bak við "Hún er líka algjör dúlla"...

...mér hefur aldrei liðið betur en í dag enda ekki slæmt að fá svona hrós frá fallegustu manneskju í heiminum...



Stay black - Salinto!