26.3.03

Og þá er það jákvæðisbloggið...

...sem einkennir þennan dag...eða tja...ekki jákvæðisbloggið heldur jákvæðni yfir höfuð...þetta er jákvæðisbloggið heheehe...allavega þá er þessi dagur búinn að vera bestur í heimi...ég vaknaði í úber góðu skapi og keyrði í Veggsport...á leiðinni í Veggsport kom uppáhaldslagið mitt at the mo, All the things she said, í útvarpinu og ég næstum því sprengdi hátalarna á Gunnari blessuninni...svo bara kom ég í Veggsport og hljóp og hljóp og hljóp og skellti mér í góða sturtu og keyrði í vinnuna....og það er náttlega alltaf gaman í vinnunni þannig að góða skapið hélst og hélst og hélst...við systurnar töltum svo á Grænan kost í hádeginu og hittum þriðju systurna...týndu systurna ef smá má kalla...sumir þekkja hana sem keikólínu (úbbs mátti ekki nota þetta en ég geri það samt cause I feel good)....allavega...við hámuðum í okkur spínat einhverju og gulrótar einhverju...allt voðalega hollt og gott og ég var södd langt fram eftir kveldi þetta var svooo stór skammtur...mallinn ekki vanur að borða svona óhemjumikið í hádegismat...svo bara hélt maður áfram að vinna hress og kátur og saddur og frábær og meiriháttar og síðan var haldið í menningarferð klukkan hálf fimm með LL Cool J og Siggu Völu...maður tók nettan 6 og hálfan kílómeter á þetta, smá gufu og heita pott og síðan var brunað á ónefndan pizza stað og hámuð pizza eins og maður ætti lífið að leysa...síðan kíktum við Sigga Vala aðeins í kotið til hennar litlu Löven Brá og skoðuðum ýmislegt (ég mátti víst ekki láta það fara neitt lengra...Löven Brá þarf nú að halda coolinu)...síðan keyrði Sigga Vala mig heim og er ég stíg inn um dyrnar bíður mín þá ekki umslag...með júróreikningum...ég opnaði og var búnað undirbúa mig undir að rústa deginum...eeeen viti menn..hann er næstum helmingi lægri en ég hélt...íha!!! Þannig að gleðin heldur áfram og stefni ég á að enda þennan dag annaðhvort á Bridget Jones´s diary eða The fifth element...er ekki alveg búnað ákveða mig...

...En mér líður svo vel að ég get ekki líst því...mér finnst einhvern veginn eins og allt sé að smella saman og það gengur mér allt í hag...ég er líka búin að uppgötva að ég er breytt manneskja síðan fyrir rúmlega 2 árum sem er mjög gott og maður hefur þroskast mikið á undanförnum mánuðum sem er ekkert nema gott...núna blasir framtíðin björt við mér og ég hef á tilfinningunni að þetta sumar verði besta sumar í lífi mínu...eftir rétt rúmlega mánuð held ég í mesta ævintýr sem ég mun nokkurn tíman lenda í og losna frá þessari litlu eyju sem hefur nú verið mér góð en líka slæm...en það er ekki henni að kenna heldur mér...en vonandi heldur þetta góða skap áfram...þrátt fyrir að bossinn á mér sé aumur og ég keyri á bíl sem er ekki á vetrardekkjum nota bene...en það er sorglegt að hugsa það að það er alltaf þannig að þegar maður er svona heppí og í jollí gúddí fílíng þá fer alltaf eitthvað úrskeiðis...ég verð þá bara var um mig á morgun og hinn heheehhe....góða nótt og vonandi dreymir ykkur frábæra drauma...ég veit að ég á eftir að gera það...

--- Hérna endar jákvæðisblogg Lilju Gnarr...undirbúið ykkur undir allt annan blogganda á morgun því Lillan getur jú verið smá skitsó stundum...á undanförnum misserum hefur Lillan tekið eftir því að stundum hafa blogg hennar verið mistúlkuð á ýmsa vegu...jákvæðni og hamingja Lillunnar er engum að þakka nema henni sjálfri og því má enginn annar taka þetta til sín þó þið séuð öll æðisleg...takið því bara með fyrirvara þessu góða skapi því kannski endist það...og kannski ekki...góðar stundir ---
Stay black

Engin ummæli: