15.5.05

...Og ég fæ ekki nóg...

...af nýju Lays auglýsingunni...hún gæti svo sem verið afskaplega gömul...ég tek ekki mikið eftir auglýsingum...en þessi kemur mér alltaf til að hlæja...

...þegar gaurinn kveður ömmu og afa og missir Lays flögupoka á götuna...þá upphefst kapphlaup á milli afans og ömmunnar...afinn spilar ekki beint sanngjarnlega og fellir ömmuna með stafnum sínum sem er svo mígandi fyndið að ég kemst ekki yfir það...hann nær flögupokanum en þá sér hann að amman er búin að taka gervitennurnar hans föstum tökum...þvílík endemis snilld...

...en auglýsingar sem ættu að banna eru annars vegar Smoothies auglýsingin og skyr-auglýsingin...þið vitið þar sem fólkið er að daðra inn í vinnunni...hún byrjar að smella skeiðinni sem fylgir með skyri og svo hoppa þau upp á þak í vinnunni og borða saman skyr...gjörsamlega hræðileg hugmynd...svo ekki sé minnst á að þau líta út eins og krómuð vélmenni í framan...um það bil tíu pakkar af brúnkukremi í smettinu á þeim...sorglegt...ég er bara fegin að ég þekki þetta fólk ekki...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: