27.3.03

Og djöfull er ég ánægð með...

...hvað ég er búin að veruleikasjónvarpsvæða fólkið hérna í vinnunni...þegar nýja Bachelor serían byrjaði þá plöggaði ég henni geðveikt því enginn var að fylgjast með og svo á endanum horfðu næstum því allir á lokaþáttinn...nema Kristín því hún er á móti sjónvarpi all together ehehehe...svo eru margir farnir að fylgjast reglulega með Survivor sem ég get kannski ekki tekið kredit fyrir því fólkið hérna var nú það vel menntað að það hafði einhvern tímann horft á Survivor áður en ég kom til sögunnar....eeeen í kvöld byrjar svo ný sería af Bachelorette sem enginn...og þá meina ég enginn má missa af! Ég er búin að senda út minn reglulega plögg-póst og hvetja til áhorfs..kannski maður sendi annan í dag...hver veit...en allir eru voðalega spenntir yfir þessari nýju seríu og vonandi horfa sem flestir á þetta því þá er svo gaman hjá okkur í morgunkaffinu ;)

...eeeen í dag er fimmtudagur sem mér persónulega finnst leiðinlegasti dagurinn í vikunni...er að vinna í tveim vinnum og svona skemmtilegheit og því er dagurinn heavy langur...en ég læt þetta ekki á mig fá...ég held í bjartsýnina mína þá margt hafi verið að reyna að ýta mér í pirring í morgun þá held ég ótrauð áfram í baráttunni í að halda í jákvæðnina og henda öllu illu útúr huganum hehehe....eeen for now ætla ég að láta það duga að drulla mér að fara að vinna og hætta þessu tilgangslausa kjaftæði hó hó hó...
Stay black

Engin ummæli: