23.7.04

...Og þá er víst...

...komin helgi...og sér maður fram á talsverðan svefn...einhverja drykkju...og djúsí þynnkumat...

...annars vil ég bara segja hafið það gott...ég er andlaus og fegin að vikan er búin þar sem ég hef klárað öll þau verkefni sem hvíldu á mér og get komið hér kát og sæl á mánudaginn með ekkert á bakinu...veeeeiii...
Stay black - Salinto!
...Og ég þoli ekki...

...konur sem skilja klósettsetuna eftir opna...hvað er það? Ég fyrirgef strákum því þeir eru svoooo einfaldir stundum en við konurnar erum alltaf að kvarta yfir opnum klósettum...sem ég hef reyndar aldrei skilið...þoli samt ekki konur sem gera þetta...maður er svo chillaður á klósettinu og á alls ekki að labba inná salerni og fyrsta sem blasir við er eitthvað óhugnalegt eins og skapahár eða skítur...fílaþa ekki...
Stay black - Salinto!

22.7.04

...Og ég blogga...

...bara ekki stakan staf....ojæja...það er svo sem ágætt þar sem ég hef ekkert að segja...

...nema í dag eru 29 dagar þangað til ég fer í sumarfrí...úúúú jeeee beibí...get ekki beðið...byrja á því að fara í viku í sumarbústað og tek svo tvær vikur í chillinu...það verður nice...enda systa nýbúin að eignast barn á þessum tíma þannig að ég lími mig bara á hana...

...eeeen ég verð að hrósa þeim strákum í 70 mínútum fyrir frábæra Væl-on þætti...jahérna hér...þetta er það fyndnasta sem ég hef séð síðan Phoebe söng hina fleygu setningu...hold me close young tony danza...já...bara fyrir harða Friends-áhangendur eins og mig...úúú....veit meira að segja hvenær bróðir hennar Phoebe, Frank, á ammæli...já þetta er ekki eðlilegt...o nei nei...það er 25. október by the way...sama dag og ektamaðurinn...eennníhús...þessir Væl-on þættir eru þvílík snilld...þá sérstaklega Pétur Jóhann...hann er bara svo óendanlega fyndinn í útliti...ég held að það hljóti að vera svoldið erfitt að vera svona fyndinn í útliti...og svona fyndinn...mér finnst hann snillingur...oooog Auðunn Blöndal...hvað getur maður sagt...jisús...þegar hann er kominn í stutt pils og alltof þröngan bol þá er voðinn vís...jahérna!

...annars missti ég af alvöru-Nylon í gærkvöldi þar sem ég var á kaffihúsi með henni Freyju og þurfti svo að vökva blómin heima hjá mömmu og pabba...ég syrgi það enn...en sem betur fer er hann endursýndur í dag klukkan 19.30...don´t judge me...ég sé um dagskrána...

...annars er ég bara hress og kát...ætli maður reyni ekki að vinna núna...
Stay black - Salinto!

18.7.04

...Oooo jæja...
 
...fréttavaktin enn og einu sinni...eeen ég kvarta svo sem ekki mikið nema ég er frekar slöpp...held að stelpan sé að verða veik sveimérþá...verk í augunum, skrýtin í maganum, hausverk og máttlaus almennt...eeen maður slurpar þessari vakt af og kúrir svo til morguns...
 
...í gær fór ég í brúðkaup hjá henni Sólveigu frænku minni og var það svo gleðilegt að Liljan varð klökk af gleði og spenningi og felldi nokkur tár...magnaður andskoti...voða krúttlegt og ég óska þeim hjartanlega til hamingju með hvort annað og afskaplega fallega athöfn og skemmtilega veislu...
 
...aaannnnars pantaði ég tvo snilldardiska á sænskri síðu um daginn sem ég fæ vonandi sent í pósti í næstu viku...ef þeir eru til á lager. Ég pantaði báða diskana sem Lost Patrol hefur gefið út...ég keypti annan þeirra (Songs about Running away) út á Spáni í fyrra en hann brotnaði af slysförum hér fyrir hálfu ári eða svo...þessa disks er sárt saknað þar sem þetta er einn af þeim bestu diskum sem ég hef keypt...Lost Patrol er sænsk hljómsveit og sá ég fyrst til þeirra á tónlistarstöð í Finnlandi og féll kylliflöt...enginn tónlistarspekúlant á Íslandi sem ég hef talað við kannast við þessa hljómsveit og diskar hennar eru ekki seldir í neinum íslenskum tónlistarbúðum - ekki einu sinni 12 tónum...þannig að nú er Liljan ánægð að fá þetta meistaraverk í hendurnar og einn til (Songs in the Key of Resistance) sem ég hef reyndar aldrei heyrt...eeeen hann er örugglega jafn góður og hinn...
 
...fílaþa ójá ójá...það er víst Costa-djamm á næstunni...rúmlega tvö ár síðan við tólf fræknu héldum til Spánar og það ætti bara að vera nokkuð gaman að hitta allan hópinn á ný...
Stay black - Salinto!