Þvílík SNILLD! Ég er orðin þónokkuð tíður gestur betri bíóhúsa í Reykjavík uppá síðkastið og í gær brá ég ekki út af vananum og fór á forsýninguna á Harry Potter með hjúkkunni...og þvílík snilld er þessi mynd...miklu betri og skemmtilegri heldur en þessi fyrri og var þessi fyrr þó mjööög skemmtileg...ótrúlegt alveg hreint hvað þessi gella hefur mikið ímyndunarafl...two thumbs up...en meeen...við fórum og fengum okkur pizzu á undan og þar afgreiddi okkur einn ókurteisasti maður í allri Evrópu...ég panta nú ekki pizzu oft en ég vissi ekki að það væri einhver leyni pizza-code sem mar þyrfti að fylgja...men ohh men...en pizzan var góð...enda gerði hann hana ekki og ég er svo sniðug að geyma smá þannig að getiði hvað ég er með í nesti í dag?! Hó hó hó...en það voru furðu fáir celebar í bíó í gær...einhverjir mini-celebar bara...fréttamenn og Helgi Björs og einhver solleis krapi...og rosalega mikið af litlum krökkum og ég varð ekkert pirruð þó að litli strákurinn við hliðina á mér væri svona típískur lítill strákur í bíó með svona skemmtilegar spurningar eins og „Hvað er hann að gera?" „Hvað er að hann að fara að gera?" og „Hvað var hann að segja?"...mér fannst þetta bara nokkuð sætt...sem hræddi mig óneitanlega meira en nokkuð hefur hrætt mig á ævinni...og ef að Óli væri kærastinn minn þá væri hann hræddur líka og hefði dömpað mér í gær ehehehe...en hann er einmitt svo skemmtilegur að láta alþjóð vita hvað við erum miklir lúðar og öskra yfir allt Háskólabíó að hann bloggi þegar hann nenni ekki að læra og blogg sé í tísku og bla bla bla...og eitthvað um beturokk...náði því ekki alveg...ég er orðin nokkuð góð í að hlusta ekki á hann þegar hann byrjar....en tja...allavega...farið á Harry Potter...barnamynd my ass...hjúkkunni brá eins og lítilli skólastúlku og á hann að heita karlmaður....
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli