24.8.08

...Og þá...

...er maraþonið búið...tíu kílómetrarnir teknir á 57.30 mínútum sem er persónulegt met...var rosalega ánægð með það....ákvað að hlaupa þetta í febrúar en bjóst alveg eins við því að geta þetta ekki...nú er búið að skora á mig í hálfmaraþon á næsta ári...hver veit hver veit...ég get allavega sagt ykkur það að hlaupabakterían er komin til að vera...

...strax eftir hlaupið skundaði ég á Vegamót og fékk mér bjór en ég var búin að setja mig í sjálfskipað áfengisbindindi síðustu þrjár vikur eða svo...bjórinn var góður get ég sagt ykkur...og númer tvö var ekki verri...

...i gær var menningarnótt og ég svaf af mér allan daginn eftir hlaupið...eeen ég vil þakka Evu Dögg fyrir að halda partí á Glaumbar...ef hún hefði ekki gert það hefði ég bara hangið á náttfötunum undir sæng að horfa á klassíkera eins og Road House, 40 Year Old Virgin og James Bond svo nokkur dæmi sé tekin...alveg glatað að allar "góðu" DVD myndirnar eru útí Danmörku eeen ég er nú alveg búin að svala fíkninni hér á Íslandi í sumar...komin upp í 20 myndir á þremur mánuðum...nokkuð gott fyrir fátækan námsmann...og engin af þessum myndum kostaði krónu meira en þrjú hundruð kall...vel gert? já ég veit...

...en menningarnótt var sérstök en skemmtileg...byrjaði á Glaumbar eins og ég minntist á hér á undan...fullt af fríum bjór því það mættu svo fáir...svo yfir á Boston til Svanfríðar....fer aldrei á Boston en það var skemmtilegt...hitti skemmtilegt og fallegt fólk...endaði ferðina á Ölstofunni og svo leigubíl heim...

...í dag er það letin sem hefur tekið völd...

...og bara vika í Danmörku...
Stay black - Salinto!