18.11.02

Aftur í siðmenninguna...

Magnað hve stutt maður getur farið út fyrir bæinn og samt liðið eins og útlendingi...fyrsti stoppistaður í ferðalaginu var Bónus í Selfossi þar sem ég fór inn með múttu og sá strax eftir því því þar inni vorum við mældar útí gegn og mér hefur aldrei liðið jafn illa yfir því að vera Reykvíkingur...þetta var mögnuð lífsreynsla og reyni ég að halda mig frá Selfossi...enda getur ekkert gott komið frá bæ sem gefur af sér sveitta hljómsveit eins og Skítamóral...en eftir þetta niðurbrot í Bónusi lá leiðin beint að Seljalandsfossi þar sem við gistum í Hamragörðum...jæja krakkar...hvað heitir svo staðurinn sem við erum á...Hamra...Hamra...Hamragarðar...einmitt...rétt hjá ykkur...
Föstudagskveldið var svo tekið í spil á spil ofan og við vöknuðum öll endurnærð á laugardag og skoðuðum alla helstu staði innan í 10km radíus...eins og Seljalandsfoss, Gljúfrabúa, Paradísarhelli og ekki má gleyma samkomuhúsinu á Steinum ehehehe...síðan var sest við föndur, saum, hekl, prjón og sjónvarpið...náði að ganga frá Priority 1&2 í bústaðnum...s.s. föndra og hekla en bækurnar lentu í 10., 11. og 12. sæti og verða að bíða til jólanna...síðan á sunnudag skunduðum við í bæinnn og ég kíkti í smá Friends til you know who....

Ef það er eitthvað sem ég lærði á þessari stuttu ferð minni var kannski einna helst tvennt...það er að ég er meira borgarbarn en Reykjavík sjálf...þó ég hafi gaman af því að fara uppí sveit og slaka á og svona þá er ég samt borgarbarn dauðans....og annað sem ég lærði var að ég er ekki næstum því tilbúin til að eignast börn...ég einhvern veginn get ekki gefið mig alla í að vera með börnum og nýt frelsis míns alltof mikið til að fara að kasta því á glæ fyrir einhvern annan...ekki það að ég hafi eitthvað verið að hugsa um að eignast börn en gott að hafa þetta bak við eyrað...
Og í morgun lærði ég að maður á aldrei að fara í gamla skó sem eru grafnir einhvers staðar langt í rassgati...það er alltaf ástæða fyrir því að þeir eru þar...
Stay black

Engin ummæli: