13.2.04

...Og í dag er einn af þessum dögum...

...sem ég gjörsamlega hata! Hata hata hata!...

...sem er skrýtið þar sem ég gjörsamlega eeeelska rigningu...mmmm...ekkert meira nice en að liggja upp í rúmi og heyra regnið dynja á glugganum á meðan hundurinn sleikir á manni tærnar...

...en ligg ég upp í rúmi núna?! Neeeeeeeiiii...

...ég álpaðist frekar til að drífa mig í Veggsport úr heita, sæta rúminu mínu og þar af leiðandi byrjaði dagurinn ekkert obboslega vel...

...ég er með gleraugu og það er alger dauði á degi sem þessum! Maður sér ekki rassgat og svo loksins þegar maður kemst inn í hlýju og þurrt þá kemur svo mikil móða á gleraugun manns að maður labbar um eins og þroskahefur mongólíti...blásandi og púandi á glerin eins og maður eigi lífið að leysa...

...svo er það strætóferðir í rigningunni...ekki eru þær nú skárri...djöfulsins rugl er það...ég var búnað blása hárið á mér voða flott eftir átökin í Veggsport og svo labbar maður út og það dugir ekkert nema hetta á þetta...og þá náttlega ruglast allt og maður mætir í vinnuna myglaðaðri en þegar maður vaknaði...jeysús!

...eeen þó að dagurinn hafi byrjað svona vel þá er lífið samt yndislegt og dagurinn hlýtur að batna...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: