10.9.02

Jæja...í morgun var hringurinn tekinn á sprettinum í appelsínugulum regnstakk, röndóttum vettlingum og með hárið útí loftið...þó að sumum finnist veðrið í dag ekki frábært þá finnst mér það...ekkert betra en sprettur útí rigningunni...nema kannski rólegur göngutúr í rigningunni með fallegum karlmanni og nógan tíma....la la la...horfði á Wedding Singer í gær þegar ég kom heim úr squashi því mér leiddist mikið ein heima á tvítugsafmælisdaginn minn....og er endirinn á þessari mynd einn sá sætasti í heimi...myndin er náttúrulega öll snilld og Adam Sandler er náttúrulega uppáhaldsgrínleikarinn minn ever...alger snillingur....en vá hvað þetta er sætur endir...nammi namm...every girls fantasy held ég bara....ó well...mar lætur sig bara dreyma...tíhí.....það er fínt líka...þá verður mar allavega ekki fyrir vonbrigðum....það er alltaf klassískt...en annars var ágætt að verða tvítugur...fékk meira að segja gjöf frá vinnunni sem var mjög óvænt...fékk bók um íslenska orðtök sem ég er rosa ánægð með...það er alltaf svo gaman að fá svona eigulegar bækur...sérstaklega þegar maður á ekki von á því.....en ég klikkaði samt á því að fara í Ríkið...á líka alveg nóg vín fyrir næstu helgar þannig að ég hef svo sem ekkert að gera í Ríkið...nema gá hvort aftershock-goðsögnin í Heiðrúnu sé sönn...dadara...ég læt bara Guðjón um að tékka á því...
Stay black

Engin ummæli: