Í dag er ég ofurþreytt...í gær horfði ég á Magnolia fram á nótt...þó að ég hafi verið þreyttari en allt eftir squash þá ákvað ég að horfa á þessa snilldarmynd sem ég tók upp á sunnudaginn...held ég sé búin að taka hana svona 40 sinnum þannig að ég ákvað bara að taka hana upp...núna langar mig bara í soundtrackið...alger hreinasta hreinasta snilld...núna vantar mig bara Happy Gilmore til að fullkomna vídjóglápsafnið mitt...skil samt ekki alveg af hverju ég á hana ekki því ég dýrka þessa mynd...mig minnir meira að segja að síðast þegar ég tók hana á Vídjóheimum þá hafi gaurinn sagt...„hey...þú veist að þú ert búnað taka þessa mynd 10 sinnum..."...hvað er málið með það að segja manni hvað mar hafi tekið þessa og hina spólu oft!? Eins og mar bara alltíeinu fatti já þetta er þessi mynd...heyrðu ég vel mér nýja...hálfvitar mar...núna verð ég nú samt að fara að fjárfesta í Happy Gilmore og hætta að fara á Vídjóheima...
"I eat pieces of shit like you for breakfast"
"You eat pieces of shit for breakfast?!"
"Ehhh...no!"
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli