7.5.04

...Og í kvöld...

...er það Kill Bill maraþon svokallað með systrunum...

...Á dagskrá verða Kill Bill Vol. 1 og Kill Bill Vol. 2 ef það sagði sig ekki sjálft...

...annars verður bara pöntuð einhver sveitt pizza og notið lífsins yfir snilldarverki Tarantino...sem sagt veisla bæði fyrir eyru, augu og munn í kvöld...fílaþa...
Stay black - Salinto!
...Og minn yndislegi, bakveiki ektamaður...

...bauð mér nú bara á tónleika á miðvikudagskvöldið...jú á Kraftwerk einmitt...

...þessi tónleikar voru nú bara hreint út sagt yndislegir...vááá...ekki er ég nú aðdáandi og þekki ég nú bara nokkur lög úr útvarpinu en þetta var nú barasta frábært...flott uppsetning...stílhrein og flott...og stemmingin alveg frábær....bestu tónleikar hingað til á þessari blessuðu tónleikatörn...vonandi fer það bara batnandi...

...eeen já...maðurinn er bakveikur...það er þá ellimerki nr. 2...nr.1 var þá gráu hárin...æææææjjj...ekkert gaman að vera með svona eldri mönnum...nefið fer örugglega bráðum að detta af honum...
Stay black - Salinto!

5.5.04

...Og á eftir...

...er það svo bara Kraftwerk í Kaplakrika...nenni samt ómögulega út í sveit...en hvað gerir maður ekki fyrir gæðamúsík...
Stay black - Salinto!
...Og...

...í fyrradag fór maður niðrá Austurvöll og lagði banana fyrir framan okkar forláta Alþingis-hús...

...í gær fór maður á fund í Smárabíó hjá starfsmannafélagi Norðurljósa...og þá áttaði ég mig á því í örsekúndu að svo gæti farið að ég myndi missa vinnuna bráðum...og mér finnst það fúlt og ég fæ sting í hjartað því nú er ég búnað fá svo skemmtilega vinnu að skrifa upp á Fréttablaði að ég vil helst ekki missa hana...

...en það er ekki hægt að hugsa svona neikvætt...ef fer í hart þá er minnsta málið að ráða einhvern Albana til að stúta Dabba Berlusconi og öllum hans kjölturökkum...

...annars fór ég í bíó í gær...sem tengist þessu svo sem ekkert...en það er í fyrsta sinn sem ég hef farið í bíó og ekki vitað neitt um hvað myndin var þegar ég kom út...eins og flestir vita þá sofna ég yfirleitt eitthvað yfir myndum en aldrei þó alla myndina...ektamaðurinn þurfti svo að segja mér um hvað hún var þegar við komum út...gaman að því...
Stay black - Salinto!

4.5.04

...Og er ég sú eina...

...sem skilur akkúrat ekkert í þessum texta?!

Heaven

I still miss you
And it makes me feel blue,
And I’m lost
Without those colours of you.
I can’t think straight
I just wanna be.
Wherever you are
When your not here with me.

Blend with my blue
Those colours of you.
Please help me
See it through ooh.
This journey I must
Take all alone.
I blend my blue
In those colours of you.

I lay down and cry
And the rivers are dry,
Oh, to unvail my heart
When you kiss me goodbye.
And when you set sail
Fair winds... all the way.
So, farewell
That’s all I can say.

Blend with my blue
The colours of you.
Oh, please help me
See it through ooh.
This journey I must
Take alone.
Oh, so just blend your
Colours with my blue.

And I know
I’ll find my love tonight
I can feel you reaching out
I got this feeling deep inside
It’s in my head
It’s in my heart.
I know
Your love tonight
And I know
You’ll be by my side.
I know
You’ll help me see it through.
Blend your colours
With my blue

Stay black - Salinto!

3.5.04

...Og ég og Íris...

...erum búnar að taka upp á því að safna stjörnumyndum alveg síðan Norðurljósa-kvöldið fræga átti sér stað...

...ef einhver sem er svo mikið sem semi-frægur kemur hingað upp í vinnu til okkar þá hoppum við hæð okkar og roðnum og blánum og biðjum hann síðan að sitja fyrir með okkur á mynd....og það hefur tekist mjög vel...

...hérna sjáið þið afraksturinn...and there´s more to come...
Stay black - Salinto!
...Og við nánari hlustun...

...á nýja N.E.R.D disknum Fly or Die þá hef ég skipt um skoðun...mér finnst hann yndislegur og alls ekki lakari en sá fyrri...tja...fyrri diskurinn er ef til vill eilítið ferskari en nýi er barasta snilld...skemmtilegir textar...aðeins rólegri lög en samt nettur taktur og góð melódía...tók hann vel í hlustun í síðustu viku þegar ég hjólaði til ektamannsins í Norðurmýrina og hjólaði svo aftur heim upp í Breiðholt einhverja heavy langa leið þannig að ég var svona klukkutíma á leiðinni...

...eeeen ég skil ekki af hverju er verið að eyða pening og tíma okkar landsmanna í svona B-tónleikahald...eins og Sugababes og Pink...af hverju ekki fara beint í úrvalsklassa og fá N.E.R.D eða Outkast til landsins...það væri svoldið almennilegt...og þá myndu samt FM-hnakkarnir skemmta sér vel...væri svoldið falleg sjón...alvörufólkið og hnakkarnir sameinaðir...like it was meant to be...
Stay black - Salinto!
...Og ef maður er ekki bara kominn...

...með nýja emailaddress í boði google...og flotta líka...lilja.gnarr@gmail.com - fílaþa!
Stay black - Salinto!
...Og ég fór...

...í Veggsport í morgun...ójá ójá...nú er planið að komast aftur í gamla farið...þegar maður gat ekki lifað daginn af án þess að fara að minnsta kosti einu sinni í ræktina...ef ekki tvisvar...eeen þar sem maður er nú bara í stóra gula núna þá hefur maður ekki tíma fyrir slíkt...eeeeen einu sinni á dag er nýja mottóið...og þá auðvitað ekki bara í ræktinni...

...eeen allavega...í Veggsport á morgnana er yfirleitt nóg af miðaldra konum sem elska morgunsjónvarpið og allt sem kemur á eftir því til hádegis...þar á meðal er þáttur Opruh Winfrey...sem fer svona nett í taugarnar á mér...tja...Oprah fer svona nett í taugarnar á mér...hún er svo ótrúlega sjálfhverf manneskja að það hálfa væri nóg! Byrjaði á því að tala við Shania Twain sem mér finnst alveg frábær...þó ég fíli nú ekki tónlistina í botn þá er hún bara svo falleg og krúttleg eitthvða...og ég stóð í þeim skilningi að Oprah ætti að vera að taka viðtal við Shaniu...en svo varð þetta bara viðtal við Opruh allt í einu...Oprah var svona að spyrja Shaniu hvernig það hefði verið að lifa í fátækt og eiga ekkert og byrjaði svo sjálf að tala um hve ömurlegt líf hennar sjálfrar hefði verið því hefðu aldrei átt neitt og bla bla bla...á tímabili komst greyið Shania ekki að...

...eeen svo kom Dolly Parton fram á sviðið í öllu sínu veldi og bjargaði þættinum...djöfulsins snillingur er það...sumir gætu stimplað hana óforskammaða en ég er allskosta ósammála...hún kemur svo hreint fram að það hálfa væri nóg...ég bara undra mig á því hvernig er hægt að vera svona samkvæmur sjálfum sér...ég get það allavega ekki og ekki þarf ég að sitja undir viðtölum og endalausum frægðarljóma...ennþá....

...ég bara skil þennan þátt ekki...ég skil ekki Opruh Winfrey...

...kannski vil ég bara ekki skilja...
Stay black - Salinto!