...Og ég held að ég þurfi...
...að fara að gera eitthvað róttækt í þessu með mig...ég sofna bókstaflega hvar sem er og hvenær sem er...
...gott dæmi er gærkvöldið...ektamaðurinn kom óvenju snemma heim úr vinnu og ég auðvitað stakk uppá bíóferð...en fyrst þurftum við að klára að horfa á spólu sem við tókum deginum áður...og jújú...við komum okkur vel fyrir í sófanum og smelltum á play...og viti menn...eftir að bandið hafði rúllað í um 10 mínútur þá var Liljan sofnuð...og það steinsofnuð...man ekki einu sinni eftir ferðinni inní rúm...
...og þetta gerist alltaf...og ekki bara yfir vídjó heldur yfir nærri því öllum bíómyndum sem ég sé í bíó...fusssss...
...held ég barasta hætti að horfa á bíómyndir og byrji að lesa bækur því að þessu má leiða að bíómyndir séu rót alls ills...það held ég allavega...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli