14.5.04

...Og í dag...

...er víst síðasti dagurinn minn í smáauglýsingadeildinni...eftir helgi er það svo bara ritstjórn Fréttablaðsins sem tekur við...tja nema þeir hafi lesið þennan leirburð er birtist hér og skyndilega hætt við...ég vona nú samt ekki...

...en þetta verður soldið bitursætur skilnaður verð ég að segja...ég á eftir að sakna stelpnanna voðalega mikið...og allra góðu, crazy, toxic og skemmtilegu stundanna...liggur við að maður sé eilítið klökkur...maður má líka alveg vera það þar sem ég byrjaði í þessari vinnu með engar væntingar og hélt að þetta myndi verða dead boring...ég meina svara í símann, taka við kvörtunum og hlusta á röfl í fólki...hljómar ekki beint skemmtilega! Eeeen svo endaði ég á því að kynnast sumu því fallegasta fólki sem ég hef kynnst á ævinni...þá ekki bara útlitslega heldur líka hjartalagslega...fallegt fallegt fallegt...

...eeen ég er voða fegin að ég er ekki að fara í burtu alveg...bara færa mig yfir á næstu hæð...sem er svo sem alveg nógu langt og scary fyrir minn smekk...

...eeen nóg um það...loksins verður maður fullorðinn...í fullorðinsvinnu...magnað
Stay black - Salinto!

13.5.04

...Og í gærkvöldi...

...leið mér alveg eins og á Van Helsing þegar ég horfði á forkeppni Eurovision í sjónvarpinu...hummm...jú...ég hugsaði allan tímann hvernig ég geti komið orðum að þessari keppni til að fyllilega koma fólki í skilning um hvað hún var slæm...

...ég held ég geti það ekki...á tímabili var þetta slæmt...ekki nógu slæmt til að vera gott...eeen þegar Eistar stigu á svið þá varð þetta sko fyllilega nógu slæmt til að verða alveg rosalega gott...5 stelpur klæddar eins og hellisbúar og svo brjálaður trommari..vel yfir 100 kílóin...sem notaði sko allan líkamann til að tromma...og slædaði sér svo fram á sviðið í endann með miklum tilþrifum...eða eins og Gísli Marteinn orðaði það svo pent: hlunkaði sér fram á sviðið...

...og þá er kannski vert að minnast aðeins á Gísla Martein...hver í ósköpunum hefur látið greyið manninn lifa í þeirri sjálfsblekkingu að hann sé fyndinn...hann allavega reytti af sér aulabrandarana í gær og ég bara hálfvorkenndi honum ef eitthvað er...ég vil bara Pál Óskar sem kynni...það er sko alvörukarlmaður...

...eeen það gætti ýmissa grasa í keppninni í gær...hálfíslenskur-latino-Dani sem er eitthvað mjög spes...finnskur hommi í hvítum gallabuxum og síðast en ekki síst Grikkinn í magabolnum...úfff...það er nú alveg sérkapítuli út af fyrir sig...en auðvitað komst hann áfram...því hann er svo voðalega sætur...ójá ójá...en talandi um að gaurinn var í v-hálsmáls bol niðrá brjóstvöðva og svo í magabol og sláandi á rassinn á gellum í gullbikiníi...ég er greinilega orðin svona gömul en þetta fannst mér ekki alveg við hæfi...

...eeen auðvitað komust allar Austur-Evrópuþjóðirnar áfram því þessi keppni er og verður alltaf svo pólítísk að það hálfa væri meira en nóg...held að Balkanskagi ætti bara að halda sína eigin keppni...en kannski er það nú ekki vænlegt miðað við ástandið...fólki getur nú orðið svo mikið niður fyrir í svona keppnum að ástandið myndi kannski bara versna...hver veit...worth a go allavega...

...eeen ég er ekki sátt við þessa forkeppni...hún svona tekur smá spenning frá alvörukeppninni á laugardaginn...en það verður að hafa það...

...og svona eitt í lokinn fyrir Íris :"Shake shake shake shake shake it no more..."
Stay black - Salinto!

12.5.04

...Og í gærkvöldi...

...fór ég á Van Helsing...

...Og hvað þarf mynd meira en góðan leik, skemmtilegan söguþráð og magnaðar tæknibrellur? Kannski aðeins minni kaldhæðni af minni hálfu...vitsmunalegar og venjulegar samræður og einhverja persónusköpun...

...allan tímann sem ég sat vakandi yfir þessari mynd var eins og lítill dvergur væri inn í mér öskrandi og bölvandi af hverju ég sæti þarna ennþá...og þegar hann var þagnaður þá byrjaði ég bara að hugsa um hvernig í ósköpunum ég gæti skrifað þetta blogg til að láta það klárlega í ljós að þessi mynd væri alger skelfing...eiginlega bara slæm...eiginlega bara mjög slæm...

...og var ég búin að minnast á að hún var svona 45 mínútum of löng?! Það er kannski ástæðan fyrir því að ég svaf mestan seinni helminginn þar sem myndin datt verulega niður eftir hlé...hún var nú svona ágætlega spennandi fyrir hlé og það komu nokkur bregðuatriði og svona...og yndislegi rúmanski hreimurinn spillti nú alls ekki fyrir...

...en auðvitað tekur maður svona myndum eins og þær eru eins og ektamaðurinn benti á og ber þær ekki saman við myndir eins og Kill Bill...eeeen við komumst líka að þeirri niðurstöðu að þessi mynd væri eiginlega ekki nógu slæm til að vera góð...þó ég hafi skellt uppúr nokkrum sinnum af þessum fáránlegu samræðum og tilsvörum og hve slæmar persónurnar væru í raun og veru...

...oooog hverjum datt eiginlega í hug að blanda Frankenstein, Dracula og Dr. Jekyll og Ms. Hyde í sömu myndina?! Ég hélt bara að þetta væri eitthvað grín í byrjun...læt þar við sitja...

...en setning myndarinnar er eflaust: „I´ve never seen the sea...I bet it´s beautiful"....*ÆL*
Stay black - Salinto!

10.5.04

...Og ég held...

...að ég sé barasta ennþá þunn eftir helgina...laugardagskvöldið þá...

...byrjaði á því að kíkja út að borða með mínum heittelskaða á veitingastaðinn Maru í Austurstræti...ég veit ekki hvað það er...hvort það sé hatur mitt á fiski eða hatur mitt á fiski en ég fann fiskibragð af öllu þarna inni...ég pantaði mér meira að segja kjúkling og borðaði núðlur og hrísgrjón - allt fiskilaust en samt fann ég eitthvað viðbjóðslegt fiskibragð af öllu...nema bjórnum...sem er nú fyrir öllu...

...eftir Maru var farið á pöbbarölt að hætti hússins...byrjað í besta White Russian í borginni á Dubliner´s þar sem elíta fyllibyttanna var saman komin og hélt uppi dansatriðum og líflegum samræðum eins og þeim einum er lagið...

...eftir Dubliner´s var svo farið á Da Boomkikker...af hverju veit ég ekki en það var bara sérdælis prýðilegt...ekki sveitt eins og við var búist heldur frekar nice og góð stemming...og tónlistin spillti nú ekki fyrir...AC/DC, Metallica og fleiri góðir menn stigu þar á stokk með ágætum...og Daddi Rugl.is var svo alveg til að bæta þetta ennfremur...

...eftir Búmmarann var stefnan tekin á Celtic Cross til að hitta gott fólk...og þar var lundanum úr kvöldinu eytt í góðra vina hópi með viðkomu margra skemmtilegra og stórathyglisverðra tónlistarsnillinga...stutt stopp á Kaffibarnum eftir það og svo niðrá Kebab hús í crazy stemmingu með stórvini mínum Audda Blöndal...

Fínt kvöld...en stóð alltof lengi og það segir sko til sín núna...

...gærdagurinn fór svo í brjóstsykursgerð...smá lúdó...og alltof lítinn svefn...
Stay black - Salinto!