Hve mikil snilld er það að halda á skærappelsínugulum Nick Cave miðum í höndunum vitandi það að loksins loksins loksins fær maður að bera þessa goðsögn í lifandi lífi augum!!! Þrátt fyrir að ég hafi beðið ÚTI í röð í skítakulda í rúmlega klukkutíma þá var þetta hverrar mínútu virði...ég er ein af 1150 heppnum Íslendingum og þunglyndissjúklingum sem fá að verða þess heiðurs aðnjótandi að eiga dágóða kvöldstund með goðinu sjálfu þann 9.desember...ég kemst ekki yfir það hvað ég er ánægð í dag....arrrggg...ég reyndar hélt að ég þyrfti ekki að bíða alveg svona lengi...var búnað reikna með að þurfa að raula O´malley´s bar svona tvisvar en þurfti svo í raun að raula það svona 10 sinnum...en það lag gæti ég raulað allan daginn þannig að ég sé ykkur snillingana með góðan tónlistarsmekk eftir rétt 3 vikur eða svo á Broadway..
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli