...Ooooog...
...hégómi, hégómi, hégómi, hégómi...
...það er ekki oft sem mér ofbýður...reyndar er það eiginlega aldrei...ég hef frekar mikið þol að horfa á blóð og heilaslettur og alls konar svona rugl...eina sem gengur fram af mér eru nauðganir...eeeen í gær fann ég nýtt sem ég bara meika alls ekki...
...datt kylliflöt oní þátt af Extreme Makeover og ég hélt ég myndi æla...
...í fyrsta lagi er næstum ALLT sýnt...aðgerðin og allt saman...og mér bara ofbauð gjörsamlega...ég slökkti næstum því á sjónvarpinu en forvitnin hrakti mig áfram í tilgangslausri leit að tilgangi í þessum meðalmennsku-raunveruleikasjónvarpsþætti...
...í öðru lagi blöskraði mér hvað fólki er annt um útlitið...ok ok...ég er kannski hræsnari...mér finnst gaman að klæða mig í fín föt og gera mig sæta í þessi fáu skipti sem ég geri það og ég fer daglega í ræktina í þeirra blekkingu að ég sé að léttast eitthvað eða fá fótleggi eins og Elle McPherson en meeeen...þeta er nú aðeins of langt gengið finnst mér...
...en ég vil þakka Ruth Reginalds fyrir það að færa þessa meðalmennsku úr sjónvarpinu í rúminu mínu og inn á þetta litla amerísku-legna land...takk takk elskan...loksins dettum við algjörlega niður í menningarlegt svartnætti...it´s about time...
...þú brennir peninga...á því að reeeeeykja...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli