21.7.05

...Og nú...

...skýst maður til Vopnafjarðar í smá sumarfrí til að heimsækja tengda ömmu og afa...það verður voða stuð...

...en það þýðir samt að þessi helgi verður fyrsta djammlausa helgin síðan einhvern tímann í febrúar...sem er svo sem í lagi...held ég...maður getur þá allavega slakað á eitthvað...

...en ég er farin út á land þar sem ekkert net og lítið símasamband er...wish me luck...
Stay black - Salinto!

20.7.05

...Og þar sem fáir...

...virðast hafa lesið lygaBlaðið í gær þá fylgir hér með klausann sem svetir mannorð okkar Írisar...

Bls.2 í Blaðinu þriðjudaginn 19. júlí

Stolnir bananar?

Nýr flötur málsins kom svo upp á dögunum, en hann snýst um hugmynd að sjónvarpsefni, sem kynnt var fyrir Helga S. Hermannssyni skömmu áður en hann færði sig af Skjánum til 365 miðla. Þær Þórdís Filipsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir komu til fundar við Helga með hugmynd sem þær nefndu “Drög að gríni – Uppfyllingarefni fyrir Skjá Einn” og létu þær stöllur dæmi fylgja á myndbandi. Meira f´rettu þær ekki af undirtektum fyrr en þátturinn “Bananas” hóf göngu sína á Sirkus. Hann er að sögn byggður á hugmyndum þeirra, án þess að haft hafi verið samráð við hina upphaflegu höfunda eða Skjá 1. Þar á bæ var gerð leit að kynningarskjalinu og upptökunum, en hvorugt hefur fundist af þeim gögnum, sem Helgi skildi eftir sig. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás 1, vildi ekki tjá sig um málið á annan hátt en að lögbannið lægi fyrir. “Þá gerir maður ráð fyrir að því sé fylgt eftir, en manni sýnist nú frekar að verið sé að hafa úrskurðinn að háði og spotti.”


Stay black - Salinto!

19.7.05

...Og ég ætla ekki...

...að eyða meira púðri í það sem stendur á síðu 2 í Blaðinu í dag...greinilegt að þar er stunduð einhliða blaðamennska og helber lygastarfsemi...

...ég og Íris stálum ekki neinu and that´s that...punktur...
Stay black - Salinto!
...Og alltaf...

...þegar ég vakna læt ég á Snooze...sem er þýtt sem blundur í símanum mínum...

...en á hverjum einasta morgni finnst mér eins og síminn minn sé að spyrja mig hvort ég vilji gera BRUND virkt...en ekki BLUND...magnað...
Stay black - Sailnto!
...Og eftir...

...fjögurra tíma nætursvefn plús hálftíma dott í bíó þá ákvað ég að skella mér á Snoop á sunnudaginn með Svömpu Gumm og Írisi Huuuuggie...

...mig langaði ekkert sérstaklega á þessa tónleika...hélt að þetta yrði frekar leiðinlegt Gangsta Rapp sem ég hefði ekkert gaman að...en hugsaði líka til Duran tónleikanna þar sem ég var álíka bjartsýn en endaði á því að öskra og syngja manna hæst...þó ég kynni enga texta...

...og auðvitað brást Snoop mér ekki...um leið og ég heyrði lagið P.I.M.P sem hann gerði með 50 Cent féll ég í trans og komst í stuðið...þó ég hafi alltaf hatað þetta lag þá er ég búin að vera að söngla það síðan...við vinkonurnar gátum ekki stillt okkur og tróðum okkur fremst og á tímabili gátum við þefað af Snooparanum í köflöttu gardínunáttfötunum sínum...mmmm...og lyktin var góð enda algjör snillingur þar á ferð...

...þegar lagið Beautiful ómaði hélt ég að allt myndi tryllast og ekki síður þegar Drop It Like It´s Hot byrjaði...algjör snilld...

...það er ótrúlegt hvað Snoop er mikill töffari...hann hefur egó á við fimm hundruð unga sveina og þarf ekki meira en að dilla rassinum til að æsa áhorfendur...svo lét hann áhorfendur náttúrulega kyrja nafn sitt og fékk greinilega ekki nóg af því að fá lof fyrir sitt...yndislegt...

...í gær var ég með Beautiful, Drop It Like It´s Hot og Who Am I? (What´s My Name) á repeat...held að það stefni í það sama í dag...

...Ain´t No Party Like A Snoop Dogg Party But A Snoop Dogg Party Don´t Stop...
Stay black - Salinto!

17.7.05

...Og ég veit ekki...

...hvað ég á að segja...eeeeeen...

...djöfull var Iceland Fashion Week ömurleg...
Stay black - Salinto!