13.2.04

...Og á morgun er barasta...

...svakafyddlerí...

...eitthvað rokna Norðurljósa-djamma á Nordica...og auðvitað er maður búnað tryggja sér miða...frír pinnamatur og fríar "létt" veitingar...mmm...nammi namm...aldrei leiðinlegt að drekka ókeypis bjór...

...svo á maður nú aukamiða og vorum við Maggi að plotta niðrí matsal að selja aukamiðana á svörtu...any takers fyrir stærsta mini-celeb partí ársins ?!
Stay black - Salinto!
...Og heyrðu...

...það er föstudagurinn 13. í dag...úúú...spúgggí...
Stay black - Salinto!
...Og í dag er einn af þessum dögum...

...sem ég gjörsamlega hata! Hata hata hata!...

...sem er skrýtið þar sem ég gjörsamlega eeeelska rigningu...mmmm...ekkert meira nice en að liggja upp í rúmi og heyra regnið dynja á glugganum á meðan hundurinn sleikir á manni tærnar...

...en ligg ég upp í rúmi núna?! Neeeeeeeiiii...

...ég álpaðist frekar til að drífa mig í Veggsport úr heita, sæta rúminu mínu og þar af leiðandi byrjaði dagurinn ekkert obboslega vel...

...ég er með gleraugu og það er alger dauði á degi sem þessum! Maður sér ekki rassgat og svo loksins þegar maður kemst inn í hlýju og þurrt þá kemur svo mikil móða á gleraugun manns að maður labbar um eins og þroskahefur mongólíti...blásandi og púandi á glerin eins og maður eigi lífið að leysa...

...svo er það strætóferðir í rigningunni...ekki eru þær nú skárri...djöfulsins rugl er það...ég var búnað blása hárið á mér voða flott eftir átökin í Veggsport og svo labbar maður út og það dugir ekkert nema hetta á þetta...og þá náttlega ruglast allt og maður mætir í vinnuna myglaðaðri en þegar maður vaknaði...jeysús!

...eeen þó að dagurinn hafi byrjað svona vel þá er lífið samt yndislegt og dagurinn hlýtur að batna...
Stay black - Salinto!

12.2.04

...Og þá er ég búin...

...að setja svipmyndir af karókí-keppninni frægu á netið...check it!
Stay black - Salinto!
...Og langt síðan maður hefur haft svona...

...texta dagsins...

...þennan eiga The Cardigans snillingarnir...þetta lag minnir mig bara á góða tíma og Finnland...nammi namm...

Man I’ve had a few
But they wouldn’t quit blow me like you
You gave me your name and sight
With a halo around my eye
And it hits me like never before
That love is a powerful force
Yes it struck me that love is as bored
So I pushed you a little bit more

Love, you’re news to me
You’re a little bit more then I thought you’d be
A mow in my well fed lawn
You’re a nightmare beating the dawn
Oh it hits me like never before
That love is a powerful force
Yes it struck me that love is a sport
So I pushed you a little bit more

Blue, blue, black and blue
Red blood sticks like glue
True love is cruel love
Red blood say power fuel
Sweet love tasty blood
My heart overfloods

Oh you hit me
Yeah you hit me really hard
Man you hit me
Yeah you hit me right in the heart
Lord I’ve had my deal
But I never quite knew how it feels
When love makes you wake up soar
With fists that are ready for more

And it hits me that love is a game
Like in war no one can be blamed
Yes it struck me that love is a sport
So I pushed you a little bit more

Blue, blue, black and blue
Red blood sticks like glue
True love is cruel love
Red blood say power fuel
Sweet love tasty blood
My heart overfloods

Man you hit me
Yeah you hit me really hard
Baby you hit me
Yeah you punched me right in the heart
And then you kissed me
And then you hit me

Oh you hold me with your violent heartbeat at night
Oh you strike me with your silence baby tonight
Why you hold me with your violence baby come hit me
You hold me with your violent heartbeat

Stay black - Salinto!
...Ooooog...

...hégómi, hégómi, hégómi, hégómi...

...það er ekki oft sem mér ofbýður...reyndar er það eiginlega aldrei...ég hef frekar mikið þol að horfa á blóð og heilaslettur og alls konar svona rugl...eina sem gengur fram af mér eru nauðganir...eeeen í gær fann ég nýtt sem ég bara meika alls ekki...

...datt kylliflöt oní þátt af Extreme Makeover og ég hélt ég myndi æla...

...í fyrsta lagi er næstum ALLT sýnt...aðgerðin og allt saman...og mér bara ofbauð gjörsamlega...ég slökkti næstum því á sjónvarpinu en forvitnin hrakti mig áfram í tilgangslausri leit að tilgangi í þessum meðalmennsku-raunveruleikasjónvarpsþætti...

...í öðru lagi blöskraði mér hvað fólki er annt um útlitið...ok ok...ég er kannski hræsnari...mér finnst gaman að klæða mig í fín föt og gera mig sæta í þessi fáu skipti sem ég geri það og ég fer daglega í ræktina í þeirra blekkingu að ég sé að léttast eitthvað eða fá fótleggi eins og Elle McPherson en meeeen...þeta er nú aðeins of langt gengið finnst mér...

...en ég vil þakka Ruth Reginalds fyrir það að færa þessa meðalmennsku úr sjónvarpinu í rúminu mínu og inn á þetta litla amerísku-legna land...takk takk elskan...loksins dettum við algjörlega niður í menningarlegt svartnætti...it´s about time...

...þú brennir peninga...á því að reeeeeykja...
Stay black - Salinto!

11.2.04

...Og nú nálgast ömurlegasti dagur...

...ársins...

...Valentínusardagurinn...*æl* *gubb* *pjúk*

...hver skilur eiginlega út á hvað sá dagur gengur?! Bara plokka peninga af saklausum sálum sem eru svo ósjálfstæðar að geta ekki fundið sitt eigið tilefni til að tjá elskhuga sínum ást sína...

...ætli það sé smá biturleiki að skína í gegn...fussss...ég prumpa á það...
Stay black - Salinto!
...Og ég meika ekki fólk...

...sem vill tala við mann á hlaupabrettinu...ég meina...maður er sveittur, myglaður og asnalegur...og nennir ekki að tala við ókunnugt fólk...

...getur fólk ekki bara lesið bloggið mitt og látið mig í friði!
Stay black - Salinto!
...Og þá er maður kominn aftur í sína yndislegu...

...vinnu eftir 2ja daga vaktafrí...og ég sver það að sængin er liggur við gróin við mig...það var allavega erfiðara en allt í morgun að drulla sér upp úr rúminu í morgun til að skella sér á hlaupabrettið í Veggsport...

...eeeen fríið var yndislegt...

...á mánudaginn tölti ég út í Videoheima um leið og ég var búin að skutla múttu í vinnuna og leigði mér 3 gamlar vídjóspólur af minni alkunnu snilli...þær stórgóðu myndir sem urðu fyrir valinu voru Fargo, Reality Bites og Happy Gilmore...og var horft á þær í þessari röð...sitt lítið af hverju...góður leikur...heartbreak romance og svo gaman og hlátur...gerist það betra?

...í gær lá ég svo upp í rúmi ALLAN daginn...alveg þangað til ég þurfti að fara í leiklist kl. 19...

...og það gerðist eitthvað undursamlegt í leiklist í gær...í fyrsta sinn á 4 vikum þá sökkaði ég ekki...þvert á móti...ég var bara snilld...bara ein tilraun og mér tókst það sem hann Darren er búinn að vera að reyna að hamra inn í hausinn á mér síðustu 4 vikurnar...

...svo var bara tekið chill og spjall á þetta langt fram eftir nóttu...fílaða...
Stay black - Salinto!

8.2.04

...Og vinnan er eiginlega búin að eyðileggja...

...leigubílaferðir fyrir mér...þá svona edrú-leigubílaferðir sem eiga sér ekki stað eftir fyddlerí...

...ég tengdi þannig leigubílaferðir alltaf við það að fara til útlanda eða eitthvað svona álíka skemmtilegt...

...en núna þarf ég að taka leigubíl í vinnuna á sunnudögum því strætó er ekki byrjaður að ganga og ég á engan bíl...

...damn you Fréttablaðið og DV!
Stay black - Salinto!
...Og ég held ég hafi sjaldan...

...verið jafnfuddl eins og ég var á föstudaginn...úúúfffff...og veikindin daginn eftir...þurfti meira að segja að fara heim úr leiklist...þessa þróun líst mér ekkert á...

...eeeen annars tók ég karókí keppnina með trompi...gerði allt vitlaust og vann verðlaun fyrir Besta búninginn...sem eru samt eiginlega svona "þú söngst ekkert voða vel en þarft að fá eitthvað"-verðlaun...en mér er sama...ég fékk lítinn, sætan bikar og út að borða fyrir 2 á Café Óperu...hmmm...nú þarf ég að vanda valið hverjum maður bíður með sér...helst langar mig að taka einhvern gaur með mér...spurning hvort ég finni einhvern nógu góðan...

...eeeen hæfileikar mínir til að láta einhvern bjóða mér uppá White Russian á svona staffadjömmum eru ótrúlegir...enn og aftur fékk ég White Russian...og það engan smá White Russian...það var bara hálfur líter og ekkert smá sterkur...úffff...ekki góður sko...greinilega að fólkið á Shooters afgreiðir ekki marga solleis á kvöldi...

...eeen kvöldið var mjög vel heppnað..ég var mjög sátt við mína frammistöðu og náði að skemmta mér mjög vel...takk fyrir mig og góða nótt...
Stay black - Salinto!