...Og í dag...
...er víst síðasti dagurinn minn í smáauglýsingadeildinni...eftir helgi er það svo bara ritstjórn Fréttablaðsins sem tekur við...tja nema þeir hafi lesið þennan leirburð er birtist hér og skyndilega hætt við...ég vona nú samt ekki...
...en þetta verður soldið bitursætur skilnaður verð ég að segja...ég á eftir að sakna stelpnanna voðalega mikið...og allra góðu, crazy, toxic og skemmtilegu stundanna...liggur við að maður sé eilítið klökkur...maður má líka alveg vera það þar sem ég byrjaði í þessari vinnu með engar væntingar og hélt að þetta myndi verða dead boring...ég meina svara í símann, taka við kvörtunum og hlusta á röfl í fólki...hljómar ekki beint skemmtilega! Eeeen svo endaði ég á því að kynnast sumu því fallegasta fólki sem ég hef kynnst á ævinni...þá ekki bara útlitslega heldur líka hjartalagslega...fallegt fallegt fallegt...
...eeen ég er voða fegin að ég er ekki að fara í burtu alveg...bara færa mig yfir á næstu hæð...sem er svo sem alveg nógu langt og scary fyrir minn smekk...
...eeen nóg um það...loksins verður maður fullorðinn...í fullorðinsvinnu...magnað
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli