...Og...
...nú þeytist ég um allan bæ á stálfáknum mínum...nei...ekki nýja Toyotan mín heldur hjól sem hann karl faðir minn lánaði mér...ég tek því samt eins og hann hafi gefið mér það...hann veit það reyndar ekki en ég veit það...
...tjéð hjól er búið að standa úti í allan vetur og var því dável ryðgað þegar það lenti í höndum og fótum mínum...hann lánaði mér það tveim dögum áður en ég fór til Danmerkur og náði ég að venjast því vel á þeim tíma með góðum ferðum hingað og þangað...
...í gær var ég sest á hjólið um tíu um morguninn og fór ekki af því fyrr en um hádegisbil...náði að kaupa mér sniðuga körfu framan á hjólið og nýja bjöllu þar sem hin var farin að molna niður úr ryði...áðan vaknaði ég snemma og hjólaði niður í 10-11 í Lágmúla og keypti mér stálull og tók lítið kast á hjólið...og þvílíkur munur...fullt af ryði bara farið...
...næst á dagskrá er að mála hjálið fallega grænt og skreyta það með ýmsu tilfallandi...eins og það sé ekki horft nóg á mig...því eins og flestir vita á ég engar buxur og geng því bara á pilsi og hjóla því í pilsi...nýja flotta leðurjakkanum mínum og kúrekastígvélum dauðans...og auðvitað með nokkrar perlufestar um hálsinn...já það er aðeins horft en mér er alveg sama...ég veit að ég er töff...
...en á eftir fer ég í fermingarveislu sem ég reyndi að koma mér undan en tókst ekki...hrollur...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli