29.3.03

Og í kvöld er...

...laugardagskveld og mig langar að djamma...en í staðinn fer ég á rólegt kaffihúsakveld með Fancy og kannski Paulsen ef heppnin er með okkur...sem er voða fínt því Fancy er einn af mínum bestu vinum og ein fallegasta manneskja sem ég þekki og Paulsen er nú ekki af verri endanum heldur...I´m a lucky lady vúhú...miklu skemmtilegra að hanga með þeim en að vera fuddl og vitlaus...en ég er nú reyndar farin að finna aðeins á mér og klukkan er ekki orðin hálf níu...er búin að stúta tveim bjórum og var að blanda mér White Russian og drekk hann með lakkrísröri eins og einn góður maður sagði mér að gera fyrir helgi...kaddlinn sá er seldi mér lakkrísinn hehehe...þú veist hver þú ert (sumum finnst óþægilegt að vera nefndir á nafn í blogginu þannig að við köllum hann bara lakkrískaddlinn)...og White Russian-inn er góður...minnir mig á Köben sem er gott því það eru skemmtilegar minningar...mikið af White Russian og Carlsberg nammi namm...en talandi um lakkrís þá er lakkrís svo góður að það hálfa væri nóg...ef ég þyrfti að velja mér 3 uppáhaldsgotterí þá væri það ís númer 1, haribo mix númer 2 og svo kæmi lakkrísinn...mmm..íslensku apollo lakkrís er náttlega bestur....

...en ég var að fatta hvað ég á eftir að sakna litlu hlutanna hérna á Íslandi...eins og að mæta þunn í vinnuna og fá mér Egils Grape sem er by the way besti gosdrykkur í heimi...ásamt Egils Kristal með sítrónubragði..mmmm...nammi namm...that I will miss...þá vitiði hvað þið eigið að senda mér fólk ehehehe...

...eeen ég er að hugsa um að fara að lifa lífinu eftir páskaeggjamálsháttum...hehehe..keypti mér lítið málsháttaregg í dag og fékk sérdælis prýðilegan málshátt...sem er vert að lifa eftir og passar vel inní allt núna...þannig að ég held ég haldi þessu áfram...byrja daginn á páskaeggi...reyndar er það nú frekar fitandi þannig að þetta er ekkert voðalega gott plan...kannski ég kaupi mér eitt páskaegg á dag til páska og skoði málsháttinn en borði ekki páskaeggi og svo á ég fullt af páskaeggjum um páskana og dett ærlega í það ehehehe...ég elska páskaegg mmm...gleymi því aldrei þegar ég var að kynnast Ormi og við vorum ekki byrjuð saman og hann gaf mér páskaegg einn daginn (við kynntumst um páska)...þann dag fannst mér hann sætasta manneskja í heimi...það var frábært hehehe...hint hint til ykkar allra þarna úti sem viljið heilla mig um páskana...gefa mér páskaegg ehehehe...segi svona...eeen ég er að hugsa um að hætta að blogga undir áhrifum áfengis..maður verður svo ástleitinn eitthvað þannig að maður gæti endað á því að segja einhverja bölvaða vitleysu sem maður á eftir að sjá eftir...en njótið áfengisbloggsins míns...aldrei að vita nema ég geri þetta einhvern tímann aftur...maður er svolleis tvisvar sinnum fljótari að tæpa svona hífaður...
Stay black

28.3.03

Og mér finnst fyndið...

...hvað ég get verið klikkuð stundum...fór í ljós núna eftir squash og akkúrat þegar tíminn var búinn þá kom uppáhaldsdansilagið mitt at the mo...veit ekki hvað það heitir en Óli lét mig hlusta einhvern tímann á það...held að það sé eitthvað tengt N*sync...er samt ekki alveg viss...en ég stend upp úr bekknum og byrja að dansa á fullu...við allt fokkíng lagið sem er svona 3 og hálf mínúta...og ekki í einni spjör ehehehe...svo rankaði ég við mér þegar lagið var búið og ég hef örugglega verið að syngja líka...gellan í afgreiðslunni horfði allavega grunsamlega á mig þegar ég var að fara út...kannski er hún með myndavél inní klefanum..heheeh

...en talandi um dans og måske kynþokka í leiðinni þá finnst mér svo sorglegt svona gellur...söngkonur og aðrar...sem að eru eitthvað að fíla sig í myndböndum og reyna að vera alveg heavy sexí en eru bara soldið skerí og eiginlega bara asnalegar og pathetic heeheh...gott dæmi um þetta er hún Dani Minouge...ekki eingöngu er hún soldið skerí og asnaleg heldur er hún líka að reyna að stæla systur sína sem er svoleiðis milljón trilljón sinnum flottari en hún..æjji greyið Dani...aldrei gaman að lifa í skugga af einhverjum en hún verður að feisa það greyið...ég hef aldrei séð jafn ósexí manneskju á ævinni...granted að sexiness comes from the inside og allt það sem ég trúi 100 % á...en mikill hluti af first impression kynþokka er einmitt augnaráð og hvernig fólk hreyfir sig og greyið Dani er ekki að meika það sko...en svo er kynþokki líka svo mikið hugarástand...ef að ég er búin að troða mig upp af einhverju gúmmulaði og ætla svo að reyna að skekja mig eitthvað flott þá gengur það ekki því hugurinn minn einbeitir sér bara að því hvað ég er búin að borða ógeðslega mikið og allt það...en augnaráðið hjá Dani er líka ekkert að gera sig...hún lítur svona út eins og gellan í Exorcist...frekar skerí gella...synd því hún er svo mjó og vel vaxin...mér finnst að við ættum að henda henni út og gefa mér líkamann hennar því ég hlýt nú að geta gert betur...hehehe...eða kannski ekki...kannski yrði ég líka bara skerí og pathetic og sorgleg og allur pakkinn...ég væri þó allavega ekki að reyna að stæla systur mínar...
Stay black
Og enn er hjarta mitt fullt af...

..gleði og bjartsýni því dagurinn í gær var alveg jafnskemmtilegur og dagurinn á undan honum....byrjaði daginn á góðu skokki og fór svo í vinnunna sem er nú alltaf voðalega gaman...svo í hinni vinnunni minni keypti ég mér skyrtu og var bara að dúlla mér að laga til í skartinu og svona nice djobb...svo var náttlega Bachelorette um kveldið og svona...en skemmtilegast var nú að fara með honum Fancy í mat...hann er nebblega á Securitas námskeiði hérna rétt hjá mér þannig að í hádeginu pikkaði ég hann upp og við fórum á Tex Mex sem var muy bien...Fancy var í öryggisbúningnum og verð ég að segja að ég átti í erfiðleikum með að hemja mig þegar ég sá hann í flottu svörtu glansbuxunum og ljósbláu skyrtunni...en mér tókst það nú samt...svo gerðist nú annað skemmtilegt í gær...ég rölti inní Skífuna eins og vanalega á fimmtudögum áður en ég mæti í vinnuna og viti menn...það er byrjað að selja 9. seríu af Friends...og þar sem ég á allar hinar átta þá keypti ég mér fyrstu spóluna í 9. seríu...aaaa...æðislegt...ég var einmitt að hugsa hvað það var leiðinlegt að ég gæti ekki keypt mér meiri Friends...þannig að þessi dagur var aldeilis frábær og dagurinn í dag lofar allavega góðu...byrjaði daginn á að heyra Disco 2000 með Pulp sem er náttlega bara snilld!! Svo fór ég í Veggsport og tók squash- og körfuboltaæfingu...ég elska föstudaga íþróttalegaséð...þeir eru svo fjölbreyttir...squash og karfa á morgnana...fótbolti í hádeginu og svo squash seinni partin...I luuuuv it!...

...eeen á næstunni horfir fram á mikla vinnu...er að vinna allar helgar þangað til um páskana...þá á ég líka langt frí...en ég bað um mikla vinnu því mar verður nú að massa þessi búðarstörf áður en maður fer út...sem er by the way eftir rétt rúmlega mánuð...íha! Ég get ekki beðið núna...hlakka samt eiginlega mest til að fara til Finnlands...that´s weird...hef alltaf haft einhver sægik tengsl við Finnlands...don´t know why...

...eeeen núna er komið að þessu vikulega...gleðilegan flöskudag!!!!
Stay black

27.3.03

Og djöfull er ég ánægð með...

...hvað ég er búin að veruleikasjónvarpsvæða fólkið hérna í vinnunni...þegar nýja Bachelor serían byrjaði þá plöggaði ég henni geðveikt því enginn var að fylgjast með og svo á endanum horfðu næstum því allir á lokaþáttinn...nema Kristín því hún er á móti sjónvarpi all together ehehehe...svo eru margir farnir að fylgjast reglulega með Survivor sem ég get kannski ekki tekið kredit fyrir því fólkið hérna var nú það vel menntað að það hafði einhvern tímann horft á Survivor áður en ég kom til sögunnar....eeeen í kvöld byrjar svo ný sería af Bachelorette sem enginn...og þá meina ég enginn má missa af! Ég er búin að senda út minn reglulega plögg-póst og hvetja til áhorfs..kannski maður sendi annan í dag...hver veit...en allir eru voðalega spenntir yfir þessari nýju seríu og vonandi horfa sem flestir á þetta því þá er svo gaman hjá okkur í morgunkaffinu ;)

...eeeen í dag er fimmtudagur sem mér persónulega finnst leiðinlegasti dagurinn í vikunni...er að vinna í tveim vinnum og svona skemmtilegheit og því er dagurinn heavy langur...en ég læt þetta ekki á mig fá...ég held í bjartsýnina mína þá margt hafi verið að reyna að ýta mér í pirring í morgun þá held ég ótrauð áfram í baráttunni í að halda í jákvæðnina og henda öllu illu útúr huganum hehehe....eeen for now ætla ég að láta það duga að drulla mér að fara að vinna og hætta þessu tilgangslausa kjaftæði hó hó hó...
Stay black

26.3.03

Og þá er það jákvæðisbloggið...

...sem einkennir þennan dag...eða tja...ekki jákvæðisbloggið heldur jákvæðni yfir höfuð...þetta er jákvæðisbloggið heheehe...allavega þá er þessi dagur búinn að vera bestur í heimi...ég vaknaði í úber góðu skapi og keyrði í Veggsport...á leiðinni í Veggsport kom uppáhaldslagið mitt at the mo, All the things she said, í útvarpinu og ég næstum því sprengdi hátalarna á Gunnari blessuninni...svo bara kom ég í Veggsport og hljóp og hljóp og hljóp og skellti mér í góða sturtu og keyrði í vinnuna....og það er náttlega alltaf gaman í vinnunni þannig að góða skapið hélst og hélst og hélst...við systurnar töltum svo á Grænan kost í hádeginu og hittum þriðju systurna...týndu systurna ef smá má kalla...sumir þekkja hana sem keikólínu (úbbs mátti ekki nota þetta en ég geri það samt cause I feel good)....allavega...við hámuðum í okkur spínat einhverju og gulrótar einhverju...allt voðalega hollt og gott og ég var södd langt fram eftir kveldi þetta var svooo stór skammtur...mallinn ekki vanur að borða svona óhemjumikið í hádegismat...svo bara hélt maður áfram að vinna hress og kátur og saddur og frábær og meiriháttar og síðan var haldið í menningarferð klukkan hálf fimm með LL Cool J og Siggu Völu...maður tók nettan 6 og hálfan kílómeter á þetta, smá gufu og heita pott og síðan var brunað á ónefndan pizza stað og hámuð pizza eins og maður ætti lífið að leysa...síðan kíktum við Sigga Vala aðeins í kotið til hennar litlu Löven Brá og skoðuðum ýmislegt (ég mátti víst ekki láta það fara neitt lengra...Löven Brá þarf nú að halda coolinu)...síðan keyrði Sigga Vala mig heim og er ég stíg inn um dyrnar bíður mín þá ekki umslag...með júróreikningum...ég opnaði og var búnað undirbúa mig undir að rústa deginum...eeeen viti menn..hann er næstum helmingi lægri en ég hélt...íha!!! Þannig að gleðin heldur áfram og stefni ég á að enda þennan dag annaðhvort á Bridget Jones´s diary eða The fifth element...er ekki alveg búnað ákveða mig...

...En mér líður svo vel að ég get ekki líst því...mér finnst einhvern veginn eins og allt sé að smella saman og það gengur mér allt í hag...ég er líka búin að uppgötva að ég er breytt manneskja síðan fyrir rúmlega 2 árum sem er mjög gott og maður hefur þroskast mikið á undanförnum mánuðum sem er ekkert nema gott...núna blasir framtíðin björt við mér og ég hef á tilfinningunni að þetta sumar verði besta sumar í lífi mínu...eftir rétt rúmlega mánuð held ég í mesta ævintýr sem ég mun nokkurn tíman lenda í og losna frá þessari litlu eyju sem hefur nú verið mér góð en líka slæm...en það er ekki henni að kenna heldur mér...en vonandi heldur þetta góða skap áfram...þrátt fyrir að bossinn á mér sé aumur og ég keyri á bíl sem er ekki á vetrardekkjum nota bene...en það er sorglegt að hugsa það að það er alltaf þannig að þegar maður er svona heppí og í jollí gúddí fílíng þá fer alltaf eitthvað úrskeiðis...ég verð þá bara var um mig á morgun og hinn heheehhe....góða nótt og vonandi dreymir ykkur frábæra drauma...ég veit að ég á eftir að gera það...

--- Hérna endar jákvæðisblogg Lilju Gnarr...undirbúið ykkur undir allt annan blogganda á morgun því Lillan getur jú verið smá skitsó stundum...á undanförnum misserum hefur Lillan tekið eftir því að stundum hafa blogg hennar verið mistúlkuð á ýmsa vegu...jákvæðni og hamingja Lillunnar er engum að þakka nema henni sjálfri og því má enginn annar taka þetta til sín þó þið séuð öll æðisleg...takið því bara með fyrirvara þessu góða skapi því kannski endist það...og kannski ekki...góðar stundir ---
Stay black
Og...

...bossinn minn er ekki alveg að meika lífið akkúrat núna...mætti halda að ég hafi verið að gera eitthvað miklu skemmtilegra en að hjóla í gær...en svo er nú ekki...ooo neee...hjólreiðarnar mínar skildu eftir djúp sár á litla bossanum mínum og núna er soldið óþægilegt að sitja eeeen maður harkar það nú af sér...undralærin mín allavega meikuðu það feitt í gær á hjólinu sem sýnir mér bara að ég hef verið að æfa þau voða vel en ekki bossann minn...þá er bara að bæta úr því og því hef ég ákveðið að skipta bílnum út fyrir hjólið á mánudaginn næsta...ætlaði að gera það þar næsta mánudag en bossinn minn kallar á hjálp..hvað get ég gert annað en að gera honum til geðs?

...eeen í dag eftir vinnu er ferðinni heitið í menningarferð í Grafarvog með LL Cool J og Siggu Völu...nánar tiltekið í World Class í Spönginni þar sem við ætlum aðeins að lyfta okkur upp...fara að æfa og kíkja svo í heita pottinn og eitthvað rugl...alger snilld...hittist svo vel á að systa kemst ekki í squash í dag þannig að ég þarf ekkert að stressa mig á tímanum eða neitt...ætli maður kíki svo ekki í ljós eftir á...deeem hvað er hægt að röfla í manni um þessi helvítis ljós...keddlurnar í vinnunni eru alveg að missa sig og taka mig á taugum með einhverjum hræðslusögum um krabbamein í maganum og hvaðeina...og svo var systa að gera grein um húðkrabbamein þannig að það er ráðist á mig frá öllum vígvöllum...eeen ég læt það ekki á mig fá...ef ég dey úr húðkrabba þá lít ég allavega vel út í hvítu...
Stay black

25.3.03

Og hve mikil snilld er þetta...

...lag dagsins í dag...ef ekki vikunnar og ef ekki mánaðarins...ég held sko með rússnesku lessunum í júróvisjón...no doubt about it...manni svíður nú bara í eyrun þegar maður heyrir okkar lag á ensku..fuss...en hér er lag dagsins í dag...enjoy...

All the things she said
All the things she said
Running through my head
All the things she said
All the things she said
Running through my head
This is not enough

I'm in serious shit, I feel totally lost
If I'm asking for help it's only because
Being with you has opened my eyes
Could I ever believe such a perfect surprise?

I keep asking myself, wondering how
I keep closing my eyes but I can't block you out
Wanna fly to a place where it's just you and me
Nobody else so we can be free

All the things she said
All the things she said
Running through my head
All the things she said
All the things she said
Running through my head
This is not enough
This is not enough

All the things she said
All the things she said

And I'm all mixed up, feeling cornered and rushed
They say it's my fault but I want her so much
Wanna fly her away where the sun and rain
Come in over my face, wash away all the shame
When they stop and stare - don't worry me
'Cause I'm feeling for her what she's feeling for me
I can try to pretend, I can try to forget
But it's driving me mad, going out of my head

Mother looking at me
Tell me what do you see?
Yes, I've lost my mind

Daddy looking at me
Will I ever be free?
Have I crossed the line?

Stay black
Og ég á líka...

...nýjan síma...ligga ligga lái...varð bara að monta mig aðeins...hefði sett mynd af nýju nærfötunum mínum hingað til að monta mig ennþá meira en ég fann enga mynd af þeim...
Stay black
Og í dag...

...hjólaði ég í vinnuna....hann Gunnar tók hann Gunnar (bílinn sko) því hann er farinn að leka glussa og ég ákvað að taka smá prufukeyrslu í vinnuna á hjólinu því í næsta mánuði mun ég hjóla hingað á hverjum degi....sem leggst vel í mig því það er svo gaman að hjóla...maður er svo einn í heiminum eitthvað...skemmtilegra hefði nú verið samt ef ekki hefði verið snjór á göngustígunum...en það var svo sem ekkert alvarlegt...en þetta var æðislegur morgunn...var bara með Cure-Greatest Hits í eyrunum í góðum fílíng...ég er búin að komast að því að það er mín work out music sko...algerir snillingar! Svo skellti ég mér bara í sturtu hérna í vinnunni...sem er nú ekki uppá marga fiska en rennandi vatn og sápa er nóg fyrir mig...þoli bara ekki að ég er með geðveika speglafóbíu þannig að ég ímynda mér alltaf að það séu speglar inná klósettum og solleis þannig að ég þorði ekkert að horfa í spegil fyrr en ég var fyllilega klædd...þetta er mjööööög óþægileg fóbía og örugglega alveg óþarfi svona oftast allavega...en hjólreiðarnar leggjast vel í mig og verða kærkomin tilbreyting í líf hlauparans...
Stay black

24.3.03

Og snillingur dagsins er tvímælalaust...

...hann Gummi Jóh....sem var að selja mér síma áðan...gafst uppá símanum sem Katrin elska lánaði mér því hann var alltaf að detta út og þegar Gummi Jóh bauð mér afslátt og læti þá bara sló ég til og keypti mér síma...Nokia 3150i...voðalega krúttlegur...ég er voðalega ánægð þó ég geti ekkert fiktað í honum á morgun þegar ég er búin í vinnunni...sem er að gera mig brjááálaða...mig langar svo að fikta núna...NÚNA! Hehehe...en það var mjög auðvelt að selja mér síma...um leið og ég vissi að ég gæti haft Kylie hringingu í sterio þá hafði Gummi mig alla sko...Gummi er prúður drengur og vel máli farinn og getur gert kraftaverk með augunum...svo er mömmu líka svo helvíti vel við hann sem er mjög gott...þá getur maður notað þessa klassísku setningu ef mar vill halda partý: „En Gummi Jóh kemur...og hann er nú svo prúður...það verða allir í partýinu eins og hann" og hún er bara eins og leir í mínum höndum heheehe...og tja...ég er búin að minnast á Gumma sex sinnum núna í þessu bloggi og nenni ekki að gera link við öll skiptin þannig að hér er heimasíðan hans...enjoy...
Stay black

23.3.03

Og það var bara helvíti gaman í gær...

..ég kíkti til Siggu Völu í heimsókn í gærkveldi og við eyddum kveldinu í að borða nammi og popp og drekka vatn og bjór sem var voða góð blanda....svo spjölluðum við um allt ýmislegt en mostly náttlega stráka því við erum báðar single...hehehee...og komumst að þeirri niðurstöðu að við erum ekki single útaf því að við erum eitthvað hræðilega leiðinlegar eða ljótar eða með lítil brjóst (þó að ég haldi að það sé nú soldið stór ástæða fyrir því að ég er á lausu ha ha ha) eða eitthvað þannig heldur bara útaf því að við sættum okkur ekki við bara einhvern...heldur þurfum við aðeins að láta heilla okkur og svo virðist sem íslenskum strákum hafa bara ekki tekist það...sem er svo sem ágætt því nógur er tíminn og ég persónulega á eftir að gera alltof mikið...

...mamma var að spá fyrir mér áðan eins og er svona mánaðarlegur atburður og það var bara alltí gúddí...reyndar sá hún einhvern gauk í spilunum hjá mér sem á fullt af monní...ég kannast nú ekkert við það enda er það kannski bara wishful thinking hjá múttu..ha ha ha...held það sé málið því allir vinir mínir eru nú ekki beint efnaðir...eeen svo bara sá hún góða hluti í ferðalaginu mínu og gaman gaman og skemmtilegheit...ehehehe...svo var fyndið að ég var að vinna áðan og afgreiddi stelpu sem var með mér í FB og ég hef ekkert séð síðan við útskrifuðumst...og það var náttlega þetta klassíska "hvað ert þú að gera?" tekið á þetta og þegar ég sagði henni hvað ég væri að gera þá sagði hún að henni finndist ég vera huguð...ég hef aldrei pælt í því áður...huguð...mér finnst ég einmitt alger kjúklingur....eeeen speaking of kjúklingur þá er mútta að elda kjúkling akkúrat núna...og enn og aftur segi ég að mamma mín er best í heimi því hún veit að ég fæ ekkert betra en kjúkling...eða tja...jújú...ég get nú alveg hugsað mér betri hlut en það er ekkert sem mamma mín á að vita af...
Stay black