24.3.03

Og snillingur dagsins er tvímælalaust...

...hann Gummi Jóh....sem var að selja mér síma áðan...gafst uppá símanum sem Katrin elska lánaði mér því hann var alltaf að detta út og þegar Gummi Jóh bauð mér afslátt og læti þá bara sló ég til og keypti mér síma...Nokia 3150i...voðalega krúttlegur...ég er voðalega ánægð þó ég geti ekkert fiktað í honum á morgun þegar ég er búin í vinnunni...sem er að gera mig brjááálaða...mig langar svo að fikta núna...NÚNA! Hehehe...en það var mjög auðvelt að selja mér síma...um leið og ég vissi að ég gæti haft Kylie hringingu í sterio þá hafði Gummi mig alla sko...Gummi er prúður drengur og vel máli farinn og getur gert kraftaverk með augunum...svo er mömmu líka svo helvíti vel við hann sem er mjög gott...þá getur maður notað þessa klassísku setningu ef mar vill halda partý: „En Gummi Jóh kemur...og hann er nú svo prúður...það verða allir í partýinu eins og hann" og hún er bara eins og leir í mínum höndum heheehe...og tja...ég er búin að minnast á Gumma sex sinnum núna í þessu bloggi og nenni ekki að gera link við öll skiptin þannig að hér er heimasíðan hans...enjoy...
Stay black

Engin ummæli: