25.5.04

...Og um helgina...

...gladdi minn yndislegi ektamaður mig með yndislegri kvikmynd á yndislegu DVD formi...jú myndin sú heitir því yndislega nafni Love Actually og er hreint út sagt ein sú yndislegasta mynd sem ég hef séð...

...ég veit samt ekki hvað er með mig og svona kvennamyndir...ég er algjör sökker fyrir þeim...ætli ég sé ekki bara álíka mikill skitsó í svona myndavali eins og tónlistarsmekk...ææjjji veit ekki...sitt sýnist hverjum...en einu myndirnar sem ég felli tár yfir eru einmitt svona rómans kvennamyndir...mér finnst eitthvað svo yndislega gleðilegt við fólk sem finnur hamingjuna...þó það sé bara persónur í kvikmynd...myndir eins og Pretty Woman, Dirty Dancing, 4 Weddings and a Funeral, Notting Hill og Love Actually fá mig alltaf til að væla...og ég er stolt af því!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: