...Og ég skrifaði...
...lærða grein um nýjan rakspíra í dag...hann mun vera ónefndur...því miður gleymdi ég bæklingnum sem ég fékk í vinnunni...ætlaði nefnilega að útlista lýsinguna á rakspíranum á þessum vettvangi og gera smá grín að henni þar sem það er auðvitað ekki hægt í Fréttablaðinu...
...ég er alveg komin á það að fólk sem vinnur við að skrifa lýsingar um alls kyns snyrtivörur lítur á snyrtivörurnar eins og trúarbrögð...jesús góður..."ilmurinn táknar það góða í eðli jasmínutrésins sem endurspegla viðkvæmni og fegurð konunnar um leið"...þetta er allt eitthvað svona...hvað þýðir þetta eiginlega...bíðið spennt eftir raunverulegri lýsingu á ónefndum rakspíra...you´ll be pleasantly surprised...
...annars eru þessar reykingarumræður að drepa mig...alls staðar heyrir maður reykfólk og reyklaust fólk rífast um reykingarbannið hennar Siv okkar Friðleifs...ég stóð mig að því í vinnunni um daginn að snúa mér við og biðja fólk um að lækka í sér...það myndi hvort sem er aldrei komast að niðurstöðu...af hverju að rífast um það? Mergur málsins er einfaldur...reykingafólki finnst eins og ráðist sé á það og líkir þessu við að banna nammi eða áfengi...reykingafólk heldur því aftur á móti fram að þetta sé ekki eins og önnur bönn því þeir sem reykja hafa áhrif á annað fólk í kringum sig...ekki sá sem drekkur...vissulega hefur alkóhólisti tilfinninleg áhrif á aðstandendur sína en þegar hann drekkur verða þau ekki að drekka líka...
...en er þetta ekki bara spurning um skerðingu á persónufrelsi?
Stay black - Salinto!