22.11.02

And my master plan worked...

...Vá allir í vinnunni dýrka mig núna!! Íha íha...karlmennirnir flykkjast að básinum mínum til að smakka kökurnar...verst að allir þeirra eru með giftingarhring...buhuhu...en jæja...svo er Einar pabbi líka búnað lýsa því yfir að ég er geggjuð...s.s. í góðri merkingu...því ég sendi honum íslenskt nammi til úglanda og hann er hoppandi af ánægju...vááá...finally people like me...inspite of the smell...sýnir bara að leiðin að hjarta fólks er í gegnum magan á því...

Stay black
Well well well..núna fer að styttast í stóru stundina...stundina þegar ég kaupi vinsældir samstarfsfólks míns með kökum og gotteríi í hinu vikulega morgunkaffi...sem seinkar reyndar aðeins núna...er eftir aðeins hálftíma...ú ú ú..hlakka mest til sko...hópstjórinn okkar á nefnilega ammæli þannig að mitt kaffi verður eins og barnaafmæli :)...ætli ég fái ekki feita kauphækkun?!?! Eitthvað til að hlakka til sko...eins og ég hlakka til að Nick Cave er eftir aðeins 17 daga! Ég hlakka mest til...eða nei...correction...auðvitað hlakka ég mest til að Einar pabbi komi heim eftir 15 daga...hömm hömm...jú einmitt *brosútaðeyrum*
Stay black
Jæja...Herra Ísland 2002 bara búið og ég verð að segja að í fyrsta skipti í langan tíma er ég mjög hress með úrslitin...mér finnst gaurinn sem vann bara getnaðarlegur...nammi namm...en þetta er nú alltaf soldið gay keppni....held meira að segja að gaurinn sem var í einhverju sæti hafi verið gay en jæja...óvenju mikið að myndarlegum strákum þetta árið en meeeen...gaurinn í öðru sæti...vúúúsjj...no offence en mér fannst hann eitthvað hálf creepy...tíhí...soldið of smurður kannski...skrýtið að enginn skyldi renna á sviðinu þegar þeir voru í pilsunum því þeir glönsuðu allir dauðans...magnað...fer þetta ekki alveg með karlmennskuna?! Að láta smyrja sig í barnaolíu og ganga fram á sviði fyrir framan fullt af fólki...í pilsi?! Mér finnst reyndar strákar í skotapilsum dead sexy en það eru held ég einu pilsin sem ég fíla...og hvað er með að allir í þessari keppni komi frá Keflavík?! Annar hver maður er þaðan...vúússj...ég hef nú komið þangað og þetta er nú ekki það stór staður...vil nú ekki móðga neinn hömm hömm og segi þess vegna að mér fannst keflvísku strákarnir ná virkilegri dýpt í þessari keppni og voru einu strákarnir sem var eitthvað varið í...heheheh
Stay black

21.11.02

Smá tribute hér til Nick Cave...yndislega fallegt lag á No more shall we part sem heitir Love Letter...nú styttist í hann...arrrrggg...get ekki beðið...

I hold this letter in my hand
A plea, a petition, a kind of prayer
I hope it does as I have planned
Losing her again is more than I can bear
I kiss the cold, white envelope
I press my lips against her name
Two hundred words. We live in hope
The sky hangs heavy with rain

Love Letter Love Letter
Go get her Go get her
Love Letter Love Letter
Go tell her Go tell her

A wicked wind whips up the hill
A handful of hopeful words
I love her and I always will
The sky is ready to burst
Said something I did not mean to say
Said something I did not mean to say
Said something I did not mean to say
It all came out the wrong way

Love Letter Love letter
Go get her Go get her
Love Letter Love letter
Go tell her Go tell her

Rain your kisses down upon me
Rain your kisses down in storms
And for all who'll come before me
In your slowly fading forms
I'm going out of my mind
Will leave me standing in
The rain with a letter and a prayer
Whispered on the wind

Come back to me
Come back to me
O baby please come back to me

Ó guð minn góður...Dr. Gunni er hjá Sigurjóni og þeir eru að tala um blogg og hvað sumt sé ógeðslega leiðinlegt og bla bla bla...vááá...mér gæti ekki verið meira sama þó að þeir myndu t.d. segja...„og hvað er með þessa liljagnarr.blogspot.com...er hún eitthvað veruleikafirrt? Svo er hún líka leiðinleg..."...ástæðan fyrir að ég blogga er að mér finnst ógeðslega gaman að skrifa og segja sögur og þannig lagað..hérna fæ ég útrás fyrir allri vitleysunni sem ég bý yfir og enginn getur þaggað niður í mér...mouhahaha...nei án gríns...mikið af því sem ég er að skrifa er einkahúmor á milli mín og minna vina og því væri frekar langt sótt að Dr. Gunna þætti það eitthvað gaman...mér finnst hann snilld sko og ógeðslega fyndinn en er það ekki bara útaf því að hann er svo geðveikur og búnað vera í þessum hawai skyrtum alltof lengi? Bara mitt álit...dæmi um snilldina sem bloggið er...maður getur gert hvað sem maður vill og skrifað það sem maður vill...málið er bara að þeir sem eru með vinsælasta bloggið eru mini-celebarnir eins og betarokk, katrín og dr. Gunni útaf því að þeir þekkja svo marga og svona...og margir þekkja þau...ekki taka þetta sem biturleiki en mér gæti ekki verið meira sama hverjum finnst mitt blogg leiðinlegt eða ekki...ég hata fólk sem er eitthvað að röfla á huga og núll einn um hvað blogg er misheppnað og leiðinlegt og bla bla bla...er einhver að neyða ykkur til að lesa það?!?! Ég held ekki...ahhh...verð...að...skoða...liljugnarr.blogspot.com....get...ekki...hætt...að...tæpa...dream on sko ...kjaftæði!
Stay black
AAAAaaaaAAAaaaaa...ég get ekki beðið eftir Nick Cave...9.desember á ég einmitt 20 og 3 mánaða afmæli...weee...og út af því að ég get ekki hamið mig þá verður þetta í tækinu hjá mér í dag...eftir Sigurjón og co. auðvitað...

....No more shall we part - Nick Cave and the Bad Seeds
....Murder Ballads - Nick Cave and the Bad Seeds
....Moulin Rouge - úr myndinni
....Riot Act - Pearl Jam
....Staring at the sea - The Cure

Ég myndi hafa only Nick Cave diska en ég gleymdi nokkrum heima...mundi bara eftir þessum tveim...eeeeeeen.....snilldarplaylisti fyrir daginn en samt...það er soldið pirrandi núna því ég er að gera eitthvað í vinnunni sem ég skil ekki alveg þá þarf ég alltaf að vera að spyrja og missi þá af helmingunum af diskunum sem ég er að hlusta á...það er pirrandi dauðans...
Stay black
Magnað magnað magnað...eftir nokkra mánaðarbið eftir squashgripi þá loksins fjárfesti ég í einu í gær...og viti menn...spaðinn er eins og nýr og ég þokkalega rústaði Erlu sissí...4-0!! That´s never ever happened...og vegna þess að hún er svona íní bíní tapsár þá var henni ekki skemmt...ehheh...en mér var skemmt...

En hey...frábærar fréttir...íslenska útgáfan af forritinu sem við hérna erum búnað vera að þýða meiripartinn af árinu kom í hús í gær og allir rosa happí happí joy joy...núna erum við að fara að prófa það og eitthvað shit...sem leggst ekki vel í mig því ég kann það eiginlega ekki alveg...en allavega...útaf þessum merkisatburðum þá fáum við svona köku í dag...með fokkíng Oracle trademarkinu á....mér finnst það brillíant...hallærislega brillíant...þetta verður góður dagur í dag...
Stay black

20.11.02

Hve mikill viðbjóður er þetta!!?? Ullabjakk og ojjjjbarasta!
romantic kisser



You Are A Romantic Kisser!


You'll only kiss if the mood is right and if you think you are falling in love.

Some may say you're old fashioned, but when you kiss, you see stars!

One kiss from you, and anyone will be hooked forever.



How Do *You* Kiss?

More Great Quizzes from Quiz Diva


Nokkuð ánægð með þetta bara svei mér þá tíhí ;)
Þvílík SNILLD! Ég er orðin þónokkuð tíður gestur betri bíóhúsa í Reykjavík uppá síðkastið og í gær brá ég ekki út af vananum og fór á forsýninguna á Harry Potter með hjúkkunni...og þvílík snilld er þessi mynd...miklu betri og skemmtilegri heldur en þessi fyrri og var þessi fyrr þó mjööög skemmtileg...ótrúlegt alveg hreint hvað þessi gella hefur mikið ímyndunarafl...two thumbs up...en meeen...við fórum og fengum okkur pizzu á undan og þar afgreiddi okkur einn ókurteisasti maður í allri Evrópu...ég panta nú ekki pizzu oft en ég vissi ekki að það væri einhver leyni pizza-code sem mar þyrfti að fylgja...men ohh men...en pizzan var góð...enda gerði hann hana ekki og ég er svo sniðug að geyma smá þannig að getiði hvað ég er með í nesti í dag?! Hó hó hó...en það voru furðu fáir celebar í bíó í gær...einhverjir mini-celebar bara...fréttamenn og Helgi Björs og einhver solleis krapi...og rosalega mikið af litlum krökkum og ég varð ekkert pirruð þó að litli strákurinn við hliðina á mér væri svona típískur lítill strákur í bíó með svona skemmtilegar spurningar eins og „Hvað er hann að gera?" „Hvað er að hann að fara að gera?" og „Hvað var hann að segja?"...mér fannst þetta bara nokkuð sætt...sem hræddi mig óneitanlega meira en nokkuð hefur hrætt mig á ævinni...og ef að Óli væri kærastinn minn þá væri hann hræddur líka og hefði dömpað mér í gær ehehehe...en hann er einmitt svo skemmtilegur að láta alþjóð vita hvað við erum miklir lúðar og öskra yfir allt Háskólabíó að hann bloggi þegar hann nenni ekki að læra og blogg sé í tísku og bla bla bla...og eitthvað um beturokk...náði því ekki alveg...ég er orðin nokkuð góð í að hlusta ekki á hann þegar hann byrjar....en tja...allavega...farið á Harry Potter...barnamynd my ass...hjúkkunni brá eins og lítilli skólastúlku og á hann að heita karlmaður....
Stay black

19.11.02

Hve mikil snilld er það að halda á skærappelsínugulum Nick Cave miðum í höndunum vitandi það að loksins loksins loksins fær maður að bera þessa goðsögn í lifandi lífi augum!!! Þrátt fyrir að ég hafi beðið ÚTI í röð í skítakulda í rúmlega klukkutíma þá var þetta hverrar mínútu virði...ég er ein af 1150 heppnum Íslendingum og þunglyndissjúklingum sem fá að verða þess heiðurs aðnjótandi að eiga dágóða kvöldstund með goðinu sjálfu þann 9.desember...ég kemst ekki yfir það hvað ég er ánægð í dag....arrrggg...ég reyndar hélt að ég þyrfti ekki að bíða alveg svona lengi...var búnað reikna með að þurfa að raula O´malley´s bar svona tvisvar en þurfti svo í raun að raula það svona 10 sinnum...en það lag gæti ég raulað allan daginn þannig að ég sé ykkur snillingana með góðan tónlistarsmekk eftir rétt 3 vikur eða svo á Broadway..
Stay black
Aaaa...ég var búnað gleyma hvað ég elska rigninguna óendanlega mikið...meeen...fór út að skokka í morgunn í grenjandi rigningu...það er fátt betra en það...nema kannski rólegur göngutúr í rigningunni...ahhh...svona rétt eins og nýtt upphaf...maður er endurnærður...enda er ég núna búnað ákveða að passa aðeins betur það sem ég borða og fara að æfa aðeins meira...hugsa betur um mig...vera sjálfselsk aðeins...þannig að rigningin í morgunn var táknræn...come to think of it...alltaf þegar ég ákveð eitthvað svona nýtt upphaf þá kemur alltaf rigning á mig...magnað...og það rignig látlaust á mig...
Stay black
Hið óhugsanlega hefur gerst!!!! Ég mun í kvöld ná Nurse Óla uppúr bókunum og inní betra bíóhús landsins....weeeee.....Harry Potter...here we come...
Stay black

18.11.02

Jahá...þar hafið þið það....

Lilja, when you're head over heels, you are an Idealistic Romantic

The rituals of romance are important to you. And for that reason, if the object of your affections doesn't appreciate the value of things like red roses and candlelight dinners, they might not hold your interest for very long. However, you're not just looking for a thoughtful date who appreciates romantic gestures. You seek a deeper emotional bond.Once you find that special love, you'll probably be the first to declare that you're head-over-heels rather than hold back you're emotions. After all, what good is being in love if you can't share it?

Love does change you. Whether it simply enhances who you already are, or makes you a completely different person, finding someone whose love personality compliments your own makes for the longest, happiest relationships.
Ok...enn batnar dagurinn...ég var að vinna tvo miða á forsýningu á Harry Potter...ég vinn aldrei neitt svona!! I´m getting kinda scared hérna...en váááá...besti dagur í langan tíma...eina sem gæti toppað þetta er að einhver foli myndi bjóða mér eitthvað fínt út að borða...efast um að það gerist en ef það gerist þá er þetta líf of gott til að vera satt....
Stay black
Í tilefni Coldplay tónleikanna...þá er hér eitt besta lag allra tíma...og það er Girl from Mars með Ash
Do you remember the time I knew a Girl From Mars?
I don't know if you knew that.
Oh we'd stay up late playing cards,
Henri Winterman Cigars.
Though she never told me her name,
I still love you, Girl From Mars.

Sitting in our dreamy days by the water's edge,
On a cool summer's night.
Fireflies and the stars in the sky,
Gentle glowing light,
From your cigarette.
The breeze blowing softly on my face,
Reminds me of something else.
Something that in my memory has been replaced,
Suddenly it all comes back.
And as I look to the stars.

I remember the time I knew a Girl From Mars,
I don't know if you knew that.
Oh we'd stay up late playing cards,
Henri Winterman Cigars.
Though she never told me her name,
I still love you, Girl From Mars.

Surging through the darkness over the moonlight strand,
Electricity in the air.
Twisting all through the night on the terrace,
Now that summer's here.
I know you are almost in love with me,
I can see it in your eyes.
Strange light shimmering over the sea tonight,
And it almost blows my mind
And as I look to the stars

I remember the time I knew a Girl From Mars,
I don't know if you knew that.
Oh we'd stay up late playing cards,
Henri Winterman Cigars.
Though she never told me her name,
I still love you, Girl From Mars.

Today I sleep in the chair by the window,
It felt as if you'd returned.
I thought that you were standing over me,
When I woke there was no-one there.
I still love you, Girl From..
MARS!

Do you remember the time I knew a Girl From Mars?
I don't know if you knew that.
Oh we'd stay up late playing cards,
Henri Winterman Cigars.
Though she never told me her name.

Do you remember the time I knew a Girl From Mars?
I don't know if you knew that.
Oh we'd stay up late playing cards.
Henri Winterman Cigars.
And I still dream of you,
I still love you, Girl From Mars.
This is turning into one of the best days ever....Evulíus er búnað redda mér the missing links í Friends seríu 3 á spotprís frá Danmörkunni og ég er búnað fjárfesta í einu stykki Coldplay miða...reyndar eru allir vinir mínir að baila á þessum tónleikum en ég fer samt...alveg sama um þessa svokölluðu vini mína...svo ætlum við Sigga Vala að mæta snemma fyrir utan Japis á morgun og smella okkur á Nick Cave miða...ég dey ef ég fæ ekki miða á þessa tónleika...bókstaflega...
Stay black
Aftur í siðmenninguna...

Magnað hve stutt maður getur farið út fyrir bæinn og samt liðið eins og útlendingi...fyrsti stoppistaður í ferðalaginu var Bónus í Selfossi þar sem ég fór inn með múttu og sá strax eftir því því þar inni vorum við mældar útí gegn og mér hefur aldrei liðið jafn illa yfir því að vera Reykvíkingur...þetta var mögnuð lífsreynsla og reyni ég að halda mig frá Selfossi...enda getur ekkert gott komið frá bæ sem gefur af sér sveitta hljómsveit eins og Skítamóral...en eftir þetta niðurbrot í Bónusi lá leiðin beint að Seljalandsfossi þar sem við gistum í Hamragörðum...jæja krakkar...hvað heitir svo staðurinn sem við erum á...Hamra...Hamra...Hamragarðar...einmitt...rétt hjá ykkur...
Föstudagskveldið var svo tekið í spil á spil ofan og við vöknuðum öll endurnærð á laugardag og skoðuðum alla helstu staði innan í 10km radíus...eins og Seljalandsfoss, Gljúfrabúa, Paradísarhelli og ekki má gleyma samkomuhúsinu á Steinum ehehehe...síðan var sest við föndur, saum, hekl, prjón og sjónvarpið...náði að ganga frá Priority 1&2 í bústaðnum...s.s. föndra og hekla en bækurnar lentu í 10., 11. og 12. sæti og verða að bíða til jólanna...síðan á sunnudag skunduðum við í bæinnn og ég kíkti í smá Friends til you know who....

Ef það er eitthvað sem ég lærði á þessari stuttu ferð minni var kannski einna helst tvennt...það er að ég er meira borgarbarn en Reykjavík sjálf...þó ég hafi gaman af því að fara uppí sveit og slaka á og svona þá er ég samt borgarbarn dauðans....og annað sem ég lærði var að ég er ekki næstum því tilbúin til að eignast börn...ég einhvern veginn get ekki gefið mig alla í að vera með börnum og nýt frelsis míns alltof mikið til að fara að kasta því á glæ fyrir einhvern annan...ekki það að ég hafi eitthvað verið að hugsa um að eignast börn en gott að hafa þetta bak við eyrað...
Og í morgun lærði ég að maður á aldrei að fara í gamla skó sem eru grafnir einhvers staðar langt í rassgati...það er alltaf ástæða fyrir því að þeir eru þar...
Stay black