3.5.04

...Og ég fór...

...í Veggsport í morgun...ójá ójá...nú er planið að komast aftur í gamla farið...þegar maður gat ekki lifað daginn af án þess að fara að minnsta kosti einu sinni í ræktina...ef ekki tvisvar...eeen þar sem maður er nú bara í stóra gula núna þá hefur maður ekki tíma fyrir slíkt...eeeeen einu sinni á dag er nýja mottóið...og þá auðvitað ekki bara í ræktinni...

...eeen allavega...í Veggsport á morgnana er yfirleitt nóg af miðaldra konum sem elska morgunsjónvarpið og allt sem kemur á eftir því til hádegis...þar á meðal er þáttur Opruh Winfrey...sem fer svona nett í taugarnar á mér...tja...Oprah fer svona nett í taugarnar á mér...hún er svo ótrúlega sjálfhverf manneskja að það hálfa væri nóg! Byrjaði á því að tala við Shania Twain sem mér finnst alveg frábær...þó ég fíli nú ekki tónlistina í botn þá er hún bara svo falleg og krúttleg eitthvða...og ég stóð í þeim skilningi að Oprah ætti að vera að taka viðtal við Shaniu...en svo varð þetta bara viðtal við Opruh allt í einu...Oprah var svona að spyrja Shaniu hvernig það hefði verið að lifa í fátækt og eiga ekkert og byrjaði svo sjálf að tala um hve ömurlegt líf hennar sjálfrar hefði verið því hefðu aldrei átt neitt og bla bla bla...á tímabili komst greyið Shania ekki að...

...eeen svo kom Dolly Parton fram á sviðið í öllu sínu veldi og bjargaði þættinum...djöfulsins snillingur er það...sumir gætu stimplað hana óforskammaða en ég er allskosta ósammála...hún kemur svo hreint fram að það hálfa væri nóg...ég bara undra mig á því hvernig er hægt að vera svona samkvæmur sjálfum sér...ég get það allavega ekki og ekki þarf ég að sitja undir viðtölum og endalausum frægðarljóma...ennþá....

...ég bara skil þennan þátt ekki...ég skil ekki Opruh Winfrey...

...kannski vil ég bara ekki skilja...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: