28.5.04

...Og það er gaman að þessu...

LLuscious
IInnocent
LLight
JJoyous
AArty

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

Stay black - Salinto!
...Og ég held að ég þurfi...

...að fara að gera eitthvað róttækt í þessu með mig...ég sofna bókstaflega hvar sem er og hvenær sem er...

...gott dæmi er gærkvöldið...ektamaðurinn kom óvenju snemma heim úr vinnu og ég auðvitað stakk uppá bíóferð...en fyrst þurftum við að klára að horfa á spólu sem við tókum deginum áður...og jújú...við komum okkur vel fyrir í sófanum og smelltum á play...og viti menn...eftir að bandið hafði rúllað í um 10 mínútur þá var Liljan sofnuð...og það steinsofnuð...man ekki einu sinni eftir ferðinni inní rúm...

...og þetta gerist alltaf...og ekki bara yfir vídjó heldur yfir nærri því öllum bíómyndum sem ég sé í bíó...fusssss...

...held ég barasta hætti að horfa á bíómyndir og byrji að lesa bækur því að þessu má leiða að bíómyndir séu rót alls ills...það held ég allavega...
Stay black - Salinto!
...Og nú er ég búin...

...að vera að brjóta heilann um það í heila tvo daga hvernig heyrnarlaust fólk vaknar á morgnana...því ekki heyrir það í vekjaraklukkunni...ekki heyrir það ef bankað er á hurðina og ekki heyrir það í símanum...hmmm...svör óskast sem fyrst svo heilinn minn geti haldið áfram í sinni venjulegu rútínu...hugsa um nakta karlmenn og áfengi..
Stay black - Salinto!

27.5.04

...Og rétt í þessu...

...var ég að fjárfesta í miðum á Edith Piaf 2. júní í Þjóðleikhúsinu...ooo...hlakka ekkert smá til...þvílíkt langt síðan maður hefur stigið fæti inní leikhús...hvað þá farið á leiksýningu...og föruneytið spillir sko aldeilis ekki fyrir...Iðunn, Sigga Vala V og Linda...gerist það betra? Og svo náttúrulega mennirnir okkar...Orlando Bloom, Jude Law, Nick Cave og Sean Penn...og Sean Penn er sko minn maður..og bara minn maður...soldið leiðinlegt samt að maður sér hann svo sjaldan þar sem við búum í sitthvoru landinu...og alveg magnað að hafa náð öllum mönnunum saman á sama tíma...ooo...þetta verður geggjað!

...annars er það kjúklingaboð hjá Mörthu Stuart í kvöld þar sem boðið verður uppá eitthvað indverskt gómsæti og vín með...ætli ég taki ekki með mér Ozzy og Eddie Vedder...og kannski Britney ef hún verður góð...

...í fyrramálið er síðan morgunmatur á Kaffitár með vinnufélögunum...Meg Ryan kemst reyndar ekki en bæði Robert Smith og Kelis eru búin að staðfesta komu sína þannig að við náum allavega eitthvað að ræða og skipuleggja...Bobby, Kelis og ég erum nefnilega svo gott teymi og alltaf hægt að reiða á Usher líka til að leggja okkur lið...líst vel á þetta...

...annars er ég farin í dag...hætt að sósjalæsa því ég vinn svo mikið...hó hó hó...meira hætt að sósjalæsa því ég er löt bykkja...usss...svona segir maður ekki...nú röfla ég og röfla...svefngalsi punktur is...kannski ég kíki bara í eina vindil og tvöfaldan vodka í vatn...eða bara white russian með lakkrísröri....ég sé til...

...sakna smáauglýsingastelpnanna...snökt...elska vinnuna mína...andstyggilegt að fá ekki það góða úr tveim heimum...
Stay black - Salinto!
...Og á þriðjudagskvöldið...

...var það Pixies tónleikar í Krikanum...

...ég er bara nokkuð sátt við þessa tónleika...ég þekkti eiginlega lögin þrátt fyrir að hafa aldrei hlustað á heila plötu...eða bara aldrei hlustað á plötu heldur bara á útvarpið...

...eeen það vantaði stemminguna...fólk var svona frekar dautt nema þessir fáu sem nenntu að hanga upp við sviðið og slamma og halda uppi kveikjaranum sínum eins og fávitar...og hljómsveitin var svo sem ekkert að reyna að peppa hana upp heldur romsaði öllum lögunum í gegn liggur við án þess að stoppa...eins og þeir nenntu þessu alls ekki og vildu bara komast heim að sofa...frekar skítt...

...eeeen ég er samt sátt...nú eru Pixies og Kraftwerk jöfn í fyrsta sæti yfir bestu tónleika sumarsins...aldrei að vita nema KoRn á sunnudaginn geti breytt þeirri stöðu eitthvað...we´ll see...
Stay black - Salinto!

25.5.04

...Og um helgina...

...gladdi minn yndislegi ektamaður mig með yndislegri kvikmynd á yndislegu DVD formi...jú myndin sú heitir því yndislega nafni Love Actually og er hreint út sagt ein sú yndislegasta mynd sem ég hef séð...

...ég veit samt ekki hvað er með mig og svona kvennamyndir...ég er algjör sökker fyrir þeim...ætli ég sé ekki bara álíka mikill skitsó í svona myndavali eins og tónlistarsmekk...ææjjji veit ekki...sitt sýnist hverjum...en einu myndirnar sem ég felli tár yfir eru einmitt svona rómans kvennamyndir...mér finnst eitthvað svo yndislega gleðilegt við fólk sem finnur hamingjuna...þó það sé bara persónur í kvikmynd...myndir eins og Pretty Woman, Dirty Dancing, 4 Weddings and a Funeral, Notting Hill og Love Actually fá mig alltaf til að væla...og ég er stolt af því!
Stay black - Salinto!
...Og í kvöld...

...eru það svo Pixies..fíla það vel...
Stay black - Salinto!

24.5.04

...Og í dag á merkur maður ammæli...

...enginn annar en minn besti vinur Nurse Óli fagnar 24 ára ammæli sínu í dag. Fagnar hann einnig nýrri íbúð og barni á leiðinni en það er nú önnur og hjarnæmari saga...

...fjárfesti ég í frábærri gjöf fyrir hann Óla þó ég segi sjálf frá og eins gott að hann verði ánægður...og ef hann verður ekki ánægður þá er eins gott fyrir hann að þykjast vera ánægður...ég læt áhangendur mína vita á miðvikudaginn þar sem plönuð er heimsókn til hans annað kvöld...gaman gaman...

...annars reyndi ég að ná í mann á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í dag og það var nú þrautinni þyngri...ég var gefin á milli að minnsta kosti þriggja mismunandi aðila og loksins þegar ég fékk nafnið á manninum sem ég var víst að leita að þá bara slitnaði sambandið og skellt var á mitt yndisfagra eyra...hvert er heimurinn eiginlega að fara? Ég vissi ekki að kynþokki minn smitaði svona út frá sér og gæti slitið sambönd hér og þar um bæinn...ég þarf greinilega að fara að athuga klæðaburð minn, fas og raddbreytingu...annars er Ísland á leiðinni til kölska frænda míns...

...annars einkennir svefngalsi og almenn ánægja skap mitt í dag...fékk það ánægjulega verkefni að forvitnast um óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka sem ég hef álíka mikið vit á og bananahýði og því var það mikið þrautvirki að böggla þessum leirburði út úr mér á prent og í blaðið...usss...

...nú er stefnan að drulla sér heim...eða "heim" og elda eitthvað gómsætt fyrir ektamanninn sem bíður hinum meginn við vegginn...glorsoltinn og gráhærður...
Stay black - Salinto!
...Og nú er bara búið...

...að vera bloggfrí í viku...what´s going on?!

...tja...það að vera ekki með tölvu "heima" er alveg ónýtt...fátt þægilegra en að snúa heim eftir langan dag, fá sér gott að borða, láta hugann reika og festa það allt á prent með hjálp míns ástsæla Blogger...

...eeen nú er internet-notkun mín takmörkuð við vinnuna og þar sem nóg er að gera þar þá má búast við dræmum bloggfærslum þangað til tölvumálin heima við komast í lag...

...so long...farewell...ég er orðin gegnsýrð af Family Guy...vúússsj...
Stay black - Salinto!