20.5.05

...Og hvenær ætla...

...Íslendingar að skilja að það eru dragdrottningalegar konur og dansandi strákar sem koma okkur áfram á Eurovision...ekki fimm konur sem klæddar eru eins og skrýtin dýr í norrænni goðafræði...það er bara ekki on...við þurfum ekki að vera svona djúp...það er öllum skítsama hvort sem er...

...en gærkvöldið var skemmtilegt...sýndi lit í kosningarbúðum Ágústs Ólafs þó ég megi ekki kjósa en sötraði fría bjórinn hans þangað til ég gat varla staðið lengur...og þá var klukkan bara níu! Byrjaði reyndar með því að horfa á íslenska lagið og nokkur lög á undan á Cafe Cozy og það var sko stemmari í lagi...við erum að tala um að sætu samkynhneigðu mennirnir og fag hag vinkonur þeirra kunnu öll lögin utan að...svo þegar stóri dansparturinn í laginu hennar Selmu kom þá ætlaði allt um koll að keyra...jidúddamía...

...ég er samt fegin að Noregur komst áfram þó að það sé vissulega svekkjandi að horfa á eftir Selmu...Noregur vinnur þessa keppni...ég var sannspá í fyrra með Ruslönu og vonandi verð ég það aftur í ár...

...en í gær komumst við Íris einu skrefi nær heimsfrægð og ég er ekki frá því að við náum henni áður en sumarið er úti...en það kemur betur í ljós síðar...
Stay black - Salinto!

18.5.05

...Og hver ætli...

...sé kominn inn í leiklistarskóla í Árósum í Danmörku...

...tja...ef það er ekki sjálf Liljan! Öll framlög berist til mín í pósti...kransar og blómvendir afþakkaðir...
Stay black - Salinto!
...Og um daginn...

...kom ég heim og kærastinn minn var að horfa á Gloriu Estefan myndband á VH1...

...ætti ég að vera hrædd?
Stay black - Salinto!

16.5.05

...Og vááááá...

...hvað Keira Knightley er sjoppuleg...

...ég var í bíó á The Jacket og ég get varla horft á manneskjuna hún fer svo í taugarnar á mér...það er alveg sama hvað hún gerir...ég bara kaupi hana ekki...þessi munnur...aaarggg...ég myndi borga einhverjum mikinn pening fyrir að hreinlega tjoppa hann af...

...en The Jacket er fín...eða ekki...veit ekki alveg hvað mér finnst ennþá...
Stay black - Salinto!

15.5.05

...Og...

...nú þeytist ég um allan bæ á stálfáknum mínum...nei...ekki nýja Toyotan mín heldur hjól sem hann karl faðir minn lánaði mér...ég tek því samt eins og hann hafi gefið mér það...hann veit það reyndar ekki en ég veit það...

...tjéð hjól er búið að standa úti í allan vetur og var því dável ryðgað þegar það lenti í höndum og fótum mínum...hann lánaði mér það tveim dögum áður en ég fór til Danmerkur og náði ég að venjast því vel á þeim tíma með góðum ferðum hingað og þangað...

...í gær var ég sest á hjólið um tíu um morguninn og fór ekki af því fyrr en um hádegisbil...náði að kaupa mér sniðuga körfu framan á hjólið og nýja bjöllu þar sem hin var farin að molna niður úr ryði...áðan vaknaði ég snemma og hjólaði niður í 10-11 í Lágmúla og keypti mér stálull og tók lítið kast á hjólið...og þvílíkur munur...fullt af ryði bara farið...

...næst á dagskrá er að mála hjálið fallega grænt og skreyta það með ýmsu tilfallandi...eins og það sé ekki horft nóg á mig...því eins og flestir vita á ég engar buxur og geng því bara á pilsi og hjóla því í pilsi...nýja flotta leðurjakkanum mínum og kúrekastígvélum dauðans...og auðvitað með nokkrar perlufestar um hálsinn...já það er aðeins horft en mér er alveg sama...ég veit að ég er töff...

...en á eftir fer ég í fermingarveislu sem ég reyndi að koma mér undan en tókst ekki...hrollur...
Stay black - Salinto!
...Og það er...

...strákapartí inn í stofu og ég er í hláturskasti...

...ákvað að láta mig hverfa inn í svefnherbergi með tölvuna til að stoppa ekki testósterón flæðið og skemmti mér nú konunglega við að hlusta á Einsa boy gera símaat í hálfum bænum...

..."Er vesen á mér út af því að ég er svartur?"...greyið 118 gellurnar...
Stay black - Salinto!
...Og ég fæ ekki nóg...

...af nýju Lays auglýsingunni...hún gæti svo sem verið afskaplega gömul...ég tek ekki mikið eftir auglýsingum...en þessi kemur mér alltaf til að hlæja...

...þegar gaurinn kveður ömmu og afa og missir Lays flögupoka á götuna...þá upphefst kapphlaup á milli afans og ömmunnar...afinn spilar ekki beint sanngjarnlega og fellir ömmuna með stafnum sínum sem er svo mígandi fyndið að ég kemst ekki yfir það...hann nær flögupokanum en þá sér hann að amman er búin að taka gervitennurnar hans föstum tökum...þvílík endemis snilld...

...en auglýsingar sem ættu að banna eru annars vegar Smoothies auglýsingin og skyr-auglýsingin...þið vitið þar sem fólkið er að daðra inn í vinnunni...hún byrjar að smella skeiðinni sem fylgir með skyri og svo hoppa þau upp á þak í vinnunni og borða saman skyr...gjörsamlega hræðileg hugmynd...svo ekki sé minnst á að þau líta út eins og krómuð vélmenni í framan...um það bil tíu pakkar af brúnkukremi í smettinu á þeim...sorglegt...ég er bara fegin að ég þekki þetta fólk ekki...
Stay black - Salinto!
...Og mér finnst alveg furðulegt...

...að ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri All Out Of Luck me Selmu Björns...hve sorglegt er það...
Stay black - Salinto!