13.3.03

Og núna er ég farin...

...heim að pakka og svo er það bara Köben snemma í fyrramálið...flýg klukkan átta og kem heim á sunnudagskveldið...og auðvitað er ykkur frjálst að öfunda mig...aaa...gaman að vinna hjá svona indælu fyrirtæki sem heldur manni uppi og býður manni í djammferð um heiminn...tja kannski ekki um heiminn...en allavega til Köben...vi ses mine venner og skemmtið ykkur på Island...
Stay black
And I feeeeel goood.....

...eða samt svona bæði og...soldið bitursætur dagur...bæði er þetta síðasti dagurinn fyrir Köben (vúhú!) en jafnframt fer ég í kistulagningu í dag sem er ekkert voðalega mikið vúhú...eiginlega bara ekkert vúhú...en svona getur lífið víst verið...bitursætt og seiðandi...

...eeeen síðasti dagur í leynivinaleiknum í dag og ég massaði hann eins og alla aðra daga...ha ha ha...en leynivinurinn minn er ekki að massa þetta því ég er ekkert búin að fá í dag...hehehehe...enda klukkan bara korter í átta...sem er fínt því ef þessi einstaklingur gefur mér ekki neitt þá læt ég bara Siggu Völu kenna mér body combat og ég tek smá kung fu á þetta í fordrykknum á laugardaginn...baaaa I can´t wait...djöfull verður ógeðslega gaman þaddna mar! Meeeen óóó meeeeen!

...en í gær átti að vera nörrakvöld í vinnunni en það var reschedulað eins og ég kann af stakri list og vil ég bara koma afsökunarbeiðni á framfæri til allra þeirra sem héngu í vinnunni í von um að aðalgellurnar yrðu hérna sveittar og seiðandi í tölvunni...og líka til þeirra sem biðu hér fyrir utan með myndavélar og diktafóna...við verðum að fara að halda þessum leynifundum okkar meira leyndum stelpur!

...eeeen í kvöld fer ég að spila fótbolta með stelpum sem voru að æfa með systrum mínum í Val...God help me...og ég sem kann akkúrat ekkert í fótbolta nema að skalla með nefinu og fá heimsins stærstu marbletti...þetta verður eitthvað interesting...eeeen gaman...talandi um gaman þá var ógeðslega gaman í squashi í gær...Reynir ofursquashari kom með okkur í tvöfaldan tíma og það var bara voðalega jafnt og skemmtilegt...svo er hún systa mín að fara að keppa í móti um helgina...endilega sendið henni baráttukveðjur...þá rafrænar...

...eeeen þar sem ekkert verður bloggað á morgun líklegast þá segi ég gleðilegan flöskudag og njótið vel...
Stay black

12.3.03

Og já...

...í gær lærði ég mjöööög mikilvæga lexíu....aldrei fá sér eggjaköku fyrir squash...nema þér finnist gaman að æla....
Stay black
Og síðustu dagar..

..hafa verið sérdælis prýðilegir....þrátt fyrir almennt svefnleysi og hungur ha ha ha...nei á mánudaginn fór ég í heimsókn til Beggu Beib að horfa á Sörvævör og svona...Rósa kom líka og ég endaði á þvílíku tjatti til miðnættis við hana Beggu mína...alger snillingur sú stelpa...svo í gær kíkti ég á kaffihús með henni Ásu Pjásu sem var með mér í grunnskóla og FB og við enduðum líka á tjatti til eitthvað miðnættis...og svo kem ég alltaf heim og verð að lesa smá í Grafarþögn...þannig að þegar ég vakna klukkan hálf 7 á morgnana þá er ég svona nett þreytt....og svo er tölvunörrakvöld í kvöld í vinnunni...uss...ég bíð ekki í það...en það er samt búnað vera gaman því Begga og Ása eru bæði svona vinkonur mínar sem ég hitti ekkert voðalega oft en maður getur alveg talað um allt við þær...ha ha ha...ég og Ása vorum nú bara að rifja upp gamla tíma úr Fellaskólanum okkar...djöfulsins snilld...hlutirnir sem maður komst upp með...jiddúdda mía...

...eeeen það er dagur 2 í leynivinaleiknum og ég tók hann í dag mar...ég er ánægð með það sem ég gaf í dag...aaaalger snilld...hahahaha...en ég er alveg búnað sjá það að sá sem er að gefa mér þekkir mig ekkert því hann gaf mér bjór í dag...sem er mjög gott...nema hvað að þetta er heineken....EKKI Carlsberg...eeeen maður getur ekki verið of heimtufrekur á þessum síðustu og verstu tímum og því er ég mjög ánægð...því það er alltaf gott að fá gefins bjór...þó það sé Hæní...

...ooooog í dag er næst síðasti vinnudagurinn fyrir Köben!!! Íha!! Ég verð að reyna að sofa eitthvað þessa síðustu daga...annars bara dey ég...vúúússsj...
Stay black

11.3.03

Og hvað svona....

...leynivinaleikur er helvíti fyrir jafn forvitna manneskju og mig...meeen óóó meeeen....gellurnar uppgötvuðu það í dag að rósin sem ég fékk er í Vals-glasi...sem er gott og blessað því Valur er jú mitt lið í þessi fáu skipti sem ég fylgist með íslenskum íþróttum...og núna er búið að ofur analæsa þetta blessaða glas og þessir fáu Valsarar á hæðinni liggja undir grun...persónulega held ég bara að einhver sé að villa á sér heimildum...örugglega einhver KR-ingur...og ég er komin með nokkra í sigtið...en viðkomandi fær samt stóran, feitan plús fyrir svona fallega fyrstu dags gjöf...svo gaf einstaklingurinn mér líka tvö vatnsglös í dag því það er voða húmor að ég drekk mikið vatn í vinnunni...svo samdi hann ljóð og hvaðeina...voðalega krúttlegt allt saman en forvitnin er svona nett að drepa mig og það verður gaman á laugardaginn að sjá loksins hver etta er....en ég er búin að massa þennan leik og fimmtudagurinn sem er síðasti dagurinn verður einhver smá snilld ef ég get platað vissan vin minn til að gera sig að smá fífli...alger snilld!
Stay black
Og hvað ég er fegin að....

...ég fór ekki í nýja dressinu mína á árshátíðina seinustu helgi...vúúússssj...ég hefði þokkalega skitið út pilsið því það er síðara en kjóllinn sem ég var í en einnig er ástæðan sú að Þór Jóseps snerti kjólinn minn!!! Ojjjj...hvað varð um að biðja fólk bara að færa sig í staðinn fyrir að taka um mittið á manni...strjúka það og færa mann svona nett í burtu...oj oj oj...hann er mesti viðbjóður sem ég veit...gleymi því aldrei þegar ég var á Kaffi Victor (don´t know why) og hann byrjaði svona að bömpa sér upp við sæta rassinn minn...I feel violated...and not in a good way...en ég er mjöööög fegin því núna get ég vígt dressið mitt eftir aðeins tja 5 vinnudaga!! Alright!

...eeeen í dag byrjar leynivinaleikur í vinnunni og djöfull massaði ég hann í morgun....kosturinn við að mæta svona snemma ha ha ha...var eitthvað að laumupokast á fuddlu og svona sem mér finnst voða gaman...en sá sem dró mig sem leynivin er líka alveg að gera sig því í morgun beið mín ein rauð rós....mmm...og hvað elskar Lillan...jú blóm! I luuuv it...núna verð ég í góðu skapi það sem eftir er af deginum...ég fæ nebblega svo sjaldan blóm...þannig að sú/sá sem gaf mér þessa yndislegu rós er í svo góðum málum að það hálfa væri nóg...ég er samt svo ógeðslega forvitin að það er ekki fyndið...baaa...en ég kemst að þessu næsta laugardag í fordrykknum...þá eiga nebblega allir að skrifa á miða leynivininn sinn og líma það á sig...voðalega sniðugt....ég verð víst bara að bíða...
Stay black

10.3.03

Og mér hefur aldrei verið eins illt í maganum...

...og í morgun þegar ég var að hlaupa...jiddúdda mía...var að spá í að beila á hlaupinu en í staðinn tók þrjóskan mín yfirhöndina og ég hljóp mína núna daglegu 5,2 kílómetra...mar er víst alltaf að bæta við sig ha ha ha...eeeen ég held að ein af ástæðunum að ég hafi hreinlega ekki gefist upp eftir fyrstu 2 mínúturnar í morgun var að Popp tíví vinur minn var á allan tímann...sem er alltaf plús og góður fílíngur...en ég var samt svo drulluþreytt í morgun að ég ætlaði ekki að meika það að fara framúr rúminu...átti nebblega í erfiðleikum með að sofna í gær þannig að ég ákvað að lesa en ég er að lesa svo spennandi bók að hún vakti mig eiginlega bara meira...en ég hélt samt áfram að reyna og lokaði bókinni og kúrði bara hjá voffa...en þegar það dugði ekki heldur þá kveikti ég á sjónvarpinu eins og hefði átt að gera til að byrja með og viti menn...ég sofnaði eins og skot...liggur við um leið og ég horfði á vídjóið þá fór ég að dotta...alger snilld...en það var ekki fyrr en voða seint...svona miðað við að ég náði góðum 2 tíma svefn síðustu nótt ha ha ha...alltaf klassískt að fara á hörkudjamm og langt síðan það hefur verið massað svona hrikalega...

...eeen í dag er kominn nýr dagur og vonandi verður hann sérdælis prýðilegur í alla staði...aðeins 4 vinnudagar í Köben þannig að mórallinn hér verðu örugglega góður í dag og hina 3 dagana....je beibí jeeeee
Stay black

9.3.03

Og jaaahá!





Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:

Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið





Stay black
Og meeeen...

...ég held ég hafi aldrei verið svona mygluð...en það var kannski alveg vel þess virði því gærkveldið var rosalega vel heppnað...ég, Jóhanna og Sonja byrjuðum að djúsa aðeins hjá Sonju því mar fær víst ekkert í Perlunni undir fimm þúsund kaddlinum ha ha ha...svo keyrði Arnar Freyr handboltastjarna okkur í Perluna þessi elska og þar bauð Siggi upp á fordrykk...og auðvitað skellti Lillan sér í einn white russian sem er eini svona hristi drykkurinn sem mér finnst virkilega góður...þó það sé rjómi í honum...eeen barþjónninn blandaði hann kannski aðeins of sterkan...en það er nú líka í góðu lagi ha ha ha...svo fengum við alveg dýrindismat og skemmtinefnd stóð fyrir skemmtilegum skemmtiatriðum það sem gert var smá grín af your´s truly og Lillan fékk meira að segja medalíu fyrir stundvísi...fussumsvei...vissi nú ekki að það væri af hinu slæma...en ég er samt alveg of stundvís ha ha ha...en ég skorað punkta hjá Sigga og Sjöfn...svona rétt áður en ég hætti ha ha ha....svo bara skelltum við okkur niðrí bæ...Arnar Freyr kom og skutlaði okkur Sonju á NASA og fær hann stóran plús og voðalega stórt knús fyrir allt skutlið...en já...NASA var náttlega nett sveitt en djöfulsins athygli fékk maður í þessum prinsessu kjól með kórónuna...annar hver maður stoppaði mig og lét mig vita hvað ég væri glæsileg og spurði hvort ég hefði verið að gifta mig...og þar sem aldrei er gaman að segja sannleikann þegar maður er fuddlur þá laug ég bara að öllum að ég væri runaway bride...ha ha ha...eiginlega allar konurnar sögðu bara you go girl og læti en mér fannst sérstaklega eitt commentið gott...það var einhver stelpa sem sagði bara: "Hey gott hjá þér....en ættirru ekki að vera í strigaskóm?" ha ha ha...alger snilld...hún fær stórt knús...hitti alveg óendanlega marga í bænum...Keikólínu systu, Helenu, Grétu og Hönnu Stínu vinkonur hennar, Unni, Freyju, Guðna gamla Eddugæja ha ha, Guðjón, Togga, Óla, Lubbu Löven Brá, Corey Ester Lauder Make up artist og síðast en ekki síst litla Finnann minn...en það var þegar á Hverfisbarinn var komið...en hann var einmitt soldið drukkinn greyið en ég náði að vekja hann upp og við enduðum á góðu tjatti þangað til ljósin voru kveikt á litla Hverfisbarnum...þá var Óli bara stunginn af með 20 hjúkkum sem allar vilja sofa hjá honum þannig að ég bara endaði á að rölta með Finnanum áleiðis heim...já einmitt...áleiðis heim...Fancy skutlaði mér svo heim þessi elska þegar hann var búnað hvíla sig eftir vinnuna og við kíktum á Little Cesars í góðum fílíng...og ég fékk mér mjög feita góða pizzu þar sem ég leit út eins og skítur...ekki prinsessa lengur...

...en magnað er þegar maður er þunnur og ógeðslegur hvað endalaust margir geta komið í heimsókn...þegar ég kom heim með the pizza þá var fullt hús af fólki og ég labbaði inn eins og einhver svona sleasy bar útgáfa af öskubusku...þannig að ég lokaði mig inní herbergi og það er ekki búið að bregðast að þegar einn gestur hefur farið í dag...þá kemur bara annar í staðinn...magnað...yesss....ha ha ha...eeeeen svo bara vinna í dag...og 4 dagar í Köben!!!
Stay black