13.9.02

Begga var að bjóða mér í partý á laugardag....og ég sem ætlaði að vera edrú á laugardag....ó jæja.....
Jæja...Kristín Hrund er að yfirgefa hópinn okkar....hún er að stinga af til Danmerkur blessunin...ég vil bara þakka henni fyrir samfylgdina og mun hún ávallt lifa í hjörtum okkar sem Kristín Kartafla...goðsögn í lifanda lífi....hún er best því hún keypti súkkulaðiköku handa okkur...takk takk takk og gangi þér obboslega vel
Fékk skemmtilegt boðskort í gær í afmælið hjá Ásu Margréti og Rakeli...þokkalega ætla ég að mæta...næstu helgi á Gauknum...verður örugglega rosa stuð...ætli mar reyni ekki að draga hjúkkuna með sér...hver veit hver veit...
Loksins er kebabið sem mig er búið að dreyma um síðan í morgun komið í mínar hendur....mmm...ég og jarðarberið kíktum í kringluna og ég keypti mér kjúklingakebab með mikilli jógúrtsósu....uuummmm...svo keypti ég kók...sem er skrítið miðað við að ég drekk yfirleitt ekki kók...en mar gerir undantekningar þegar maður er svona semi-þunnur.....helgin nálgast og er planið að súpa á tinto de verano í kveld....sama hvað pabbi dissar það mikið
Stay black
Jarðarberið er komið eftir misgóðan nætursvefn með svo girnilegan mat að ég gæti tekið af mér hendina..rotað hana með henni og stolið matnum hennar...mouhahahha *glott*
Jæja...mar er mættur í vinnu eftir ævintýri gærkvöldsins...Kristín Hrund var að hlaupa inná klósett...henni er eitthvað bumbult greyinu...jarðaberið og systa eru ekki enn búnað láta sjá sig...held að þetta verði ekki mjög virkur dagur....ehehehe...en gærkvöldið var rosa fínt...brunaði fyrr heim úr vinnunni til systu í grillmat með skýrr-hópnum mínum....maturinn var rosa góður og Guntrum hvítvínið ekki síðra....þakka Heiðu fyrir frábæran mat....hún er sannarlega listakokkur! Svo bara var spjallað og hlegið dátt og þegar heim kom horfði ég á Magnolia...horfi alltaf á vídjó eftir fyllerí...it´s like a ritiual...en ferskleikinn ræður í litla þýðingarhópnum í dag....úff úff úff...verður eitthvað skrautlegt....svo er ég að drepast í bakinn for some reason þannig að squashið verður heldur ekki mjög afkastamikið..
Stay black

12.9.02

Hey...ég er komin með comment-kerfi...veit ekki af hverju...en....flee...shout out if ya wanna be heard!
Stay black
Mouhahahha....pabbi í djúpu....
Muna ekki allir eftir Föstum liðum eins og venjulega? Ef ekki þá eruð þið mjöööög óheppin! Ég og jarðaberið erum sammála um það að þetta eru bestu íslensku sjónvarpsþættirnir sem nokkurn tímann hafa verið framleiddir! Alger hreinasta snilld...samt ekki gott að tala um þá núna því mig langar bara heim að glápa á þá...ekki vinna....en hey...spænsk kvikmyndahátíð byrjar í dag í regnboganum...stendur til 22.sept...íha íha...ég og fancy ætlum að kíkja á það á sunnudag og vonandi eitthvað í næstu viku líka...andale andale....
Stay black
Jæja..helgin nálgast óðfluga...og verður forskot tekið á sæluna í kveld...staffadjamm...nammi namm...fer beint eftir vinnu í hvítvín og grill...can´t wait sko...verður massastuð...og svo á morgun er nurse Óli að fara í vísindaferð with his fellow nurses og hann ætlar að reyna að plata mig á Astro..ætli ég láti mig ekki hafa það því þegar hann sér hvað það er leiðinlegt þar þá kemur hann með mér eitthvað annað skemmtilegt...íha...svo er laugardagurinn óskrifað blað....fyrir utan að ég þarf að vinna...þannig að planið er eiginlega bara að chilla...nema mér verði boðið eitthvað betra...sem ég efast um...komst að þeirri niðurstöðu með pabba í gær að ég get bara ekki hætt að drekka því ég á 3 vínflöskur og ekkert fórnarlamb til að bjóða í freyðivín, jarðarber, ís, freyðibað, kertaljós, handjárn og Barry White....I´m doomed to drink and it´s not my fault....
Stay black
Enn einn dýrðardagur Drottins hefur litið dagsins ljós...góðan daginn daginn daginn....ehehhehe....fór til Freyju í gær og þegar frönskutíminn var búinn þá töluðum við aðeins um karlamálinn okkar ehehe...það er nú meira action hjá Freyju heldur en mér og því fór ég meira einmana heim heldur en ég fór til hennar ...eheheh...neinei...það beið mín nú betra heima...því þar var þáttur á stoody 2 um hvað....hummm...alveg rétt 11 FOKKING SEPTEMBER!!!...þetta var samt rosa flottur þáttur...einhver gaur með vídjókameru inní turnunum...og þetta var alls ekkert mikið eitthvað svona We are Americans...we are proud....meira svona realistic....sem var cool...þannig að ég kom vel frá þessum degi og mjög óskemmd því ég reyndi að forðast fréttirnar...eheheh...sem þýddi að ég horfði á Innlit Útlit...og guð minn góður þau mistök geri ég ekki aftur...samt flott íbúð hjá arkitektunum...svona geðveikt simple...ekki fyrir mig en mjög töff íbúð samt....ég er ekki fyrir svona rosa stílhreint dauðans en flott að horfa á þetta...ekki mikið af litum samt...en Friðrik Weishappel er alveg ekki að meika það í þessum þætti...samt fyndið að hann grípur oft frammí fyrir Völu Matt og hún er ekki beint sátt athyglissjúka beyglan...ehehe...það er eina góða í þættinum....þannig að kannski mar kíki á þetta aftur....sjáum til...
Stay black

11.9.02

Æjjj...var að muna að ég fer til Freyju í kveld að hjálpa henni í frönsku (kannski franskri tungu...ehehe) þannig að allir fallegu karlmennirnir sem hafa ekki stoppað að hringja...kúrið verður að bíða betri tíma
Stay beautiful
Jæja...Lilja er að farast úr þreytu og pirringi eitthvað...gæti ástæðan verið loftleysið hér í litla, kósí básnum okkar...hmmm....en allavega...ég ætla í bæinn eftir vinnu....kíkja í intersport og finna mér íþróttabuxur í afmælisgjöf frá annie, earlie , raggie og landnámsmanninum ....tími til kominn því mínar buxur eru allar að verða götóttar og alltof alltof stórar...ekki smekklegt að þurfa að girða sig eftir hverja einustu uppgjöf...nammi namm....en jarðaberið mitt just inspired me að reyna að finna mér mann sem heimir Magnús...þá get ég kallað hann gnúsa og sagt...„ég er farin heim að knúsa gnúsa..." hehehe...soldið tekkí og tjísí en hey...what works for me....en fyrst ég er að tala um karlmenn...ef einhverjum fallegum karlmanni leiðist í kveld og langar að kúra hjá ekki svo fallegri stelpu (that´s me!) þá endilega bjallið í mig því ég vil losna úr 11.september-madnessinu á stoody 2!!
Stay black
I wanna kiss you all over...and over again...I wanna kiss you all over....till the night closes in...TILL THE NIGHT CLOSES IN!
You are 14% geek
OK, so maybe you ain't a geek. You do, at least, show a bit of interest in the world around you. Either that, or you have enough of a sense of humor to pick some of the sillier answers on the test. Regardless, you're probably a pretty nifty, well-rounded person who gets along fine with people and can chat with just about anyone without fear of looking stupid or foolish or overly concerned with minutiae. God, I hate you.

Take the Polygeek Quiz at Thudfactor.com

Í dag er ég ofurþreytt...í gær horfði ég á Magnolia fram á nótt...þó að ég hafi verið þreyttari en allt eftir squash þá ákvað ég að horfa á þessa snilldarmynd sem ég tók upp á sunnudaginn...held ég sé búin að taka hana svona 40 sinnum þannig að ég ákvað bara að taka hana upp...núna langar mig bara í soundtrackið...alger hreinasta hreinasta snilld...núna vantar mig bara Happy Gilmore til að fullkomna vídjóglápsafnið mitt...skil samt ekki alveg af hverju ég á hana ekki því ég dýrka þessa mynd...mig minnir meira að segja að síðast þegar ég tók hana á Vídjóheimum þá hafi gaurinn sagt...„hey...þú veist að þú ert búnað taka þessa mynd 10 sinnum..."...hvað er málið með það að segja manni hvað mar hafi tekið þessa og hina spólu oft!? Eins og mar bara alltíeinu fatti já þetta er þessi mynd...heyrðu ég vel mér nýja...hálfvitar mar...núna verð ég nú samt að fara að fjárfesta í Happy Gilmore og hætta að fara á Vídjóheima...

"I eat pieces of shit like you for breakfast"
"You eat pieces of shit for breakfast?!"
"Ehhh...no!"

Stay black

10.9.02

Úff var að koma úr massívum squashtíma.....mamma mía....en núna er stefnt á góðan nætursvefn og reyni ég að misnota koddann ekki of mikið...ooo meeen....11.september madnessið er strax byrjað á bbc og cnn og whatthefuckit´sallcalled....ojjjj bara...bara eitthvað hryðjuverka krapa þættir á morgun á stoody 2...gaman gaman...ætli mar leigi sér þá ekki vídjó og kúri hjá húffanum...how sad am I?!....úff jæja...það er nú svo og jæja....gaman að því og hana nú....íha íha...jæja....sleepy time...so long suckers...
Stay black
Jæja...þá er síðan svona nokkurn veginn komin í stand...og hvernig líst fólki svo á....endilega tjáið ykkur í gestabókina...og takið til greina að ég kann ekkert á svona...EKKERT...en allavega...langaði að breyta til og gera þetta aðeins meira interactive eins og mar segir á góðri íslensku
Stay black
Núna er kvöldið komið á hreint og það verður væntanlega mjög ljúft...ég, earlie, annie og raggie ætlum heim til earlie og landnámsmannsins að éta Pizza Hut hut hut-pizzu og síðan í Raggedy sport því það er vinavika...íha íha....
Sýna verður smá þolinmæði á meðan heimasíðu-challenged tölvuauminginn reynir að gera eitthvað sniðugt....that´s me by the way
Síðan aðeins under construction at the mo ;)
Jæja...þetta blogg er eingöngu tileinkað henni Lobbu Klobbu...ehehehe...það var poppgetraun áðan á Radiox hjá Sigurjóni og lagið sem var verið að spyrja um var What do you want from me með Monako...ég varð bara að hringja og svara...mannstu Lovísa....þú vannst diskinn á MTV...íhíhí ;)
Stay black
Jæja...í morgun var hringurinn tekinn á sprettinum í appelsínugulum regnstakk, röndóttum vettlingum og með hárið útí loftið...þó að sumum finnist veðrið í dag ekki frábært þá finnst mér það...ekkert betra en sprettur útí rigningunni...nema kannski rólegur göngutúr í rigningunni með fallegum karlmanni og nógan tíma....la la la...horfði á Wedding Singer í gær þegar ég kom heim úr squashi því mér leiddist mikið ein heima á tvítugsafmælisdaginn minn....og er endirinn á þessari mynd einn sá sætasti í heimi...myndin er náttúrulega öll snilld og Adam Sandler er náttúrulega uppáhaldsgrínleikarinn minn ever...alger snillingur....en vá hvað þetta er sætur endir...nammi namm...every girls fantasy held ég bara....ó well...mar lætur sig bara dreyma...tíhí.....það er fínt líka...þá verður mar allavega ekki fyrir vonbrigðum....það er alltaf klassískt...en annars var ágætt að verða tvítugur...fékk meira að segja gjöf frá vinnunni sem var mjög óvænt...fékk bók um íslenska orðtök sem ég er rosa ánægð með...það er alltaf svo gaman að fá svona eigulegar bækur...sérstaklega þegar maður á ekki von á því.....en ég klikkaði samt á því að fara í Ríkið...á líka alveg nóg vín fyrir næstu helgar þannig að ég hef svo sem ekkert að gera í Ríkið...nema gá hvort aftershock-goðsögnin í Heiðrúnu sé sönn...dadara...ég læt bara Guðjón um að tékka á því...
Stay black

9.9.02

Æji hvað er gaman að sjá hvað margir muna eftir afmælinu mínu...hef ekki töluna á hamingjuóskasmessunum sem ég hef fengið í dag...það er svo gaman þegar fólk man eftir manni...svo fór ég í hádeginu og keypti afmælisköku og nammi handa vinnufélögunum...ég er svo góð við þau...veit ekki hvort mar á að passa uppá línurnar eða skella sér í súkkulaðikökuna...tja...mar á nú einu sinni bara afmæli einu sinni á ári....what the heck!!! Ég vil nota þetta tækifæri til að segja takk fyrir komuna og takk fyrir mig þið öll sem komuð í partýið mitt ;)
Stay black



The Greatest Evil...Crossdresser

Find out what Cartoon villan you are.
Frábært frábært frábært....gjafirnar sem ég gleymdi á Gauknum eru þar ennþá!! Þvílík snilld!!
En já...ég á afmæli í dag...til hamingju ég!
Jæja...helgin var nett snilld....reyni samt að blogga sem minnst því ég er með gervineglur og þá er ekki auðvelt að pikka inn á tölvu...og hvað geri ég allan daginn?! Akkúrat það....úff úff úff...afmælið var snilld og var ótrúlega góð mæting...ég bara varð alltof full...úff úff úff....nenni ekki að telja upp alla sem komu en allt aðalfólkið sem ég vildi að kæmu mætti...nema kannski Ormurinn sem var einhvers staðar útí sveit...helvítis svikari..eins og Gaxel og Ester sem létu heldur ekki sjá sig...sviku allt Costagengið....Begga bjargaðu Keflvíkingunum og lét sjá þig og er alltaf gaman að sjá hana....svo komu Eva Ósk og Þórunn sem ég var rosa ánægð með því ég bjóst alls ekki við því...en þakka vil ég gellunni sem gaf mér aftershockið...veit reyndar ekki hvað hún heitir....en hún er ástæðan fyrir því að ég var mökkölvuð...alveg þess virði...svo endaði tjúttið á Hverfis með systu, hjúkkunni, Hjördísi og Fancy ...eiginlega samt á vöffluvagninum með systu og vinum hennar...segjum ekki meira um það...sunnudagurinn fór í vídjógláð í flotta nokia bolnum frá Gumma Jóh, Guðjóni og Írafári apparently....en ég blogga meira þegar gervineglur dauðans eru farnar af....
Stay black