...Og við nánari hlustun...
...á nýja N.E.R.D disknum Fly or Die þá hef ég skipt um skoðun...mér finnst hann yndislegur og alls ekki lakari en sá fyrri...tja...fyrri diskurinn er ef til vill eilítið ferskari en nýi er barasta snilld...skemmtilegir textar...aðeins rólegri lög en samt nettur taktur og góð melódía...tók hann vel í hlustun í síðustu viku þegar ég hjólaði til ektamannsins í Norðurmýrina og hjólaði svo aftur heim upp í Breiðholt einhverja heavy langa leið þannig að ég var svona klukkutíma á leiðinni...
...eeeen ég skil ekki af hverju er verið að eyða pening og tíma okkar landsmanna í svona B-tónleikahald...eins og Sugababes og Pink...af hverju ekki fara beint í úrvalsklassa og fá N.E.R.D eða Outkast til landsins...það væri svoldið almennilegt...og þá myndu samt FM-hnakkarnir skemmta sér vel...væri svoldið falleg sjón...alvörufólkið og hnakkarnir sameinaðir...like it was meant to be...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli